Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 04.09.1959, Blaðsíða 3
FALKINN fólks á jarðkringlunni væri ímynd- un tóm, og nú, fjörutíu árum síSar, er það e. t. v. einn af augljósustu sigrum mannskepnunnar á fákunn- áttu sinni og þröngsýni, að hún er nú að komast til viðurkenningar á þeirri staðreynd, að hinn mikli flug- hraði gerir henni ókleift að grípa til mannvíga, þar sem hófsamlegar rökræður þjóta um ágreiningsefnin. í þúsund ár trúðum við íslending- ar því, að við værum einangraðir, „langt frá öðrum þjóðum", og þó að samgöngur á sjó færðu okkur stundum í snertingu við umheim- inn, þá var ísland, vegna legu sinn- ar, þannig í sveit sett, að fáir hefðu grátið fall þess í „myrkan mar". Með tilkomu flugsins gerbreyttist staða íslands. Þetta land komst nú allt í einu í þjóðbraut, varð tilval- inn áfangastaður á leiðinni milli gamla og nýja heimsins, megin- landa Ameríku og Evrópu, þurfti að gerast áttvíst á „tvennar álfu- strendur" til þess að geta setið með sæmd „við hafsins höfuðmið". Það varð vitanlega einnig ljóst öllum þeim hér heima, sem fylgd- ust með því, sem gerðist í umheim- inum, að þetta nýja samgöngutæki átti mjög brýnt erindi við íslend- inga, en vegna alls þessa var það, að boðað var til fundar í Iðnaðar- mannahúsinu hér í Reykjavík 28. marz 1919, þar sem nokkrir menn komu saman til þess að stofna fyrsta íslenzka flugfélagið. Um 60 manns höfðu ákveðið að gera þessa tilraun og hver þeirra lagði fram a. m. k. 500 krónur, sem svarar, miðað við kaupgildi krónunnar, til 13.650 króna nú. Formaður fyrstu stjórn- arinnar var Garðar Gíslason, stór- kaupmaður, en aðrir stjórnarmeð- limir Pétur Halldórsson, Pétur Á. Ólafsson, Halldór Jónasson og Axel V. Tulinius, allt þjóð- og góðkunnir menn. Allir eru þeir nú látnir, nema Halldór Jónasson, sem var fyrsti ritari félagsins, framkvæmda- stjóri þess og ein helzta driffjöðrin í starfseminni meðan félagið var og hét! Að ráði Rolf Ziemsens, dansks liðsforingja, sem dvalizt hafði í Reykjavík og haldið þar tvo fyrir- lestra um flugmál, var keypt flug- vél af Avro-gerð og hingað ráðinn danskur maður, Faber að nafni, sem verið hafði í brezka flughernum, og skyldi hann vera fyrsti flugmað- urinn. Flugvélin kom svo hingað með Willemoes gamla 26. júlí 1919, en Önnur af hinum glæsilegu Viscount-flugvélum Flugfé- lags íslands. tilbúin verður hún ekki í reynslu- flugið fyrr en 3. september. Þá eru þeir flugfélagsmenn búnir að reisa sér skála við grasvöll úti í Vatns- mýri og hafa keypt land undir hann af Eggert Briem fyrir 15 aura hvern fermeter. Þriðja september er mikið um dýrðir. Þá er flugvéíin tilbúin, hóp- ur manna kominn út í Vatnsmýr- ina, undir forystu Garðars Gísla- sonar, formanns flugfélagsins. Hann heldur ræðu og kl. 5 ræsir Faber hreyfil flugvélar sinnar og hún brunar út í loftið. Af öllum þeim undarlegu viðbrögðum, sem urðu vegna þessa er e. t. v. ógleyman- legast það, sem Guðbrandur Magn- ússon fullyrti, að hann hefði orðið til vitnisburðar um, ^n það var, að kýrnar á túni því, sem næst var Briemsfjósi, duttu á rassinn, hestar urðu furðu lostnir, hundur trylltist, krakkar hrinu, og „það hefur ein- kennileg áhrif á jarðbundnar ver- ur" að sjá flugvél lyfta sér til flugs, segir eitt dagblaðanna í frásögn sinni af þessum atburði. Tveim dögum síðar, fimmta september, flýgur fyrsti íslenzki flugfarþeginn, Ólafur Davíðsson, útgerðarmaður frá Hafnarfirði, sem átt hafði sæti í undirbúningsnefnd þeirri, .er stofnaði flugfélagið, og tveim dögum síðar fyrsta konan, sem varð til þess að fljúga af ís- lenzkum flugvelli, Ásta Magnús- dóttir, síðar ríkisféhirðir. Fyrsti starfsferill flugfélagsins varð ekki langur. Hann hófst 3. sept. og honum lauk 24. sama mán- aðar. Tekjurnar vegna flugsins og flugsýninganna höfðu orðið tæpar 5 þúsund krónur og hallir af rekstr- inum mikill, en samt sem áður var ákveðið að halda starfseminni á- fram næsta sumar og var það eink- um að þakka Garðari Gíslasyni, for- manninum, sem vildi ekki leggja árar í bát, þótt á móti blési. Avro-flugvélin er aftur tekin út úr skýli þeirra flugfélagsmanna í júnímánuði næsta ár. Þá er kominn til sögu nýr flugmaður, Vestur-ís- lendingurinn Frank Fredrickson, sem búinn var þá að vinna sér heimsfrægð með því að vera fyrir- liði vestur-íslenzka hópsins „Fálk- anna", sem unnu ísknattleikja- keppnina á Olympíuleikjunum í Amsterdam. Haustið 1920 var það orðið aug- ljóst, að hluthafarnir í flugfélaginu voru búnir að tapa framlagi sínu. Skilningur almennings á þessu framtaki var mjög takmarkaður og forystumenn þjóðarinnar, alþingis- mennirnir, bergmáluðu afstöðu kjósenda sinna. Flugvélin var seld úr landi, flugskýlið varð vöru- geymsla, forystumenn flugfélagsins angurgapar. Svo líður tíminn þangað til í maí- mánuði 1928. Þá er það, að einn af ágætustu sonum íslands, Alexander Jóhannesson, tekur upp hið fallna merki flugfélagsins og stofnar nýtt Flugfélag íslands. Hann fær sér Þjóðverja til liðveizlu og síðar fyrsta íslendinginn, sem lýkur flug- prófi, Sigurð Jónsson, og í þrjú ái' starfar þetta flugfélag. Það ryður brautina á flestum þeim leiðum, sem síðan hafa verið farnar, fer í sjúkraflug, síldarleit, að ógleymd- um farþegapóst og vöruflutningum. Heimskreppa og íhaldssemi olli því, að þetta flugfélag lagði upp laup- ana. „Ekkert nema heil heims- kreppa hefði getað drepið flugfélag í höndum Alexanders Jóhannesson- ar" sagði Agnar Kofoed-Hansen, og það er vissulega rétt. Næstu þáttaskil verða árið 1936. Þá kemur heim til íslands ungur maður, Agnar Kofoed-Hansen, sem þá hefur lokið flugliðsforingjaprófi í Danmörku. Hann veit hvað klukk- an slær og skilur hvað er í húfi. Vegna forgöngu hans stofna menn Flugmálafélag íslands, Svifflugfé- lagið og hann byrjar hér flug- kennslu. Agnar reynir að koma mönnum í Reykjavík í skilning um nauðsyn þess að stofna nýtt flug- félag, en hann fer alls staðar bón- leiður til búða höfuðstaðarbúa. Ein- hver segir honum, að norður á Ak- ureyri sé undrakarl, sem heiti Vil- hjálmur Þór. Agnar fer norður þangað, gengur fyrir Vilhjálm og tveim dögum síðar er flugfélagið stofnað, Flugfélag Akureyrar. Það breytir um heimilisfang og eykur hlutafé sitt árið 1940 og síðan heit- ir það Flugfélag íslands og er saga þess eftir það góðkunnug öllum landslýð. Veturinn 1943 koma þrír ungir Framh. á 14. síðu. V1YND TIL VINSTRI: Hvern hefði órað fyrir því fyrir 40 ár- um, að íslenzkt flugfélag ætti eftir að setja upp skrifstofu erlendis og það í f jölda lancla. en svo umfangsmikil er starfsemi félagsins nú. Myndin er frá skrifstofu Loftleiða í New York. M YN D Tl L HÆG R I : Handtökin eru mörg og óskild varðandi farþegaflug. Hér er verið að setja benzín á eina af vélum Loftleiða.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.