Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1959, Blaðsíða 15

Fálkinn - 25.09.1959, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 -At ueg, HISSA Vísindamenn er starfa fyrir ame- xíska sjóherinn hafa smíðað ljós- myndavél sem getur tekið myndir af hafsbotninum á 6000 metra dýpi. Hún vegur 56 kíló og er sökkt á járnstreng niður í hafdjúpin. Talið •er víst að fjöldi áður óþekktra sjáv- ardýra finnist þegar farið verður ■að nota þessa ljósmyndavél. * HuncLrað sinnum sterkari en vetn- issprengja er sprengigosið í Kraka- toa í Sundaál, milli Sumatra og Java, talið að hafa verið. Gosið varð 27. ágúst 1883 og þeyttust hjörgin 34 enskar mílur í loft upp, en aska frá gosinu barst 3.313 míl- ur frá Krakatoa á nœstu tíu dögum. Sprengingin heyrðist fjórum dög- um síðar í 3000 mílna fjarlægð, á Rodriguezeyjum, eins og „drunur í fallbyssum“, og barst hljóðið frá sprengingunni yfir 13. hluta jarðar- innar. Talið er að 4.3 teningsmílur af grjóti og ösku hafi sópazt á burt við gosið. — Það er 8—9 sinnum minna en í gosinu í Tamboro 1815, en þá lœkkaði líka eldfjallið um 4000 fet og gígurinn, sem myndað- ist, var 7 mílur í þvermál. Tamboro er á eyjunni Sumbawa, skammt fyr- ir sunnan Borneo. Giulio Pacelli, náfrændi Píusar páfa, hefur verið skipaður sendi- herra Páfagarðs í Costa Rica. Áður rak hann stóra makkaronigerð í Róm, og fullyrti á sinni tíð, að hann framleiddi makkaroni handa Mari- lyn Monroe, sem tryggði henni að hún héldi vaxtarlaginu. -x Lucrezia Agujari (1743—1783) gat sungið háa C, en í þeim tón eru 2,048 sveiflur á sekúndinni. Er það hœsti tónn, sem menn vita til að mannleg rödd hafi getað sungið. Mozart heyrði Lucreziu þessa syngja í Palma árið 1770, og sagði til um hvað tónninn hefði verið hár. Luc- rezia Agujari söng oft í London og fékk 100 pund fyrir kvöldið, sem þótti gífurlegt fé í þá daga. Á þess- ari öld hefur enska stúlkan Ellen Beach Yaw komizt jafn hátt. Yma Sumac frá Peru hefur stœrsta tón- svið, sem vitað er um í veröldinni. Það nœr yfir fimm oktövur, frá krossuðu A til B. * Frú Alligate í Chicago hefur far- ið fram á að fá skilnað. Maðurinn hennar er heyrnarsljór og verður að nota heyrnartæki, en alltaf þeg- ar hún fer að tala við hann lokar hann fyrir tækið og segist þurfa að spara rafmagnið. * Clyde fylkisstjóri í Salt Lake City, IJtah, kallaði fyrir nokkru á sinn fund umferðalögregluþjónana í borg inni og las yfir þeim langan reiði- lestur. Þeir vœru ekki ncerri nógu árvakrir í starfinu og ekkki nógu eftirgangssamir við þá, sem óhlýðn- uðust umferðareglunum. Daginn eft- ir var Clyde kallaður fyrir rétt og varð að punga út með 30 dollara sekt. Hann hafði ekið á móti rauðu Ijósi. 9< RAKSTUR í BÍLNUM. — Vegna iðnsýningarinnar • Hannover hefur öllum leigubílaeigendum borgar- innar verið fyrirskipað að hafa raf- magnsrakvél í bílnum, svo að karl- menn, sem eiga annríkt en vilja komast á sýninguna, geti rakað sig á leiðinni þangað. SIGURÐUR ÞORKELSSON löggiltur pípulagningameistari. Fífuhvammsvegi 23. — Sími 10922. Annast allskonar pípulagnir. ★ Venjulegar miðstöðvarlagnir með ofnum. ★ Geislahitun. ★ Lofthitun með blásurum. ★ Vatns- og skolplagnir. ★ Ennfremur viðgerðir og breytingar. Eingöngu fagmenn ATHUGIÐ með fullkomnum vélum getum við nú hreinsað og pressað fötin fyrir yður á þrem til fjórum dögum. EFNALAUGIN GYLLIR Langholtsveg 136. Útibú: Langholtsvegi 14, simí 33425. KEFLAVIK - SUÐIJRIMES Borðstofusett úr teak og maghony, Svefnherbergissett úr birki og maghony. Sófasett, margar gerðir. Sófaborð, fimm gerðir. Innskotsborð, þrjár gerðir o. m. fl. Nýkomin stálhúsgögn, borð og stólar. ATHUGIS: Ef ykkur vantar húsgögn sem ég hef ekki til, eru mjög miklar líkur til að ég geti útvegað þau á sama verði í Keílavík og þið gætuð fengið þau annars staðar. Húsgagnaverzlun GUMMARS SIGURFIIMIMSSOM4R Hafnarg. 39. — Sími 88. VERZLUNIN GNOÐ selur málningu frá þrem verksmiðjum. Fyrir eftirtalir. hverfi er fljótlegast að kaupa málningu í verksmiðjunni Gnoð.: Fyrir Vogana, Langholtið og Heimanna. Ennfremur fyrir Sogamýri og Bústaðahverfi, Byggðina frá Blesu- gróf að Háaleitisvegi og Kópavogi. VERZLUNIN GNOÐ stendur við Suðurlandsbraut og Langholtsveg. VERZLUNIN GNOÐ selur snyrtivörur, smávörur, barna- fatnað, vinnufatnað og metravöru í miklu úrvali. VERZLlJNm GNOÐ Gnoðavogi 78. — Sími 35382.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.