Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 04.09.1959, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN FILIPPSEYJAR btó, maaát f Hversvegna heita þær Filippseyj- ar? Ástæðan er sú, að einu sinni réðu Spánverjar þessum eyjum og skírðu þær eftir konungi sínum, Filippusi II. En það var sá frægi farmaður Maghellan, sem fann eyj- arnar fyrstur hvítra manna árið 1521 og skírði þær þá Lazaruseyj- ar. Þegar Spánverjar hófu landnám þar, kringum 1565 breyttu þeir nafn inu og hafa þær heitið Filippseyjar síðan. Spánverjar urðu þegar á 17. öld fyrir ásælni annarra austur þar. Bæði Hollendingar og Englendingar ágirntust eyjarnar og hinir síðar- nefndu tóku höfuðborg þeirra, Man- ila, í 7 ára stríðinu, en urðu þó að skila Spánverjum ránsfengnum aft- ur með friðarsamningunum í París 1763. Fóru Spánverjar nú að efla landríámið betur en áður og eyja- búar urðu flestir kaþólskir. En all- sterk þjóðernishreyfing vaknaði meðal þeirra á 19. öld og 1896 hófst uppreisn gegn Spánverjum undir forustu þjóðhetjunnar Aguinaldo. Skömmu síðar hófst stríð Banda- ríkjanna við Spán og Bandaríkin tóku Manila, en Aguinaldo kom heim aftur úr útlegðinni og reyndi að stofna lýðveldi á eyjunum. Úr því varð þó ekki um sinn; Filipps- eyjar urðu nýlenda. Bandaríkjanna Qg W. H. Taft, síðar forseti, varð fyrsti landshöfðingi eyjanna, árið 1901 og kom ýmsum umbótum fram. Árið 1907 fengu eyjarnar heima- stjórn og 1916 var sjálfstæði þeirra stórum aukið. Filippseyjar fengu þing og almennan kosningarrétt og embættismenn og fylkismenn eyj- anna urðu nær allir innlendir. Loks fengu Filippseyjar fullt sjálfstæði 4. júlí 1946 (á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna og er sambúðin hin bezta milli þessara tveggja þjóða. Filippseyjar eru frjósamt land, Þar var allt í rústum eftir stríðið, en 4. júlí 1946 fengu eyjarnar sjálfstæði og hafa tekiö meiri framförum en nokkurt Asíuland síðan. &ís«ííSk§&sí5§í?w Pósthúsið í Manila er eitt fegursta húsið, sem reist hefur verið á Filippseyjum eftir stríðið. nær þrefalt stærra en fsland, eða um 295.000 ferk. Luzon er 'stærsta eyjan, 106 þús. ferk. en Mindanao er litlu minni, 94.000. Nær helming- ur íbúanna er á Luzon, en þar er Landbúnaðarháskólinn í Los Banos, skammt frá Manila hefur það m.a. til síns ágætis, að Jiar er eitt fullkomnasta búvísindabókasafn, » sem til er í heiminum. — Myndin er úr þessu bókasafni. Kvenfólkið á Filippseyjum tekur mikinn ]tátt í opinberum störfum ekki síst í heilbrigðismálum og fræðslumálum. Oft heldur það um- ræðufundi til þess að auka áhuga almennings fyrir hreinlæti, eða þá að haldnir eru fyrirlestrar um menningarmál. framtíð fyrir höndum, undireins og þjóðin mannast svo, að hún kunni að hagnýta sér auðlindir þess. En á stríðsárunum hafði búfén- aði — nautpeningi, hrossum og svínum og alifuglum fækkað um 70%, og fiskveiðar lagst niður að heita mátti. Gróður jarðar, sem fyr- ir stríðið var undirstaða velmeg- unarinnar, hafði minnkað um helm- ing; sérstaklega hafði rísgrjóna- og sykurræktin orðið hart úti. En und- ir eins og stríðinu lauk var hafist handa um endurreisn atvinnuveg- anna. Þegar Manuel Roxas, fyrsti forseti Filippseja sór embættiseið sinn, brýndi hann þjóðina og skor- aði á hana að starfa að endurreisn sinni af heilum hug. En á stríðs- árunum hafði kommúnisminn grip- ið mikið um sig á Filippseyjum, og nú stefndu þeir að því að hrifsa undir sig völdin, Þeir lofuðu bænd- um öllu fögru og reyndu eftir megni að spilla öllum umbótaráðstöfunum stjórnarinnar. Roxas forseti reyndi í lengstu lög að grípa ekki til vopna gegn þeim, en hét þeim uppgjöf saka gegn því að þeir framseldu vopn sín. Það hreif ekki, og skæru- liðar kommúnista héldu áfram ó- spektum sínum og stofnuðu meira að segja uppreisnarstjórn til þess að hrifsa völdin af hinni löglegu stjórn. Roxas forseti dó 19-48 og tók þá við Elpidio Quirino. Gerðust kommúnistar, eða Hukbalahaps, sem þeir nefndust, enn ágengari og gerðu árásir á þorp og bæi skammt frá Manila og fóru með báii og brandi, myrtu borgaralegt fólk, þar á meðal ékkju Manuels Quesons, sem verið hafði æðsti maður Fil- ippseyja fyrir stríð. Árið 1950 sögð- ust Hukabalahaps hafa 10.000 manna her undir vopnum. í mars það ár skipaði Quirino for- seti Ramon Magsaysay hermálaráð- herra. Hann hafði áður stjórnað skæruliðasveitum í vörninni gegn japönum. Kom hann skipulagi á her stjórnarinnar og hóf sókn gegn kommúnistahernum. — Jafnframt bauð hann hermönnum kommúnista land og lífsframfæri, ef þeir vildu gerast friðsamir borgarar. Þetta hreif og í árslok 1951 hafði Magsaysay yfirbugað Hukbalahap- hreyfinguna. Hafði hann mikinn höfuðborgin, Manila. Mindanao er fámenn, enda fjöllóttust af eyjun- um og þar er hæsti tindurinn, sem heitir Apo og er 3200 metrar. Gróð- urríki eyjanna er afar fjölskrúð- ugt, enda er meðal árshitinn í Man- ila 27 stig. Flestir lifa á búskap og rækta risgrjón, banana, ananas, kó- koshnetur, maís, tóbak, kaffi og sykurreyr og hamp. Hampurinn er aðalútflutningsvara Filippseyja, ým ist unninn eða óunninn, enda geng- ur kaðall úr Filippseyjahampi und- ir nafninu „manila" um allan heim. Ibúarnir eru nú kringum 22 milljón ir og hefur íbúatalan tvöfaldast á síðustu þrjátíu árum. Filippseyjar voru hart leiknar í síðustu heimsstyrjöld. Japanir tóku þær í stríðsbyrjun og öllu hnignaði unz þeir urðu að hörfa þaðan, sum- arið 1945. Áveituskurðunum hafði ekki verið haldið við, svo að bú- skapnum hafði hnignað, járnbraut- irnar voru ekki nothæfar, skipa- flotinn á bak og burt og námu- gröftur hafði lagst niður, en á Fil- ippseyjum er bæði gull, kopar, silf- ur og járn í jörðu, og einnig olíu- lindir og saltnámur. Þannig eru Filippseyjar ríkt land, sem á mikla

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.