Fálkinn


Fálkinn - 26.06.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 26.06.1959, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 I ni bisknp Ögmund á kvennafar. Konungurinn vildi að ég sæti yfir Narriman þangað til hún sofnaði, og ég átti að vera leið- sögumaður hennar í allri Evrópu- ferðinni. Hinsvegar skildi ég ekki hversvegna konungur haíði tekið fram að ég ætti að vera í venju- legum fötum og með sem minnstan farangur. Skýringin kom fljótt. Konungurinn hafði aðeins gert þetta til að gabba mig, — gamansemi hans lýsti sér á þennan hátt. En eitt er að vera klæðalítill — verra var að vera peningalaus. Og það varð ég von bráðar, svo að ég x varð að spyrja Narriman hvort hún gæti lánað mér peninga. En þá kom það á daginn að hún var peninga- laus líka; hún sagðist aldrei fá nokkurn eyri hjá Farúk. Þá sneri ég mér til Youssef Rashad, einkalækn- is konungsins, en hann hafði ekki heldur handbæra peninga. Mig fór að furða á hvernig þessu reiddi af. Ég fékk skýringuna von bráðar. Eitt kvöldið bauð Rashad læknir mér glas. Um leið og við fórum út úr barnum heyrði ég hann segja við byrlarann: — Þér skrifið þetta á reikning hans hátignar! Ég komst að því að allir í fylgd- arliði konungs fóru eins að, og kvöldið eftir bauð ég Rashad lækni glas. Þegar við fórum út endurtók ég sömu töfraorðin: — Þér skrifið þetta á reikning hans hátignar. — Þetta var eins og sesam. Alls ekki sam verst, hugsaði ég með mér. Og eftir þetta lét ég skrifa allt sem ég keypti hjá konunginum. „Ég vil skilja!“ Ég var hjá Narriman á hverju kvöldi þangað til hún fór að hátta. Síðan fór ég út í bæinn til að sýna mig í fylgdarliði konungs og éta og drekka út á hans reikning. En Narriman hélt áfram að kvarta und- an Farúk og þau rifust oft. Stund- um reyndi hann að vera vingjarn- legur við hana. Ég man að hann dansaði einu sinni við hana í Villa Desta, en það varð heldur ekki oft- ar. Samt leyfði hann engum öðrum að dansa við hana nema mér, af því að ég var föðurbróðir hennar. Það bætti lítið újr þunglyndi og hugarkvöl Narriman, þó ég væri nærstaddur. Flestar hirðdömurnar unnu að því á laun, að breikka bilið milli Farúks og hennar. Ég man að ein þeirra, frú Nahed Rashad, kona læknisins, hræddi hana með því að segja: — Reynið að bjarga yður héðan. Flýið áður en það er of seint. Þér eigið ekki að sætta yður við þessa meðferð. Frú Ada Kahil, ættuð frá Austur- ríki, ögraði Narriman enn meira. Eitt kvöldið kom hún hlaupandi og sagði henni að Farúk væri niðri í spilavítinu að skemmta sér með undurfallegri konu. Það var enginn vafi á að hún sagði þetta til að gera drottninguna afbrýðisama. Og henni tókst það. Þegar konungurinn kom aftur í birtingu, hafði Narriman hamast eins og vitskert manneskja alla nóttina og brotið allt sem hægt var að brjóta í konungsíbúðinni. Þegar hann kom inn æpti hún: — Ég vil ekki lifa með þér lengur. Farúk reyndi að finna ástæðunni til þessarar heiftar, en hún svaraði aðeins: —Þú veist ástæðuna bezt sjálfur! Svo hágrét hún og hrópaði: — Hversvegna ertu mér ótrúr? Farúk vissi ekki annað ráð en hringja til mín og biðja mig um að koma strax. Ég klæddi mig í snatri og fór. Narriman lá í rúminu og engdist í krampagráti. Við og við gat hún stunið upp: — Ég vil skilja . . . ég vil skilja . . . Konungurinn var ráðalaus. — Reynið þér að koma vitinu fyrir hana frænku yðar, sagði hann. Ég tók um axlirnar á Narriman og reyndi að hugga hana. Ég sagði að Farúk væri alls ekki ótrúr henni, en að hann hefði gaman af sam- kvæmislífinu. Smánsaman fór hún að sansast á það, og allt komst í samt lag aftur — í það skiftið. Ég var sárgramur við frú Kahil, sem hafði verið að bera sögur í drottninguna, og það var rétt kom- ið að mér að segja konungi frá því, en ég hætti samt við það. Ég var hræddur um að þá mundi hann halda að Narriman segði mér frá öllum trúnaðarmálum sínum, og að hann mundi senda mig heim til Cairo. ★ Hýðing fyrir okur. — Yfirvöldin í Argentínu hafa nú sett ströng lög um okur og spákaupmennsku. Vérð- ur sérstakur dómstóll settur á stofn til að annast öll slík mál, og er í ráði að leiða í lög hýðingar fyrir að selja vöru of dýru verði. Biskup Ögmundur var mikill maður vexti, bæði hár og þykkur, geðmenni mikið, gulur á hár og fagureygður, smáeygður og kringlu- leitur, en lítt hafði hann verið uppá skartsemi í fyrstunni, og hirti ekki um hvernig það trassaðist, svo sagt er hann hafi ekki optsinnis bundið leggbönd, en hann var harðfenginn maður, stórráður og álagasamur, svo hann strýkti opt menn sína svo sem önnur typtunarbörn, og kallaði hórusyni og skækjusyni ríka sem fátæka, þá honum fannst ekki til. Hann hélt fyrst Breiðabólstað í Fljótshlíð, þaðan var hann vígður til Viðeyjar, síðan kjörinn og kall- aður til biskups eptir fráfall bisk- ups Stepáns; sigldi hann strax sum- arið eptir, og vár utan tvö ár, varð honum mikið fyrir að fá biskups- dæmið því hann hafði mótfallið Norska þá þegar hann var prestur á Breiðabólstað; var þá Ólafur skrifari (Diðriksson) fóveti yfir landið; lét síra Ögmundur drepa af honum tvo menn, en þriðji var skemmdur. Þetta kom fram við biskupsdæmið, og hélt því í lánga tíma með mikilli stórmennsku og höfðingskap og allsháttaðri vel- gengni. Höfðingjum og ríkum mönnum þótti Ögmundur biskup harðdræg- ur og sérplæginn, þá hann visiter- aði í sitt umdæmi, um reiknings- s'kap kirkna, tíundarhöld og annað hann fékk sér til, var af því lítt elskaður. Þess er getið, að eitt sinn er hann skyldi visitera um Vest- fjörðu, að mikill höfðingi og sýslu- maður yfir Isafjarðarsýslu, að nafni Björn Guðnason, sat að Ögri við ísa- fjörð á sínu höfuðbóli, en óvild var með biskupi og honum.* Nú fjöl- mennti biskup að sunnan, og hafði ij c (200) manns, og ferðaðist með það lið til Ögur og meinti að hafa sjálfdæmi af Birni, en honum kom njósn af hans fjölmenni, og dró saman lið, svo það var ei færra en iij c (300) vel útbúið, svo sem bisk- upsins. Nú ríður biskupinn innan yfir Ögurháls, og fyrir neðan Garð- staði; þá lætur Björn ij c manns gánga ofan á völlinn Surengir, vel útbúna með spjótum, lensum og hnífum, og allri þeirri vísu sem þá tíðkaðist í landi, og skipar sér svo um völlinn rétt gegnt Ögurhálsi, þar biskup reið, en eitt hundrað manns stóð á Ögur-hlaði og svo út að kirkjugarði. Nú sem Ögmundur * Það var ekki Ögmundur, heldur Stepán fyrirrennari hans, sem átti í erjum við Björn í Ögri. Björn dó 1518, eða áður en Ögmundur varð biskup. sér þennan mikla mannfjölda, þá aptrar hann ferð sinni, setur tjöld sín og sinna manna þar fyrir innan ána, fyrir neðan Garðstæði, — þetta var snemma dags, — en velur sér VI göfuga menn mikilhæfa, er með honum voru, og VI aðra hrausta sveina, og ríður með þá yfir ána og heim að Ögri, stígur af baki og gengur til kirkju, og þeir VI menn, en hinir standa úti hjá hestunum. Þegar biskup er nú til kirkju geng- inn, gengur Björn Guðnason til kirkju við tólfta mann, klædda hringabrynjum, og þar utan yfir í stökkum af skrúðklæði, vel tilbún- ir, svo sem slíkum stórhöfðingja heyrði. Nú gengur Björn að biskupi og heilsar honum; biskup tók kveðju hans með handabandi, síð- an mælir Björn: ,,þér eruð guðvel- komnir, herra biskup, með svo marga menn sem yður er skikkað að hafa í kirkjunnar lögum.“ — Biskup strýkur um herðar Birni og segir: „og svo eruð þér harðstakk- aðir, Björn bóndi!“ — Björn svar- ar: „hver má að því finna, hvernig eg klæði mig og mína menn?“ — Éptir þetta töluðu hvorutveggju sínu máli, og gengu menn milli af hvorum part, svo þeir forlíktust og sættust, var þá stofnuð veizla virðu- lig, svo biskup drakk með öllu sín- um mönnum marga daga; einnig drakk það fólk, er Björn hafði sam- an dregið, hverir með öðrum, og skemtu sér svo: fólkið um daga með glímum, dansi og annari gleði, var fólkinu skamtað vín milli mál- tíða, því þá var hér ensk sigling og var mest vín drukkið, en höfðingj- ar, sem voru með hvorutveggjum, sátu við drykkju og skemtun alla daga, svo engir sinnuðu, hvorki meiri háttar menn né minni; skildu svo biskup og Björn góðir vinir, og fór hver maður heim til sín, og þakkaði Björn góðum mönnum fyr- ir sitt ómak. R-87.5“ heitir nýtt lyf, sem deyfir þjáningar betur en nokkuð annað þekkt deyfilyf. Það er belgískur maður, Paul Janssen í Tournhout, ★ Fundarhlé var gert á kennara- fundi skóla eins í Oklahoma, þegar sagt var frá því, að bíl hefði verið lagt á óleyfilegum stað fyrir utan skólann og lögreglan væri að draga hann á burt. Einn kennarinn snar- aðist út á götuna í skyndi. Og það var_ umferðarreglu-kennarinn. Hann átti bílinn. Farúk og Narriman voru gefin saman 6. maí 1951. T. v. sést Assila móðir hennar, og t. h. elzta systir konungs, Fawsia, milli tveggja brúðarmeyja.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.