Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 26.06.1959, Blaðsíða 4
4 FALKINN MICHIKO SHODA -K heitir kona næ§ta * Japans- -K keisara Japanskur hugsunarháttur hefur breytst á árunum, sem iiðin eru\ síðan heimsstyrjöld- inni síðari lauk. Fyrrum hefði það þótt óhæfa, að kona Míka- dósins — keisarans — væri af öðrum ættum en þeim, sem venja var til að „Sonur sólar- innar“ veldi sé konu úr. Nú fagnaði1 þjóðin því innilega, er Mikadó-efnið brá út af venj- unni. ■ ;sss s ■■ Michiko Shoda skoðár myndir í albúmi unnusta síns, en hann horfir brosandi á. ■ En brúðkaup þetta hefur vakið mikinn fögnuð meðal þjóðarinnar. Þann 28. nóv. í vetur sem leið, var mikill mannsöfnuður saman kominn meðfram aðalgötunni upp að höll- inni og mændi upp að hallarmúrun- um, sem eru umluktir djúpu síki, eins og riddaraborg frá miðöldum. Því að það hafði vitnast, að unn- usta krónprinsins mundi aka á burt úr hölinni og um göturnar á tiltek- inni stundu þann dag, Forvitninni var svalað: sjö svartir bílar óku hægt út um hallarhliðið, og í þeim fremsta sat Michiko Shoda, ásamt hinum æðsta kammerherra, en í hin- um ýmiskonar þjónandi lið hirðar- innar. Hún var í hvítum kjól og eyrnalokkarnir voru með dökkgrá- um perlum, er voru trúlofunargjöf Akihitos. Sjálfur fékk hann ekki að vera með í þessari för, sem þó var til þess gerð að tilkynna þjóðinni trúlofun hans. En það hefði verið alvarlegt hirðsiðabrot, ef hann hefði fylgt henni heim úr fyrstu heim- sókninni, sem hún gerði hjá tengda- pabba sínum, keisaranum. „TÖFRADAGURINN“. Japönsk hefð mælir svo fyrir, að keisaraefni skuli hafa sýnt þjóðinni konuefnið sitt áður en það er orðið 25 ára. En 25 ára afmæli siitt átti Akihito 25. desember sl. Japönum hefur verið það áhyggjuefni í mörg ár, að ríkis- erfingi þeirra skuli ekki hafa sýnt lit á að verða sér úti um konu — í því tilliti hefur hann bakað þjóð sinni álíka raun og Boudoin konung- ur hefur gert í Belgíu. Japanar telja óhugsandi að hafa piparsvein í há- sætinu — það hefur aldrei skeð í sögu þjóðarinnar. En þó var Hirohito keisari ógift- ur þegar hann erfði hásætið eftir föður sinn. Það varð með skjótum hætti, sem hann fór frá, því að hann varð allt í einu brjálaður. Hirohito T. v. Mjonaleysin á Leiðinni á tenn.svoumn. — T. h.: Pegar Akihito varð myndugur, 18 ára, var hann „settur inn í embættið“ og var þá í þessum skrúða. Hann verður 125. mikadóinn í Japan. Kona Akihitos krónprins heitir Michiko Shoda og er fyrsta drottn- ingarefni í Japan, borgaralegrar ætt- ar, sem verið hefur í 2618 ár. Hún er 24 ára, hrafnsvört á hár, eins og flestar japanskar stúlkur, en hvítari á hörund en flestar þeirra, því að varla er hægt að kalla hana „fílabeinsgula". Hún er vestræn í anda og klæðist samkvæmt Parísar- tísku, nema hún verði að gera ann- að. Við hátíðleg tækifæri verður hún að beygja sig undir lögmál ann- arar tísku, margfalt eldri, því að hún er maki manns, sem á að verða 125. keisari Japana, en þeir keisar- ar hafa til skemmsta verið taldir goð, af þjóðinni. Hin áhrifamikla aðalsstétt í landinu vill halda því fram, að keisarinn sé enn „sonur sólarinnar“, því að aðallinn hefur jafnan ornað sér við ylinn frá keis- araættinni. En öll alþýða fagnar hins vegar hverju því skrefi, sem keisarinnar stígur í áttina „niður á jörðina". Þó að núverandi Japanskeisari hafi, einkum eftir hernáms- og setu- liðsstjórn Bandaríkjamanna, stórum færst nær þjóðinni frá því sem var, ríkir þó enn allskonar kreddufesta í samskiptum hirðarinnar við þjóð- ina. Keisarahöllin er ríki í ríkinu, inn fyrir dyr hennar má enginn ó- breyttur borgari ganga. En á manna- mótum gerir Hirohita keisari og Na- galev drottning hans sér far um að vera sem alþýðlegust við fólk, líkt og vestræn konungshjón. En höllin sjálf er helgiómur í augum óbreyttra borgara. Og þeir, sem þar búa eru fangar. Þar á meðal Aki- hito krónprins og Masahito bróðir hans. Hins vegar hafa þrjár af fjór- um systrum þeirra gifst borgara- stéttarmönnum og á þann hátt losn- að úr prísundinni. En um leið og trúlofun Michiko Shoda varð kunn, lenti hún sjálf í prísundinni. Sem drottningarefni ríkisins verður hún nú að sætta sig við að verða hálfgildings fangi í höllinni alla sína ævi. Mikið skal til mikils vinna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.