Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1959, Blaðsíða 10

Fálkinn - 10.07.1959, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN BANGSI KLUMPUR \tfgn tíftsítf/ti ft/rir börn 14f). 1) — Taktu nú vel eftir. Nú ætla ég læðast inn. Ég er svo forvitinn og langar til að sjá, hvernig hún er að innan. 2) — Þarna getið þið séð. Mér er ó- mögulegt að komast þetta. Ég verð að hætt við það, rassinn á mér þolir ekki fleiri skelli. 3) — Nú hefur mér dottið gott ráð í hug. Við skulum stöðva vængina, og þá getur bæði þú og við hinir komist inn og skoðað mylluna að innan. 1) — Nei, standið þið kyrrir þarna og þá getið þið séð hvernig ég stöðva væng- ina. 2) — Fyrst grípur mað- ur hérna í, og gerir sig eins þungan og maður getur, og . . 3) — Komdu niður, þú mátt ekki lafa þarna eins og í Parísarhjóli — það getur aldrei farið vel. 4) — Grípið þið í væng, piltar, og fáið ykkur snúning, það er ljómandi skemmtilegt. — Komdu með reypi, Peli, við verðum að reyna að bjarga honum í snatri! 1) — Nú er reipið komið á, rektu nú tjóðurstafinn niður, Pingo, svo við getum tjóðrað hringekjuna. 2) — Hjálp! Hvað er að, 3) — Bara að nú væri vængurinn stansar — ég dett þykk dýna komin þar sem — hjálp — æ-æ-æ. hann dettur. Þá mundi allt verða skemmtilegra. 4) — Jæja, úr því að dýn- an var ekki til, er alveg eins gott að detta niður á asnann. Þá getur maður fengið sér út- reiðartúr um leið. -K Skrítlur ->c — Hvað kostar að láta draga úr sér tönn? — Tuttugu og fimm krónur. — Uss, tuttugu og fimm krónur fyrir tveggja sekúnda vinnu. — Ef þér viljið þá get ég verið talsvert lengur að því. ★ Áhugavekjandi samfundir. Ung ekkja fór til steinsmiðsins til að fá legstein yfir manninn sinn. Og neðst á steininn átti hann að höggva: „Sorg mín er þyngri en ég fæ borið.“ En nú fór svo, að ekkjan og steinsmiðurinn urðu ástfangin hvort af öðru. Þeim kom saman um að hittast kvöldið eftir, og þegar steinsmiðurinn fylgdi henni heim, spurði hann hana hvort nokkru þyrfti að breyta á steininum. ■—■ Nei, engu að breyta, sagði ekkjan. En það er rétt að bæta einu orði við — „ein“. — Er hann smekkmaður, þessi nýi vinur þinn? — Já, það máttu reiða þig á. Hann segir að ég sé fallegasta stúlka í heimi. Fyrst bjö hann til vögguvísu og síðan brúðkaupsmars. — Mér finnst nú að betur hefði farið á því að hann hefði samið brúðkaupsmarsinn á undan. — Hver er beztur í skíðastökki hérna í sveitinni? — Pusi í Pulu, þegar hann er ófullur. — Og hver sá næstbezti? — Pusi í Pulu, þegar hann er fullur. — Hverskonar manneskja er þessi frú Olsen? — Hún er ein af þessum sem þvaðrar klukkutímunum saman um hlut sem hún segir að geri sig mál- lausa. — Þetta er eina leiðin til að koma honum í rúmið. ★ — Kærastan mín er tvíburi. — Og hvernig ferðu að þekkja tvíburana sundur? — Hann bróður hennar vantar eina framtönina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.