Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 10.07.1959, Blaðsíða 3
FALKINN 3 Mynd þessi er tekin við komu norska leikflokksins til Reykjavík- ur. HriA tíH XatiraHAcléttir GÓÐIR gestir komu í heimsókn til Þjóðleikhússins fyrst í þessum mánuði. Var það leikflokkur frá „Det Norske Teatret“, sem sýndi hér sjónleik, sem Tormod Skage- stad hefur gert eftir hinu mikla skáldverki Sigrid Undset, „Krist- ínu Lavransdóttur“. Leikið var á nýnorsku, en það mál líkist ís- lenzku mest allra erlendra tungu- mála að færeyisku kannski undan- skilinni. Leikritið fjallar um fyrsta hluta sögunnar, Kransinn, og er hugsað sem fyrsti hluti af þríleik. „Að sjálfsögðu varð að fella margt brott á leiðinni frá skáldsögu til leikrits, svo sem landslagslýsingar og hugleiðingar, en það er von mín, að eitthvað af því lifi milli línanna sem blæbrigði í þögnum og látbrögðum og í sviðsmyndum“, segir Skagestad í leikskránni, og þeir, sem söguna þekkja, og þeir eru margir hér á landi, svo er Helga Hjörvar og Setbergi fyrir að þakka, voru sammála um að einmitt þetta hefði tekizt. Aðalefni leiksins er byggt á ást- arsögu Katrínar og Erlends, en inn í það er tvinnuð saga Ragnfríðar og Lavrans ásamt sögu Áshildar og Björns á Haugi. Leikurinn hefst að Jörundargörðum í Guðbrandsdal í byrjun 14. aldar heima hjá Lavrans Björgúlfssyni. Kristín er þá 14—15 ára, að nokkru leyti barn og að nokkru leyti kona, „mjög mótteki- leg fyrir hinu hættulega seiðmagni í fari Áshildar," segir höfundur leikritsins, „háðari föður sínum, Lavrans, en hinni dulu, óhamingju- sömu móður sinni, frú Ragnfríði; konu, sem í langri sambúð við manninn þjáist undir byrði myrkra leyndardóma.“ í næsta þætti er Kristín komin til Oslóar sem ungsystir í nunnu- klaustri, þar sem hún á að dvelja í eitt ár. Þegar hún er 16 ára kynnist hún hinum unga og gjörfilega ridd- ara, Erlendi Nikulássyni, sem er nærri helmingi eldri en hún og þótti heldur laus í rásinni. Þau verða ástfangin hvort af öðru, og í næstu atriðum heyja þau harða baráttu til þess að fá að njótast. Kristín rís upp gegn foreldrum sín- um, þótt henni væri það ekki sárs- aukalaust og slítur trúlofun sinni og Simonar Darra, sem faðir henn- ar hafði valið henni sem manns- efni. Geti hún ekki orðið eiginkona Erlendar var hún ákveðin í að ger- ast frilla hans. Hún reynir að strjúka að heiman með Erlendi, og á þá óbeint þátt í því að fyrri frilla Erlendar, Elín Ormsdóttir ræður sér bana. Loks lætur Lavrans undan, þjáð- ur af harðri baráttu við dótturina, sem hann elskar heitar öllu öðru. Hann situr brúðkaup dóttur sinnar dapur í bragði, og nú þegar sigur er unnin, verður þetta Kristínu heldur ekki néin gleðihátíð. Hún er íþyngd pf þeim syndum, sem hún hefur drýgt til þess að ná þessu takmarki. Hún ber barn Erlendar undir belti, en enginn veit um það, ekki einu sinni hann sjálfur, nema hyggna Áshildur, og ef til vill renn- ur Ragnfríði einnig grun 1 það. — Þannig hefst hjónaband þeirra Kristínar og Erlends. Kristín er orð- in húsfreyja á Husaby 1 Þrændalög- um, og þá hefst nýr þáttur í sögu hennar. Leikur „Det Norska Teatre“ vakti mikla hrifningu, var sterkur og áhrifaríkur í verðugu umhverfi. Sérstaka athygli vakti þó leikur Jo- hans Norlund, en hann fór með hlutverk Lavrans Björgúlfssonar, og einnig leikur Rut Tellefsen, sem lék Kristínu, og leikur Tordis Mau- stad í hlutverki Ragnfríðar. Erlend lék Arne Lie, Elisabeth Bang lék Elínu Ormsdóttur, Harald Heide lék Björn Gunnarsson og Astrid Sommer Ashild konu hans. Simon Darra lék Pal Skjönberg. Sýningunni var mjög vel tekið, og væri óskandi að við mættum eiga von á meiru slíku síðar. ★ NÝR TRÚFLOKKUR hefur verið stofnaður I Sviss og hefur kosið sér að tigna Elísabetu Englandsdrottn- ingu sem guð, „eða konunglegan dýrling alheimsins". Gengur þessi trúflokkur undir nafninu „Regnbog- inn“ og hefur túlkað einhverjar ritningargreinar þannig, að með rík- istöku Elisabetar hefjist þúsund ára friðaröld i heiminum. — Ekki eru nema 30 manns í flokknum ennþá, flest konur, og ganga þær berfætt- ar um musteri sitt og iðka ýmsa helgisiði. En stofnandi trúflokksins er fimmtugur maður, sem heitir Frederik Bussy og hefur verið trú- boði í Afríku. Byggingarsam- vinnufélag verka- manna á 20 ára af- mæli um þessar mundir. Það hefur á þessum tveimur áratugum byggt 326 íbúðir. Myndin sýn- ir hús félagsins við Stangarholt og Nóa- tún.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.