Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 25.09.1959, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN í Bandaríkjunum stunda um 600.000 bændur tóbaksrækt, og landrýmið sem þeir nota er rúmir 600.000 hektarar. Og nú hefur tó- baksrækt þeirra náð þeirri full- komnun, að þeir geta ræktað allar hugsanlegar tegundir tóbaks og þurfa ekki að flytja inn tóbak í hinar margvíslegu ,,blöndur“, sem sendar eru á heimsmarkaðinn. En það er vandi að rækta tóbak. Það er orðið vísindagrein. Bænd- urnir segja að það taki „þrettán mánuði á ári“ að framleiða gott tóbak, og eiga þar við það, að mað- ur verði að vera vakinn og sofinn í að nostra við það. Til þess að framleiða ákveðna tegund þarf á- kveðinn jarðveg. En yfirleitt er tóbakið ræktað í sendnum og ófrjóum jarðvegi, en áburðarefnin borin á eftir þörfum. Þrátt fyrir vélamenninguna verð- ur tóbaksbóndinn að vinna margt að ræktuninni með höndunum, svo sem að tína úr ónýtu blöðin, sem jafnan koma á tóbaksjurtinni. Fái þau að standa óhreyfð skemma þau heilbrigðu blöðin. — Jarðvegurinn þarf mikinn undirbúning, sem hægt er að gera með vélum, áður en plantað er í hann. Tóbaksfræinu er sáð í reiti og þroskast þar ákveð- inn tíma áður en plönturnar eru gróðursettar í akurinn. Tóbaksfræ- in eru svo smá, að í einni kúfaðri matskeið komast fyrir fræ, sem nægja i tveggja og hálfs hektara akur. Sáðreiturinn á að vera á skjólgóðum stað og verður að hreinsa úr honum allt illgresisfræ áður en sáð er, annaðhvort með skordýraeitri eða með því að sjóða moldina. Eftir sáninguna er grysj- óttur léreftsdúkur breiddur yfir sáðreitinn í hæfilegri fjarlægð frá jörðu, þannig að loft geti náð til moldarinnar, en hinsvegar gæti ekki um of kalda loftsins á nótt- inni, sem annars gæti drepið plönt- urnar snemma vors. Meðan fræin eru að spíra og gróa undirbýr bóndinn akurinn. Og und- ir eins og ekki þykir hætta á næt- urfrosti lengur, fer hann að planta. Plönturnar eru settar í raðir, og 3—4 fet á milli þeirra. Þegar kemur fram á mitt sumar eru stönglarnir orðnir háir. Er þá komið að því að jurtin fari að blómgast. En þá eru allir blóma- stönglar brotnir af, svo að allt gróðurmagn jurtarinnar lendi í blöðunum. Því að það eru þau, sem eiga að verða sem stærst og falleg- ust. Vitanlega er mest undir veðrátt- unni komið hvernig uppskeran verður. Ein slæm haglskúr getur gereyðilagt uppskeru bóndans. í rigningatíð hættir biöðunum til að þenjast út, en þá verða þau of þunn. í þurrkatíð verða þau of lítil og of þykk. — En hvað sem veðráttunni líður verður bóndinn sífelt að hafa gát á illgresinu, því að ef það fær að vaxa er uppskeran dauðadæmd. Allt sumarið verður bóndinn að reita illgresi og úða tóbaksjurtina með ýmsum efnum til þess að verja hana skemdum. Á sumrin fá bændur oft heim- sóknir. Það eru sendimenn tóbaks- gerðanna, sem vilja fá að skoða akurinn. Lítist þeim vel á hann gera þeir boð í tóbakslauf bóndans, þeg- ar það kemur á uppboðið. Það eru einkum sendlar vindlingagerðanna, sem eru forvitnir um hverskonar tóbak komi frá hverjum bónda. Ljósa tóbakið er fullþroska snemma hausts. En það er ekki „slegið eða skorið" í einu, eins og hey eða korn, heldur eru blöðin af sömu jurt tekin smátt og smátt, jafnóðum og þau eru mátulega þroskuð. Þannig verða umferðirnar um tóbaksakurinn oft fjórar, en í þeirri síðustu er allt hirt, sem nýti- legt þykir. Á hverri jurt eru kring- um 20 nýtileg blöð og á hverjum hektara kringum 10.00 plöntur, svo að það eru kringum 19.500 plöntur, svo að það eru kringum 390.000 blöð, sem eigandi að einum hektara tóbaksakurs verður að handleika á hverju hausti. Hér kemst engin véltækni að, því dómgreind manns- ins verður að segja til um, hvort blaðið er uppskeruhæft eða ekki. Svo er nokkrum blöðum vafið saman í vöndla, 4—5 feta langa. Og þeir ei’u svo hengdir upp í þurkhjallana, á rær, eins og fiskur til herslu. En þessir hjallar eru undir þaki og nokkuð þéttir, því að þeir eru hitaðir upp, þegar um verkum ljósa tóbaksins („flue- cured") er að ræða. Áður voru hjallarnir hitaðir á þann hátt að viðarhlóðir voru gerðar fyrir utan hjallinn, og heitu lofti veitt inn, því að viðarreykur né kola mátti ekki komast að laufinu. Nú eru víðast notaðir olíuofnar, sem eru inni í hjöllunum. Verður heitt loft að leika um tóbakslaufið að stað- aldri. Þessi þurrkun er vandaverk. í hjallinum verður að vera jafn hiti, hvort sem heitt er eða kalt úti. Þegar græni liturinn á blöðunum fer að gulna, eftir tvo daga eða svo, er hitinn aukinn í hjallinum,þannig að leggurinn í blöðunum, verði jafn þurr þinnunni á þeim. Þegar þurrkuninni er lokið er farið að flokka tóbakið og hjálpast öll fjölskyldan að við það. Loksins —fimm mánuðum eftir að sáð var til tóbaksins, er það tilbúið til að senda það á markaðinn — næsta uppboðsstað. Uppboðsdagurinn er hátíðisdagur tóbaksbóndans. Hann fer á upp- boðið með alla fjölskylduna og þar fær hann andvirði þess, sem hann hefur verið að strita fyrir allt árið. Og verðið, sem hann fær fyrir tó- bakið sitt, er jafnframt vottorð um, hvort hann sé duglegur eða lélegur tóbaksræktunarmaður. Því að verðið fer eftir gæðunum. Uppboðshaldarinn færir sig með fram tóbaksböggunum á gólfinu og umboðsmenn tóbaksgerðanna bjóða í. Seðill með nafni hæstbjóðanda er festur á hvern bagga jafnóðum, og bóndinn fær andvirðið greitt. Þetta er fyrsti áfanginn hjá tó- bakinu. En það er langt þangað til það er komið í pípuna, vindilinn, vindlinginn — eða í nefið. JURTIN VERÐUR AÐ TÓBAKI. Þegar verksmiðjan tekur við tó- bakinu er það ekki ávalt hæfilega þurrt, ýmist of eða van. Þá er það ýmist þurrkað betur eða gert rak- ara, áður en það er sett í „þroska- geymsluna“, þar sem það er oft í tvö ár, og stundum lengur. Nú er tóbakslaufinu troðið í stórar ámur. Hver einstök er merkt nafni staðarins, sem það er ræktað á, og svo er ámunum raðað í stórt geymsluhús, með þannig útbúnaði, að þær velta smátt og smátt, svo að sama tóbakið í ámunni liggur aldrei neðst, fremur en góð saltsíld í tunnu. Þarna sæta ámurnar ýmis- konar meðferð, ekki síst hitabreyt- ingum, og er meðferðin mismun- andi eftir því til hvers á að nota tóbakið. Það eru einkum vindlinga- gerðirnar,sem þurfa að hafa marg- víslegar aðferðir til að ná þeim árangri, sem þær vilja. Og þegar tóbakið kemur úr ám- unum aftur hefst enn margvíslegri meðferð á því. Nú er farið að „krydda“ tóbakið, með ýmsum þeim efnum, sem eiga að gefa því r Hér fæðast margir vindlingar á dag. Vélin, sem stúlkan situr við, snýr 1300 vindlinga á mínútu. Á myndinni sést stúlkan vera að tína vindling, sem hún heldur að sé gallaður. Svona líta þau út, geymsluhús tóbaksgerðanna, sem tóbakið verður að liggja í tvö ár eða lengur, áður en farið er að gera úr því neyslu- vöru. Þessi mynd er frá Reidsville í North Carolina, sem er mesta tóbaksyrkjufylki Bandaríkjanna. ER VANDAVERK

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.