Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 10.07.1959, Blaðsíða 5
FALKINN 5 Þessi plötuspilari er úr plasti. Sarnoff stakk upp á svona tæki ásamt plötum yrðu send 1 stórum stíl austur fyrir járntjald, í áróðurs- skyni. Plötuspilar- inn kostar aðeins 50 scnt og hver plata aðeins 4—5 cent. knattspyrnumyndirnar handa sjón- varpi, og fyrstu kosningarnar — með vélum, sem hann hafði látið smíða sjálfur. í mai 1940 gat hann sýnt hluthöfunum í félaginu fyrsta sjónvarpið. Sýningin tók klukku- tíma og draumur Sarnoffs hafði ræst. Síðan hefur hann verið kall- aður „faðir sjónvarpsins“. Þessi síkviki maður er enn starf- andi og fyrirtæki hans gefur hon- um 200 þúsund dollara árstekjur. Hann er bláeygur, afar eyrnastór og talar hægt og hljóðlega. Hann berst ekki mikið á, þrátt fyrir öll afrek sín. Hann hefur orðið að þræla síð- an hann var níu ára. Honum finnst það enginn vinnudagur, ef hann vinnur ekki nema tíu tíma. Hann hefur gaman af að halda ræður og situr í stjórn 27 félaga og fimm klúbba. Hann hefur fengið átta orð- ur og 14 heiðurspeninga. Hann hefur ekki haft mikinn tíma til að sinna heimilinu. Hann kvæntist 1917 franskri konu og þau eiga þrjá syni. Vinnustofa Sarnoffs er að ýmsu leyti einkennileg. Hann hefur sér- stakan rakara og sérstaka borð- stofu og eru margir hnappar við diskinn hans á matborðinu. Ef Sarnoff þrýstir á einn af þessum hnöppum færist stórt málverk á þilinu andspænis honum til hliðar og hann sér einhverja sjónvarps- dagskrána á rúðunni, sem er bak við málverkið. Með því að þrýsta á aðra hnappa getur hann fengið að sjá gamla kvikmynd eða nýjustu myndir. En Sarnoff kann best við að sjá inn í framtíðina. Hann fullyrðir að einn góðan veðurdag hafi jörðin fengið útvarpssamband við Júpíter og Satúrnus, og að hægt verði að stjórna veðráttunni með útvarps- bylgjum, og að með tímanum hafi hver maður á sér tæki, sem hann geti náð sambandi með við hvern á jörðinni sem vera skal. Þetta tæki þarf ekki að vera stærra en venju- legt úr. Og sjónvarpstæki framtíð- arinnar verður hægt að stinga í vasann! MAÐURINN, SEM — stjórnaði járnbrautarslysi 1) Þegar Billy O’Neill var neitað um leyfi til að halda nautaat og skylmingaleiki í Ameríku, datt honum í hug að sýna járnbrautarslys heldur en ekki neitt. Hann leigði sér allstórt landsvæði, Revere Beach, skammt frá Boston og aug- lýsti nýung, sem þótti einstök: að láta tvær 90 lesta eimreið- ar, hvora um sig með lestarstjóra og kyndara, rekast á, — á fullri ferð. 2) Sýningin skyldi haldin síðdegis á þjóðardegi Banda- ríkjanna 4. júlí 1904. Aðgangseyrir var 50 cent fyrir stæði, en einn dollar fyrir sæti. Komu 50.000 áhorfendur, en aðeins 14 eftirlitsmenn voru á leikvanginum. Á síðustu stundu fór O’Neill að hafa áhyggjur af þessu. Sætin voru að vísu í 250 metra fjarlægð frá brautarteinunum, en O’Neill óttaðist, að fólkið mundi koma of nærri og verða fyrir brotum úr eim- reiðunum, er þeim lenti saman. 3) O’Neill hrópaði til fólksins í kallara, og tilkynnti, að ef fólkið gætti sín ekki, yrði hann að hætt við sýninguna. Þessu var svarað með ópum og fúkyrðum og aðdróttunum um, að hann væri féglæframaður. „Við heimtum peningana okkar aftur!“ öskraði lýðurinn. Og svo réðst hann að eimreiðunum og drógu lestarstjórann og kyndarana niður. Svo var reynt að koma eimreiðunum af stað, en þær náðu ekki nægilegum hraða til þess að velta af sporinu og mölbrotna, er þær rák- ust á. Var kaðli þá brugðið um reykháfana og skríllinn reyndi að velta eimreiðunum. 4) Lögreglan gat ekki við neitt ráðið, er múgurinn gerði atlögu og Hotel Point of Pines, en þangað hafði O’Neill flú- ið. Skríllinn náði í símastaur til að mölva hurðina og réðst svo inn og braut allt og bramlaði. O’Neill fannst í frystiklefa gistihússins og varð að lofa hverjum og einum að endurgreiða miðana við framvísun. En félagi hans hafði komist undan með alla peningana, svo að O’Neill gat ekkert borgað. — Síðar reyndi hann að endurtaka sýninguna, en þá komu ekki nema fáar hræður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.