Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 10.07.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ^ Tlr ^ramkaUua^a *f* ?|* *t* ^ « GUÆFIN FIFANDI? % 4* i|4 ifi i|i af lófa oq llinclri dót 4* á|* 4* if* Framh. — Góða mín. Hann dró hana með sér inn í stofuna og sagði uppvægur: — Nú hleypur á snærið. Ég hitti Baintons frá Saint Tropez. Þau eru forrík og langar mikið til að kynnast þér. Taugarnar í henni voru að bresta og hún hugs- aði óvenjulega skarplega. Hún varð að komast heim til Addy — strax. Og án þess að vekja grun. Það var það eina sem hún gat gert. En það varð að gerast strax — undir eins. Þau mjökuðu sér áfram milli gestanna. Hún studdist þungt við handlegg hans. Svo stundi hún og hneig niður á gólfið. Hún hafði verið komin svo nærri yfirliði að þetta leit eðlilega út. Hún heyrði hvernig glað- væra samtalið breyttist allt í einu í pískur og fann handlegg — Bruces — smeygt undir herð- arnar á sér. — Vatn — náið þið í vatn! Innan skamms, þegar glasið var borið að vör- um hennar, deplaði hún augunum og varð litið á áhyggjufullt andlit mannsins síns. — Hvar er ég ... . Æ, fyrirgefðu .... — Það hlýtur að vera sólin — ég sólbakaði mig svo mikið í gær. Það er líklega bezt að þú akir mér heim til Sylvíu. — Sjálfsagt, elskan mín. Auðvitað skal ég gera það. Hann lyfti henni upp og bar hana framhjá gestunum út í bílinn. Á leiðinni heim til Em- metts hallaðist hún máttlaus upp að honum — síhugsandi: — Hvað á ég að gera. .. æ, hvað á ég að gera? Það var martröð að vita svona lítið og hafa grun um svo mikið. Þetta var eitthvað í sam- bandi við peninga, vitanlega. Hann hafði gert eitthvað til þess að ná sér í peninga. Safírahring- urinn? Smaragðarnir? En hvers vegna vildi hann ekki láta neinn hafa samband við Addy frænku? Hvers vegna hafði hann svona nánar gætur á, að enginn sím- aði til hennar? Þegar þau komu að húsi Emmetts lyfti hann henni varlega úr bílnum og bar hana upp á loft. Allt sem hann hafði gert og sagt var mjög áríðandi, núna. Hún varð að þaulhugsa það allt .... Hann lagði hana á rúmið. Um leið og hann lagði hana niður tók hún e^ftir að skjalataskan hans lá undir stólnum við gluggann. Kvöldið áð- ur hafði hún rétt út höndina til að ná sér í vindling úr henni, þegar Bruce kom úr bað- klefanum. Og hann hafði nærri því hrópað: — Hvað vantar þig? Hafði rödd hans ekki ver- ið eitthvað undarleg þá? Skjalataskan .... kannske var eitthvað í henni — Elsku Lorna mín! Bruce settist á rúm- stokkinn. — Líður þér betur núna? Skjalataskan. Slagæðin hamaðist. Væri eitt- hvað í skjalatöskunni mundi hún eflaust vera læst. En lykillinn að saumaskríninu hennar gekk að möppunni, það vissi hún, því að einu sinn er hún fann ekki lykilinn að skríninu opn- aði hún það með möppulyklinum. — Æ, Bruce, gerðu svo vel að fara niður og ná í glas af koníaki handa mér. — Sjálfsagt, góða. í sama vetfangi og hann var farinn spratt hún upp og læddist á tánum að skríninu, tók lyk- ilinn og opnaði möppuna. Hún hrökk upp um leið og hún sneri lyklinum. Hún gramsaði í henni — vindlingapakki, nokkur bréf, sem líklega höfðu komið með morgunpóstinum á föstudag, og sem hún hafði beðið Bruce um að taka með sér. Neðst í möppunni var eitthvað gljáandi. Hún athugaði það betur -— skammbyssa. Og þarna glitraði á eitthvað. Hún tók í það. Það var safírhringur Addy frænku. Þegar hún stóð og starði á hann fóru tenn- urnar að glamra í munninum á henni, hún gat ómögulega haldið munninum í stellingum. Hún leit aftur ofan í möppuna. Þegar hún tók hring- inn upp munaði minnstu að gult umslag slædd- ist með — bankaumslag. Það var opið. Hún tók það og leit á það — utanáskriftin til Addy frænku? Lorna dró þrjár ávísanir úr umslag- inu. 750 dollarar til útborgunar, undirskrifað af Adelaide Snow. 500 dollarar til útborgunar. — 1500 dollarar til útborgunar. Yfir þvera síðustu ávísunina stóð skrifað orð- ið FÖLSUÐ. Það var rithönd Addy frænku á stöfunum. Ekki um að villast. Nú varð þetta allt ljóst fyrir henni. Hann hafði náð sér í peninga til að borga veðféð, með því að falsa ávísanir í nafni Addy frænku. Og svo hafði hún komist að því. Það var ástæðan til þess að hún hafði hringt og beðið Lornu um að koma heim. Addy frænka hafði staðið hann að ódæðinu «g hótað honum að tilkynna lög- reglunni glæpinn. En . . . . það var Bruce, sem hafði ávísanirnar. Hann hlaut að hafa tekið þær af Addy með valdi. En ... hafði hann þá drepið hana? Nei, varla. Hann var slægari en svo. Hann var kænni en svo að hann myrti hana og skildi svo líkið eftir. Nú mundi hún allt í einu eftir dálitlu sem Bruce hafði sagt: „Addy frænka fór inn 1 ör- yggisklefann.“ Og í fyrri viku bilaði læsingin. Hurðin lokaðist sjálfkrafa. Ef hann hefði nú læst hana þar inni? Þess vegna hafði hann gef- ið Arlene frí, þess vegna varnaði hann Lornu að síma . .. nei, þetta var óhugsandi. Hann gat aldrei .... Nú heyrði hún fótatak í stiganum í stiganum. Hún læsti möppunni og fleygði henni undir stólinn aftur. Hringinn lét hún detta of- an í vasann. Stakk tékkunum í umslagið og lagði það undir koddann sinn. í sömu svifum sem hún hafði hallað sér útaf stóð Bruce í dyrunum með tvö koníaksglös. — Hérna kemur koníakið, væna mín. Ætli ég fái mér ekki glas til samlætis. Hún tók glasið með skjálfandi hendi og svolgraði það sem í því var. Allt hringsnerist fyrir henni. Ó, að Sylvia væri nærstödd. Hún gæti símað til lögreglunnar. Nei, hún þorði það ekki fyrr en hún vissi meira — fyrr en hún væri alveg örugg. En hún varð að komast heim til Addy frænku. Það var aðalatriðið núna. — Æ, Bruce, ég er svo skelfing lasin. — Auminginn, reyndu að harka það af þér. Það líður hjá. — Nei, Bruce, ég er hrædd um ekki. Mér finnst við ættum að reyna að komast heim. — Heim? Nú hvarf brosið af andliti Bruce. — Það getum við ómögulega, væna mín. — Hvers vegna getum við það ekki? — Vegna þess að Baintonshjónin leggja í dag klukkan 5 upp í viku siglingu og hafa boðið okktír með sér. Þetta er kjörið tækifæri. skil- urðu. Þau vaða í peningum og verða eflaust stórhrifin af þér. Og þegar við erum orðin mát- ar um borð verður enginn vandi að plokka fimm þúsund dollara af þeim. Lornu fannst sem hún væri smám saman að lokast inni í gildru. Þegar hún horfði í augu mannsins síns, augu sem gáfu enga vísbend- ingu um hvað honum var í hug, varð hún að kreppa hnefana til að æpa ekki hátt: Hvernig geturðu fengið af þér að ljúga svona? Þú hefur peningana, sem þú hefur stolið frá Addy frænku. Og hvað hefurðu gert við Addy? Það væri bipálæði að láta hann skilja á sér að hún vissi eitthvað. Hefði hann gert Addy frænku mein, hvað mundi hann þá gera við hana? Henni datt í hug skammbyssan í tösk- unni. — Já, en mér er það ómögulegt, tókst henni loks að stynja upp. — Ég get það ekki, eins og ég er núna .... — Hvaða bull, elskan mín. Þú bæði getur það og villt það, ef þú hugsar þig svolítið um. Það væri hættulegt að hafa okurkarla í kjöl- farinu núna. Þetta er okkar eina og ágæta tækifæri. Þú fyrirgafst mér í gærkvöldi, eða svo sagðirðu að minnsta kosti. Og nú verður þú að hjálpa mér með þetta. Hann strauk höndunum um ennið á henni. — 'Heyrðu, elsku vina min, sagði hann sann- færandi. — Nú sofnarðu í svo sem tvo tíma og þá verður þú eins og önnur manneskja á eftir, svo að við getum farið. Sylvia og Larry verða líklega ekki komin heim þá, en við skrifum þeim nokkrar línur. Við höfum nógan fatnað, enda leggja Baintonshjónin ekki mikla áherzlu á slíkt. Lorna lá fyrir og hlustaði á sín eigin hjarta- slög. Skyldi hann finna að hún grunaði hann? Var það þess vegna, sem hann hafði gert ráð- stafanir til þessarar sjóferðar — til þess að hafa hana svo að segja í fangelsi, eða stíja henni frá Addy frænku? Addy frænku! Ef hún væri læst inni í öryggisklefanum með stálhurðinni .... nei. Það var líkast og hún gæti ekki hugs- að. Bruce kyssti hana á kinnina. — Það er ekki vert að fólk geti rápað út og inn hérna. Hann stóð upp úr rúminu og læsti hurðinni og kom svo aftur og lagðist hjá henni. Svona, elskan mín — nú skaltu sofa. Fingur hans snertu aftur ennið á henni. Hún hafði and- styggð á þeim, þeir voru eins og kálormar. — Hvíldu þig nú. Ég verð hjá þér, þú skalt sofna og þá hressistu aftur .... Ljósaperan í öryggisklefanum var brunnin út. Frú Snow gerði sér ekki ljóst nema endrum og eins, að það var dimmt kringum hana. Stundum Felumynd Hvar er fylgdarmaður gamla mannsins?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.