Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 10.07.1959, Blaðsíða 4
4 FALKINN jDavid Samafi j FAÐIR SJDIVVARPSraS Sjónvarpið færist yfir löndin, eins og logi yfir akur, og meira að segja farið að tala um sjónvarp hér á landi og yfir Atlants- hafið. — En hver er sá, sem mest hefur stutt að viðgangi sjón- varpsins undanfarin 35 ár? Hann heitir David Sarnoff og er fæddur í Rússlandi. Það er deilt um gagnsemi sjón- varpsins. Þar sem það er elst og útbreiddast, í Bandaríkjunum, eru menn alls ekki sammála um gagn- semi þess, sem menningartækis. Sumir kalla það eiturlyf og heimsk- andi, einkum fyrir börn og unglinga, aðrir eiga ekki nógu mögnuð orð til þess að lýsa gagnsemi þess. Það hefur jafnvel orðið hjónaskilnaðar- sök vestra. Kona fékk skilnað á þeim forsendum, að maðurinn afrækti hana eftir að sjónvarpstæk- ið kom á heimilið. Og sagan segir að hún hafi fengið tækið líka, í kaupbæti! Maðurinn sem sjónvarpið er fyrst og fremst að þakka eða kenna heitir David Sarnoff. Það var hann, sem hefur verið brautryðjandi þess í síðustu 35 ára, og það er starfi hans að þakka eða kenna, að 80 milljón sjónvarpstæki eru nú til í Banda- ríkjunum. Sarnoff fæddist í Minsk í Rúss- landi 27. febrúar 1891. Foreldrar hans, Abraham og Lena Sarnoff áttu í mestu basli og það varð úr að þau afréðu að freista gæfunnar í Ameríku. Þau fluttust þangað aldamótaárið, þegar David var 9 ára, og árið eftir var David orðinn dugandi blaðasölustrákur og dró talsverða björg í búið. Hann var elstur fimm systkina, og þegar hann var 15 ára dó faðir hans og féll það þá í hlut Davids að sjá heimilinu farborða. Hann var sendill á síma- stöð og fékk 5 dollára kaup á viku. Hann vanrækti ekki starf sitt, en hvenær sem tækifæri gafst hékk hann yfir loftskeytatækjunum til að sjá hvernig þau störfuðu. Morse- stafrófið lærði hann fljótlega og varð sér svo út um starf hjá amer- íska Marconifélaginu sem vika- drengur. Tveim árum síðar var hann orðinn loftskeytamaður á Nantucketeyju við Massachusetts- strönd. Jafnframt bjó hann sig und- ir framtíðina, las allar tæknibæk- ur, sem hann komst yfir og gekk á námsskeið á kvöldin. Hann gerðist loftskeytamaður á „Beothic" er það fór í leiðangur norður í höf. Á leiðinni norður hafði hánn sam- band við Marcband við Marconi- stöðina á Belle-eyju við Labrador og fékk að vita að einn starfsmaður stöðvarinnar væri alvarlega veikur. Hann fékk nákvæma lýsingu á sjúkdómi mannsins með loftskeyti, David Sarnoff byrjaði sem loftskeytamaður á Nantucket Island 1908. Það er auðséð á piltinum að hann tekur starfið alvarlega. og fékk svo ráð um hvað gera skyldi hjá skipslækninum á „Beo- ahic“ og sendi það með loftskeyti. Þetta varð upphaf þess, sem síðar hefur bjargað þúsundum mannslífa um borð í skipum og á afskekktum stöðum. Árið 1912 starfaði Sarnoff á loft- og átti mikinn þátt í undirbúningi talmyndanna. Hann hafði dreymt um útvarpið löngu á undan öðrum. Árið 1915 hafði hann stungið upp á að nota loftskeyti til þess að senda tónlist inn á heimilin og sömuleiðis fræðandi erindi og fréttir. Það þótti fáránleg hugmynd í þá daga. En Sarnoff við sjónvarpstækið sitt. Hann segir að bráðum geti menn fengið sjónvarpstæki er þeir geti stungið í vasann eins og ljósmyndavél skeytastöð Johns Wanamakers í New York og aðfaranótt 14. apríl náði hann þessum merkjum: „CQD SOS frá MGY, Höfum rekist á ís- jaka, erum að sökkva.“ MGY voru einkenisstafír s.s. Titanic, sem var í fyrstu ferð sinni frá Southhampton til New York með 2.223 mannsekjur um borð, þar á meðal marga fræga menn. Merkin sem Sarnoff náði var fyrsta tilkynningin, sem barst um slysið, og Taft þáverandi forseti U.S.A., skipaði þegar að lokað skyldi öðrum loftskeytastöðvum svo að Sarnoff fengi að hlusta í friði. Hann vakti í 72 tíma samfleytt og leiðbeindi skipum að „Titanic". — Hann náði í tilkynningar frá „Oiympic“ og „Carpathia“ og fleiri skipum, sem fóru á vettvang, og náði fyrstu fréttunum um allt sem gerðist. Sarnoff hætti ekki fyrr en hann hafði náð nöfnunum á þeim, sem björguðust. Þessi atburður gerði öllum ljóst hve afar mikils virði loftskeytin voru. Og Sarnoff varð heimsfrægur fyrir vikið. Næstu árin óx vegur hans fljótt, og hann var orðinn forseti Radio Corporation of America árið 1930, þá aðeins 39 ára. Hann var upp- hafsmaðurinn að því að gera sam- band milli útvarps og grammófóns Sarnoff gugnaði ekki þó hlegið væri að honum. Hann hélt áfram að tala um „radiomusicbox" sitt og fullyrti að það yrði bráðlega jafn sjálfsagt húsgagn og píanó eða grammófónn. Loks féllst félag hans á hugmyndina og þrjú fyrstu árin seldi það útvarpstæki fyrir nær 600 milljón dollara. Vitanlega var það Sarnoff sem átti hugmyndina að fyrstu útvarps- stöðvunum. Hann stofnaði fyrsta útvarpsfélag sitt árið 1926 og það byggði 24 stöðvar. En í dag hefur þetta félag 170 stöðvar og í allri Ameríku eru þær um 3000. Hann átti líka mikinn þátt í undirbún- ingi útvarpsdagskráa og sendi óper- ur frá Metropolitan í New York á þeim tíma, sem allir aðrir töldu það ógerning. Árið 1937 réð hann Arturo Toscanini til að senda tíu hljómleika í útvarpi. Sarnoff hefur mjög gaman af tónlist. Hann var fljótur að sjá mögu- leika sjónvarpsins ekki síður en hljómvarpsins og hugsaði það mál mikið áður en hann lagði fyrstu uppástungurnar fyrir félag sitt. En nú hló enginn að honum. Þvert á móti. David Sarnoff fékk orðalaust peningana sem hann fór fiam á til rannsókna, og setti fyrstu sjónvarps stöðu sína upp árið 1930. Menn frá honum tóku fyrstu baseball- og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.