Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 25.09.1959, Blaðsíða 8
8 FALKINN Karen var eiginlega engin fríðleiksstúlka, en andlitið var þokkalegt og vingjarnlegt. GERDA BERIMTSEM KVENNAMUNUR Ken sat í vagninum og horfði á hina farþegana. Honum fannst þetta vera geðugt fólk. Svo leit hann út um gluggann og uppgötvaði þá að veðrið var einstaklega geðugt líka. Talsvert skýjað, að vísu, en birtan var svo einkennilega mjúk. Ken var í stuttu máli ástfanginn. Og sáttur við allan heiminn, því að hann var á leið á stefnumót með þeirri útvöldu. Hún hét ungfrú Dupont. Hann vissi ekki skírnarnafnið hennar, en hann var viss um að það væri glæsi- legt nafn, Yvette, Yvonne eða eitt- hvað þvílíkt. Það var langt síðan hann hafði orðið ástfanginn af henni, Það er að segja í röddinni hennar, því að þau unnu sitt hjá hvoru fyrirtækinu og töluðu sam- an í síma á hverjum degi. Röddin hennar var hlý og yndisleg og ,,pi- kant“. Hann gat ekki fundið neitt annað orð, sem átti betur við. Einu sinni hafði hann átt erindi — eða réttara sagt gerði sér upp erindi — upp í skrifstofuna sem ungfrú Du- pont vann í, og hafði fengið að tala við hana sjálfa. Honum fannst hann haga sér eins og kgáni meðan hann var að tala við hana, því að hún var svo falleg. Hún var lítil og grönn. Hárið og augun hrafnsvart, og hörundið gagn- sætt og tært eins og finasta postu- lín. Og augnahárin svo löng að Ken þóttist viss um, að ekki ein heldur margar eldspýtur gætu legið á þeim. Litli munnurinn var mjög roðaður og mjög fallegur, svo að hann þoldi varla að líta á hann. Hún var smekklega og einkennilega klædd. Hún var svo frönskuleg, og það var engin furða, því að hún var fædd og uppalin í Frakklandi. En þegar hún var þrettán ára hafði faðir hennar dáið og þá fluttist hún til Danmerkur með móður sinni, sem var dönsk. En hún sagðist fara til Parísar á hverju ári til að heim- sækja foreldra föður síns, og þá keypti hún allta^föt á sig i ferð- inni. Hann skildi ekkert í því eftir á, hvernig hann hefði getað talað við stúlkuna, jafn feiminn og hann var, en reyndar var það hún, sem hafði talað mest. Hún brosti og hún horfði ofan í botn í augunum á honum, svo að hann varð svo undarlegur í hnjá- liðunum, en þegar hann kom út á götuna aftur var hann svo glaður að hann hefði verið til með að kyssa fyrstu manneskjuna sem hann hitti, og segja henni hve ynd- isleg hún ungfrú Dupont væri. 1 hvert skipti, sem þau töluðu saman eftir þetta, höfðu þau alltaf fléttað einhverjum einkamálum inn í samtalið, og einu sinni hafði Ken gerzt svo djarfur að bjóða henni í bíó. Hjartað steypti sér kollskít þegar hún svaraði já. í kvikmynda- húsi skammt frá heimili hennar var sýnd mynd, sem hann langaði til að sjá, svo að það talaðist svo til að þau hittust á torginu þar fyrir utan. Ken hafði hringt og tryggt sér miða, og nú var hann á leiðinni þangað. Gömul kona sat beint á móti hon- um, hún gat vel verið yfir áttrætt. Hann varð hrifinn af henni, andht- ið á henni var svo hrukkótt og skorpið að hægt var að lesa langa ævisögu úr því — það sagði frá striti og mæðu og mótlæti, en um leið frá því að nú hefði hún tekið sér hvíld. Hún var gamaldags og hjákátleg í klæðaburði, svo að fólk var að glápa á hana. Hún stóð upp til að fara úr vagninum á sama stað og Ken, og þegar hann sá hve erf- itt hún átti með að fóta sig, hjálp- aði hann henni niður þrepin frá vagninum. — Þakka yður innilega fyrir, ungi maður, sagði gamla konan þakklát. — Þetta var einstaklega fallega gert af yður. Ég er ekki orð- in frá á fæti lengur, eins og þér sjá- ið. Kannske þér viljið hjálpa mér upp stigann líka? Ken taldi það ekki eftir sér. Og þetta tók tíma, því að konan var hrum. — Ég er aldrei vön að hætta mér út ein, sagði hún móð, þegar þau komu út á götuna — en ég komst ekki hjá því í dag. Mér gekk svo vel út eftir, en nú er ég orðin staðuppgefin. Ég verð að biðja yð- ur að hjálpa mér að komast heim, annars er ég hrædd um að ég kom- ist það ekki — ég á heima skammt héðan. — Það skal ég gera, sagði Ken. Hann tók undir handlegginn á gömlu konunni og svo gengu þau hægt fram götuna. Sem betur fór hafði hann nægan tíma, svo ef hann flýtti sér eftir að hafa komið gömlu konunni heim, mundi hann koma á stefnumótið í tæka tíð. En þeim seinkaði og seinkaði og hún var þung í eftirdragi. — Þér megið ekki toga svona í mig, más- að hún, — ég get ekki gengið svona hratt. Loksins sagði hún: — Hérna á ég heima. Ken kippti að sér hend- inni og sagði: — Þér munuð búa á neðstu hæð? — Nei, ég bý á fjórðu. Nú hugs- aði Ken með örvæntingu til ung- frú Dupont, hann gat ómögulega verið kominn áður en myndin byrj- aði nema hann hlypi strax. — Mér er ómögulegt að komast upp ein, kveinaði gamla konan, — þér megið til að hjálpa mér. Ég kemst ekki ein upp stigann. Ég á barnabarn, sem fer í erindi fyrir mig, en hún er vinnukona og gat ekki losnað í dag. Ken andvarpaði og svo var byrj- að á að brölta upp stigann. Hann var langur og erfiður og Ken frem- ur bar en leiddi gömlu konuna og hún varð að hvíla sig á hverjum stigapalli. En loksins voru þau komin upp á fjórðu hæð. — Nú þakka ég yður innilega fyrir, ungi maður. En þér verðið að koma inn og tylla yður. Á ég ekki að setja upp ketilinn? — Nei, þökk fyrir, ég verð að fara. — Þér munuð ekki hafa átt að vera á ákveðnum stað á vissum tíma, þvi þá þætti mér mjög leiðin- legt að .... — Onei, sagði Ken borginmann- lega — ég kemst í tæka tíð, en nú verð ég því miður að fara. — Þér verðið að koma og heim- sækja mig einhverntíma þegar þér hafið tíma til þess — ef þér kærið yður þá um það — kallaði gamla konan á eftir honum, — þér vitið hvar ég á heima. Já, því miður, hugsaði Ken með sér er hann hljóp niður stigann. Það væri kaldhæðni örlaganna ef ung- frú Dupont væri nú farin þegar hann kæmi. . Hún var ekki farin, en hún var reið. Það var komin úðarigning, og Parísarhatturinn hennar þoldi ekki vætu. Ken var svo móður að hann gat ekki gefið samanhangandi skýr- ingu á töfinni, en hann reyndi þó að biðja afsökunar, eins vel og hann gat. En þarna var hlaupin snurða á þráðinn og ekki bætti úr skák er það kom á daginn að miðarnir þeirra höfðu verið seldir öðrum. Þau löbbuðu þegjandi burt og loks herti Ken upp hugann og stakk upp á að þau skyldu fara niður í bæ og dansa í staðinn. — Nei, þökk fyx-ir, sagði ungfrú Dupont súr, — ég er ekki upplögð til þess í kvöld. Viljið þér fylgja mér heim? En ég get því miður ekki boðið yður inn. Ken var vægast talað daufur og mæddur næstu dagana. Hann varð að leggja að sér til þess að geta unnið eins og maður. Þá sjaldan hann þurfti að tala við ungfrú Du- pont í símanum, var í'öddin hennar svo kuldaleg og ópersónuleg, að hann dii’fðist ekki að reyna að endurnýja vináttuböndin. Ég verð að segja að mér finnst þetta undarleg meinfyndni örlag- anna, hugsaði hann með sér. Þetta hefur maður upp úr því að vera hjálpsamur við gamla konu. Ég veit að ég er flón, en ég mundi gera það sama upp aftur, ef svo bæri undir. Það var að minnsta kosti happ, að gamla konan vissi ekki hvað var í veði hjá mér þarna um kvöldið, þá hefði hún sett það fyrir sig. En mér er ómögulegt að hugsa til þess að heimsækja hana, úr því svona fór. Ef ég hitti hana mundi ég líklega verða afundinn. En hálfum mánuði seinna var hann af tilviljun staddur á þessum slóðum og það varð úr að hann heimsótti gömlu konuna. Hann hafði oft verið að hugsa um hvort hún hefði ekki orðið veik eftir ferð- ina, það var ekki gott að vita. Hún var yfir áttrætt og orðin óvön að fara út — kannske hafði þetta rið- ið henni að fullu? En frú Jensen gamla opnaði sjálf dyrnar fyrir honum. — Nei, eruð

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.