Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 04.09.1959, Blaðsíða 12
12 FALKINN „Auðvitað gerum við eitthvað fyrir hana. Veit- um henni einhverja stoð. En mundu það, Gord- on ,að ég tek ekki á mig neina ábyrgð á þessu. Og maðurinn minn ekki heldur." „Og hvað segir Glen sjálfur?" spurði Gordon Westwood brosandi. „Hann er í öngum sínum. „Ég geri það sem þú álítur bezt, mamma," sagði hann áður en hann fór til Philadelphia. „Jæja, sagði hann það," sagði Gordon og var nú allt í einu orðinn fokreiður. „Ég geri það sem þú álítur bezt, mamma." Og þér er trúandi til að láta bæði ungu stúlkuna, sem hann hefur svikið, og barnið sem hann hefur eignast, svelta í hel í göturennunni. Og hvers vegna? Vegna þess að þú þjáist af broddborgarahræsni. Nær Glen aldrei þroska? Ætlar hann sér að verða kjöltu- rakki þinn alla sína ævi? Ef hann gerir það, verður hann aldrei maður til að geta staðið undir ábyrgð gerða sinna. Þú hefur gerspillt lífi föður hans og þér hefur tekist að gera Glen að tusku. Og þennan mann hef ég arfleitt, því að ekki varð annað séð en að ég mundi deyja barn- laus. En nú skal ég gleðja þig með því, Caroline mín, að úr því að svona er komið, skal Glen ekki fá eitt cent eftir mig. Ekki eitt einasta cent." „En — Gordon," byrjaði frú Westwood og stóð upp og fór til hans. Anna var í vafa um, hvort það væri óvilöandi eða viljandi sem Gordon mis- skildi hana. „Æ, er komið ferðasnið á þig," sagði hann. „Já, ég skil að þú þarft að flýta þér á stöðina til að hitta vinkonur þínar, sem eru sama sinnis og þú, og fara eitthvað þangað, sem fólk getur séð ykkur, og kannske verðið þið svo heppnar að tekin verði mynd af ykkur og birt í einhverju snobbablaðinu. Nei, láttu mig ekki tefja þig, fyrir alla lifandi muni," sagði hann þegar frú Westwood opnaði munninn til að mótmæla. Hann ýtti henni hálfvegis fram að dyrunum og opnaði fyrir henni, og undir eins og hann hafði mjak- að henni út fyrir þröskuldinn skellti hann hurð- inni fyrir nefinu á henni og lét hana sigla sinn sjó. Anna sperrti upp augun af skelfingu. Hún var náföl og hafði hypjað sig að arninum og hélt ý arinhilluna til að styðja sig. Westwood kom til hennar. Hreyfingar hans voru snarar og það var auðséð að hann var reiður. Anna greip önd- ina á lofti er hún sá hve byrstur hann var. Hann tognaði í andlitinu. „Viltu giftast mér?" spurði hann. Það var eins og Anna væri negld við gólfið. Hún starði á Gordon Westwood og hræðslan skein úr augunum. Hvað var hann að segja? Orðin virtust standa kyrr fyrir hugskotssjónum hennar, skrifuð með eldletri — en hún gat ekki ráðið þau. „Hvað — hvað — afsakið þér, ég skil ekki..." stamaði hún .. Hann hló. En það var engin gleði í þeim hlátri. „Nei, það skil ég," sagði hann ofurlítið rórri. „Seztu, og þá skal ég segja þér alla söguna. Þú ert hugrökk, Anna, og ég get ekki annað en dáðst að hugmynd þinni, að ætla að vinna fyrir þér og barninu. En mér fellur ekki að þú eigir að berjast við örðugleika — og þrátt fyrir allt er barnið af Westwoods-ættinni." Hann tók mál- hvíld, og er hann hélt áfram talinu einblíndi hann beint framundan sér, og Anna var í vafa um hvort hann gerði sér grein fyrir að hún væri viðstödd. Orðin virtust koma úr djúpi sálar hans. „Ég hef verið giftur, en bæði konan mín og sonur okkar eru dáin. Svo var ég í þann veg- inn að giftast aftur. Eg hafði kynnst dásamleg- ustu konu í heimi — hélt ég! En — nú jæja. í stuttu máli: ég brenndi mig illilega. Og svo af- réð ég að verða ógiftur það sem eftir væri æv- innar. Og ég gerði Glen að erfingja mínum. En nú fellur mér ekki bragðið að honum. Ég hef alltaf haft andstyggð á Caroline, og mér skal verða ánægja að því að láta hana missa af pen- ingunum mínum. Þess vegna langar mig til að giftast þér, Anna. Bíddu hæg — hann veifaði hendinni óþolinn — þú skalt ekki óttast að ég geri kröfur til þín. Hjónabandið okkar verður málamyndahjónaband, og það fer líka bezt á því, úr því að þú ert ástfangin af Glen. En eng- inn má vita að það sé málamyndahjónaband. Barnið fæðist í okkar hjónabndi og verður þess vegna mitt barn. Það fær það nafn sem það hef- ur kröfu til, og ég eignast erfing'ja, sem mig langar til að erfi reiturnar mínar. Skilurðu mig? Ég sagði áðan, að maður gæti líka elskað kjör- böfn sín, og það var þetta, sem ég hafði í huga þá. Og barnið þitt verður ekki einu sinni kjör- barn. Ég mun ávallt telja það mitt eigið barn. Það á að verða uppbót fyrir það, sem ég missti. Og þegar það er fætt færð þú frelsi þitt aftur þegar þú villt, en ég mun aldrei neita þér um að fá að sjá barnið þegar þú villt. Þannig fær þú góða kosti, og barnið líka. Glen fékk tæki- færi til að haga sér eins og heiðarlegur maður, en þáði það ekki. Ég tel mig hafa hreina sam- vizku. Jæja, Anna, hvað segir þú um þetta. Gengur þú að þessum kostum?" Anna þagði um stund. Hún varð hátíðleg yfir þessu göfuga boði. „Ég get ekki látið yður gera þetta," hvíslaði hún. „Það er ekki yður að kenna, að þetta fór svona. Þér berið enga ábyrgð á því. Ef til vill komast vinir yðar að öllu því sanna um mig. Og þá fellur þeim ekki við mig og ég er ekki svo lagin að ég geti snúið mig útur, þeg- ar forvitið fólk fer að spyrja. Ég get ekki ... ." „Allt þetta hirði ég ekkert um," tók Westwood fram í. „Ég veit varla hvort ég á nokkra vini framar eða hvort ég get treyst nokkrum þeirra. Og þú þarft ekki að telja þig standa í þakklætis- skuld við mig. Ég er ekki viss um að ævi þín verði neitt þægileg. Þetta heimili geymir of margar endurminningar. Raunalegar endurminn- ingar um konuna mína, sem lá í lömun árum sam- an. Minningin um litla drenginn minn sem dó. Og svo um allt það, sem síðar gerðist. Sjálfur er ég nærri því tvöfalt eldri en þú, og hér á heimilinu er enginn áþínum aldri, sem þú getur verið með. Þú missir af mörgu því, sem jafnöldrum þínum er skemmtun að. Hins vegar losnar þú við áhyggj- ur fyrir daglegu lífi þínu og barnsins." „En móðir Glens — ætli hún segi ekki öllum frá þessu?" „Að hún auglýsi að sonur hennar hafi hagað sér eins og mannleysa," hrópaði Gordon West- wood. „Ætli hún vari ekki á því." „Jú, kannske," sagði Anna. „Það er trúlegast." „Áreiðanlega," sagði Westwood. „Ég var að biðja þín áðan. Ef ég endurtek spurninguna núna, eftir að hafa útskýrt hvernig í öllu liggur — hverju svarar þú þá? Viltu giftast mér upp á þessi býti?" „Já," svaraði Anna. „Ég skal gera það sem í mínu valdi stendur til að gera yður til hæfis." „Maður á að þúa manninn sinn," sagði Gordon Westwood fremur þurrlega en bros hans var vin- gjarnlegt. Hann stóð með höndina í jakkavasan- um og dró up lítið brúnt hylki. Opnaði það og tók upp grannan platínuhring með einum stórum brilliantsteini. „Það verður að sjást að við séum trúlofuð, þegar þú giftist mér." Anna stóð upp þegar hann kom til hennar. Augu þeirra mættust eina sekúndu, en einhverra hluta vegn litu þau svo hvort af öðru. Heitur roði kom í kinnar Önnu og henni sýndist Gordon vera skjálfhentur er hann dró hringinn á fingur hennar. Um leið varð henni litið á myndina af konunni, sem hann hafði misst og hún vissi að hún mndi aldrei getað fyllt sess þeirrar konu. Þetta hjónaband var ekki annað en viðskipta- samningur og þess vegna var ástæðulaust að komast í angurblítt skap útaf því. Gordon stóð kyrr fyrir framan hana en hún þorði ekki að líta upp. Hún starði á höndina á sér og langa, mjóa fingurna. Aldrei hafði henni dottið í hug að hún mundi nokkurn tíma eignast svona dýr- mætan hring. Hann hlaut að kosta of fjár. „Anna," sagði lága d/júpa röddin rétt við eyr- að á henni. „Ég hef keypt leyfisbréfið. Ég fór til San Francisco og undirbjó allt þessu viðvíkj- andi daginn eftir veizluna. Eins og þú kannske mannst var ég ekki heima þegar þú fórst." Anna kinkaði kolli. „Það tekur nokkra daga að ganga frá plöggunum, en nú er allt til og við látum gifta okkur undir eins." Anna hrökk við. „Undir eins? Núna í kvöld?" „Já, í kvöld," svaraði Gordon Westwood. Ég vil engan drátt á þessu. Við skulum gera það sem fyrst." „Hvað segja — vinir þínir við þessu?" Anna átti erfitt með að þúa hann. „Og ég ætti að láta foreldra mínna vita. Þau hafa aldrei heyrt þig nefndan á nafn." „Vinir mínir verða að venjast því að ég sé giftur," sagði Westwood með einkennilegri á- herzlu á orðinu vinir. Það var helzt að skilja, að hann teldi sig ekki eiga neinn vin. „Og ef þú vilt getum við skroppið heim til foreldra þinna á morgun og sagt þeim frá því að við séum gift." „Ég geri alveg eins og — þú villt," sagði hún lágt. „Og ég hef sagt þér að fjölskylda mín lifir við þröngan kost, en ég skammast mín ekkert fyrir hana." Hún reigði höfuðið, eins og i þráa. „En þú gerir það kannske þegar þú sérð þau." Gordon Westwood pírði augunum. Nasaflip- arnir titruðu ofurlítið og bros lék um varirnar. Hann andaði djúþt. „Hvers vegna ætti-ég að skammast mín fyrir fjölskyldu þína?" spurði hann lág't. „Ég sem á Glen og Caroline í minni ætt. Nú færðu kortér til að þvo þér og gera þig fallega undir brúð- kaupið. Og svo förum við." Anna vissi varla hvernig hún komst upp í her- bergið sitt. Hún settist fyrir framan spegilinn og horfði á sig. Hún átti að giftast Gordon West- wood — núna í kvöld. Og hún átti að eiga heima á þessu yndislega heimili hans. Henni var ó- mögulegt að skilja þetta. Ef hún hefði ekki séð stóra steininn glitra í hringnum á fingrinum sín- um hefði hún helzt viljað trúa, að þetta væri ekki annað en skynvilla eða draumur. En það var raunvera. Ósjálfrátt fór hún úr jakkanum og fór að laga á sér hárið og án þess að hugsa út í það frekar setti hún hárið í stóran hnút, eins og hún hafði gert kvöldið sem Gordon hélt samkvæmið mikla til heiðurs Aline ¦— konunni, sem hann elskaði. Hún þvoði andlit og hendur, og það var eiginlega allt og sumt sem hún gat gert til að búa sig undir brúðkaupið. Brúðkaupið sitt. Hún fékk kökk í hálsinn. Aldrei hafði hún hugs- að sér að ganga á brúðarbekkinn svona. En hún harkaði af sér og kvaldi í sér grát- inn. Hún hafði fulla ástæðu til að vera glöð en enga ástæðu til að gráta. Róleg óg hnarreist gekk hún niður stigann x>g gekk hiklaust með Gordon út í bílinn. Hvorugt þeirra sagði orð á leiðinni til San Francisco og þegar hátíðlegir embættismenn stóðu kringum hana fannst henni allt þetta vera eins og draumur eða alvarlegur sjónleikur. Eins og í leiðslu heyrði hún sjálfa sig gefa heit um að „elska, virða og hlýða". Gordon og hún skrif- uðu nafnið sitt í stóra bók og það munði minnstu að Anna skrifaði ekki nafnið Beaumont sem ætt- arnafn. En hún tók sig á á síðustu stundu og eftir að hafa litið hvarflandi á Gordon skrifaði hún í fyrsta skipti nafnið Westwood. Henni létti er

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.