Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 10.07.1959, Blaðsíða 6
6 FALKINN £amleikurim uttt 6. grcin Narriman Egyptalandsdrottningu UPPREISN. Þann 26. janúar 1952, skömmu eftir að Farúk hafði falið hernum „það dýrmætasta sem hann átti“ — krónprinsinn — kveiktu uppreisn- armenn í mörgum byggingum í Cairo. Ég var heima í Helioplis þann dag, — úthver'fi við Cairo, og vissi ekkert um brunann fyrr en ég var beðinn að koma í konungshöll- ina. — Konungurinn vill að þér kom- ið strax, sagði adjútantinn. — Þér gangið inn um litlu dyrnar bak- dyramegin. Ég ók hratt inn í borgina og nú fyrst sá ég hvað var á seiði. Óþjóða- lýður og uppreisnarmenn fóru um borgina og kveiktu í húsunum. Skammt frá járnbrautarstöðinni stöðvaði óþjóðalýðurinn bíl minn. Einn úr hópnum kom til mín með trédrumb í hendinni og sagði: — Gefðu mér bensín úr bílnum þínum! Það var auðséð að hann ætlaði að nota það fyrir íkveikju. Ég bað hann ganga aftur fyrir bílinn og taka bensínið sjálfur. Um leið og hann gerði það hélt ég á fulla ferð áfram og slapp. Dimm reykjarský lágu yfir borginni, og sumstaðar gusu logarnir upp úr þökunum. Shepheard Hotel var brunnið, og fleiri stórbyggingar. Loks komst ég að Abdimhöllinni og laumaðist inn bakdyramegin. Höllin var orðin að kastala, og Farúk stóð sjálfur í „battledress" með byssu í hendinni við einn gluggann. Lífvörðurinn var önnum kafinn við að setja slagbranda fyrir allar dyr og dreifa skotfærum um höllina. Ég sá Narriman skjálfandi af hræðslu, með barnið í höndun- um. Konungur leit á mig og spurði hvernig spellvirkjunum miðaði á- fram í borginni. Ég gat iítið sagt honum, ég vissi ógerla hvað gerst hafði. Konunginum gramdist hve lítið ég gat sagt honum, og hrópaði: — Veistu þá ekki að þeir hafa gert uppreisn gegn mér? Farúk var sannfærður um að lýðurinn mundi gera aðsúg að höll- inni undir eins og hann væri búinn að brenna borgina, en ekki var hægt að sjá á honum að hann væri hræddur. Hann glotti, og lagði sjálfur á ráðin, hvernig ætti að verja höllina. Hann skipaði svo fyr- ir, að hermaður með hríðskota- byssu skyldi standa við hvern glugga, og tiltók staðina, sem öfl. ugri byssur skyldu settar á. Farúk sagði mér að hafa gát á Narriman meðan hann var á þönum um höll- ina til þess að líta eftir varnarráð- stöfunum lífvarðarins. Narriman hélt dauðahaldi í mig og hljóðaði í örvæntingu. — Ó, frændi, skríllinn ætlar að drepa okkur. Hvað eigum við að gera? Ég tók í axlirnar á henni og reyndi að sefa bana og hugga hana með því, að konungurinn hefði nógan her til þess að bægja óróaseggjun- um frá. ÞETTA ERU LOKIN .... Eftir nokkra stund kom konung- ur aftur og bað mig um að síma á flugvöllinn og biðja um að hafa kopta viðbúinn til að senda að höll- inni ef þörf gerðist. Ég símaði og bað um samtal við flugvallarstjórann, en þá var svar- að að hann væri í Aþenu i erindum fyrir konunginn. Staðgengill hans sagði: — Einustu tveir koptarnir sem við höfum eru í viðgerð og geta ekki tekið sig á loft. — Hvað á ég að segja við kon- unginn? spurði ég og var kvíðinn fyrir því hvernig Farúk mundi bregðast við. — Kæri Mustafa, gerðu þitt besta, svaraði hann. Ég gerði mitt bezta, en konung- urinn varð uppvægur samt. Kopti var það eina, sem gat bjargað hon- um úr höllinni ef lýðurinn brytist inn. Ég gleymi aldrei hvað hann sagði og hvernig hann leit út á þeirri stundu: — Mustafa, ég er hræddur um að þetta séu leikslokin. Við lendum í klónum á uppreisnar- mönnunum. Hann missti alveg stjórnina á sér um stund, og ég gat ekkert gert. Farúk var aðstoðarlaus þessa stund ina, allir ráðunautar hans voru fjarverandi. Loks leitaði hann á náðir hersins, sem ekk; var við uppreisnina rið- inn, — ennþá. Heidar pasja her- málaráðherra var látinn tefla fram her gegn uppreisnarmönnunum og halda þeim í skefjum. En lífvörð- urinn skyldi skjóta alla, sem reyndu að brjótast inn í höllina. Ég komst svo lítið bar á út úr höllinni til þess að snuðra um hvernig gengi í borginni. Mér þótti skrítið að fjöldi af fólki var alveg sinnulaus um hvernig þessu mundi reiða af. í kaffihúsi einu, sem var brunnið að nokkru leyti, sátu nokkrir menn, sem voru að spila kotru og drekka kaffi. Eftir nokkra stund kom vopnað lið frá hernum. Uppreisnin var kæfð í bili og slökkviliðið fékk að- stoð til að vinna bug á eldunum. Bruninn í Cairo gaf hernum tækifæri til að sýna þjóðinni mátt sinn og megin — samskonar mátt sem herinn sýndi konunginum sjálfum sex mánuðum síðar, er hann valt úr hásætinu, 26. júlí . . . SAMA SUKKIÐ ÁFRAM .... Farúk hélt áfram uppteknum hætti með svall og fjárhættuspil. Hann var í Bílaklúbbnum á hverri nóttu og sóaði kynstrum af pening- um. Einhver meðlimurinn þar hafði bent honum á það áður, að hann mætti ekki halda þessu líferni á- fram, svo allir vissu. Það voru margir sem notuðu sér það til þess að magna óánægjuna gegn honum. En þrátt fyrir það sem skeð hafði sagði Farúk jafnan það sama: hann hirti ekkert um hvað óánægðir ólundarseggir segðu eða gerðu. Farúk símaði trúnaðarvini sín- um Pulli og bað hann um að koma aftur frá ítaliu. Og nokkrum dög- um síðar skaut Pulli upp í nánd við konunginn, ásamt ungri ítalskri stúlku, sem konungurinn sýndi af- ar mikla athygli. Hann fór út með henni á hverju einasta kvöldi; það var svo að sjá sem hún hefði hann alveg á sínu valdi. Þegar Narriman komst á snoðir um þetta varð hún fokreið og vildi kvarta við konunginn, en mér tókst á síðustu stundu að stöðva hana og telja henni trú um að það væri hyggilegra fyrir hana að láta sem hún vissi ekkert af þessu. Farúk stóð orðið alveg á sama um Narriman. Það var á honum að sjá, sem hún hefði lokið hlutverki sínu — að leggja honum til ríkiserfingja. En afbrýði hennar fór sívaxandi og var sífellt að kvarta undan því við konunginn að hann hefði afrækt hana. Hann hafði lofað henni Cadil- lacbíl og smaragðafesti ef hún eign- aðist son, en svikið það. Ég ráð- lagði henni að minna- hann á lof- orðið einhverntíma þegar vel lægi á honum, og það gerði hún. Daginn eftir bað hann hana um að líta út um gluggann. Þar sá hún Ijómandi fallegan lúxusvagn — Cadillac. — En Narriman fékk aldrei að aka í þeim bíl. Nokkrum dögum síðar hafði honum verið velt úr hásætinu og eignir hans gerðar upptækar. Um smaragðfestina er önnur saga. Hvenær sem Narriman minnt- ist á það, svaraði hann því að hann hefði talað við Ahmed Naguib Elgwahirgy, gullsmiðinn fræga, sem á sínum tíma hafði náð í Narri- man handa honum. Assila, móður Narriman hringdi til að spyrja hvort það væri rétt að konungur hefði pantað hálsfestina, og Ahmed hafði hugsun á að láta sem svo væri og notaði tækifærið til að spyrja hana hvernig drottn- ingin mundi vilja hafa það. Og nokkru síðar hringdi hann til kon- ungsins og sagðist hafa hálsfesti, sem væri kjörin til að gefa drottn- ingunni hana. Farúk tók boðinu fegins hendi og keypti festina. LETRUNIN Á VEGGNUM. Farúk sá ekki að vegur hans fór versandi með hverjum degi. Ég upplifaði glöggt dæmi um hvílíka fyrirlitningu hann hafði á almenn- ingsálitinu. Eina nóttina höfðu nokkrir áróðursmenn laumast fram hjá hallarvörðunum og skrifað ósvífnar skammir um Farúk og móður hans á hallarveggina. Kon- ungsmóðirin var í Bandaríkjunum um þær mundir. Farúk í Sviss í júlí 1956 með börn sín: Ferial 17 ára, Fadia 12, Fawsia 16, dætur Faridu drottningar. Á hnénu liefur hann Ahmed Fuad, 4 ára, son Narriman.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.