Fálkinn


Fálkinn - 06.11.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 06.11.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 degisverði og gestirnir voru tólf. Hann flýtti sér út og kom aftur með konu sína, svo að fjórtán urðu við borðið. Og allt fór vel og stór- tíðindalaust. Ótrúin á því að vera þrettán til borðs stafar frá kvöld- máltíðinni, er Júdas sveik Jesú. LÖGBANN VIÐ GÖLDRUM. Það eru ekki nema níu ár síðan kona í Wilmington var sett í varð- hald fyrir galdra, en samkvæmt lög- um þar varða galdrar eins árs fang- elsi eða 100 dollara sekt. Kerlingin hafði lesið í lófa, og ýmsir skipta- vinir hennar báru, að hún hefði leitt bölvun yfir þá, er hún spáði fyrir þeim. Hvar endar hjátrúin og hvar byrja vísindalegu staðreyndirnar? Greinarmörkin eru óglögg, og kann- ske er það þetta, sem heldur líf- inu í hjátrúni. Fátt upplýst fólk trúir því, að það færi gæfu, ef maður þuklar á löppunum á galandi hana, og finni að þeir eru heitir, en þessu trúa bændurnir í Persíu. Og líklega eru ekki margir bændur hér á landi sammála bændunum í Massachu- setts um að það boði dauðsfall, ef kýr baular um miðnættið. Maður, sem var á ferð í Síberíu fyrir nokkrum árum, kom á bæ. Mannýgur griðungur hafði stangað bóndann til óbóta og hann var með svöðusár á öxlinni, en konan hans hafði tekið myglað brauð og néri því á sárið. Þetta var áður en peni- cillínið fannst. En það er unnið úr myglusveppi, sem kunnugt er. Var þetta hjátrú hjá konuni, eða var „húsráðið“ afleiðing gamallar reynslu? Þess vegna er ekki vert að for- dæma öll gömul húsráð og jafnvel ekki heillagripina. Það er svo margt dulið í náttúrunnar ríki ennþá. Og það er svo margt af því, sem fólk hefur trú á, að það gerir eng- um mein, og þessvegna ekki ástæða til að amast við því. Hvað gerir það til, þótt fólk berji undir borðið, eða leggi fingurna í kross, til að bægja „illum öndum“ frá. Það getur verið þörf varúðarráðstöfun, að ganga ekki undir stiga, sem stendur upp við húsvegg, og er auðsjáanlega sprottið af því, að menn hafa hlot- ið slys af að ganga undir stiga. Það þykir ólánsmerki, að mæta svörtum ketti, og stafar sú trú frá Egyptum. Að óska sér einhvers, ef maður sé stjörnuhrap, var mjög eðli- legt uppátæki, meðan menn vissu ekki af hverju stjörnuhröpin svo- kölluðu stöfuðu. Og þannig mætti lengi telja. — ★ — Skotinn skrifaffi ensku firma og pantaði pappírssnýtuklúta. — En ég sendi ekki peningana fyrirfram, skrifaffi hann. Svar kom, og þar var Skotinn látinn vita, aff á bls. 476 í verffskrá firmans stœði þessi klausa: „Smá- pöntunum verffur að fylgja borgun.“ Skotinn svaraði: „Dear Sirs: — Ef ég hefði átt verðskrá yðar, 476 blaðsíður að stœrð, mundi mér alls ekki hafa dottið í hug að panta pappírssnýtuklúta.“ Hertogahjónin frá Windsor eiga nú heima í laglegu húsi skammt fyrir utan París. Þar kem- ur sami gestur að heita má á hverj- um laugadegi, kunnur stjórnmála- maður, sem verið hefur í öllum stjórnmálaflokkum, þar á meðal fas- ista- og kommúnistaflokki. Það er Sir Oswald Mosley, sem nú er ná- granni þeirra hjóna, síðan hann hrökklaðist burt úr Englandi, eftir að þar var enginn stjórnmálaflokk- ur, sem hann hafði ekki verið í. I Frakklandi er um langtum fleiri flokka að velja. — Meðal annara „stamgesta“ hertogahjónanna eru fraski stjórnmálamaðurinn Gaston Bergery og sagnfræðingurinn Jaques Benois-Mechin, sem báðir voru kærðir fyrir landráð eftir að Frakkland varð frjálst aftur. * Onassis — siglingabraskarinn, hefur ráðið Farúk, fyrrum Egyptakonung í þjónustu sína, sem ráðunaut í kaup- sýslumálum. Parísarblöðin segja, að Farúk eigi að fá sem svarar 4000 ísl. krónum í mánaðarkaup. Hvers- vegna ræður hann sig ekki á tog- ara eða fær sér atvinnu í Keflavík? * í Davissundi, út af Napassoq á Vestur-Grænlandi veiddist lax í sumar, sem ekki væri í frásögur færandi, ef hann hefði ekki verið merktur. Hann hafði verið merktur í Conoá í Skotlandi. Er því haldið fram, að aldrei hafi lax fundizt svona langt frá merkingarstaðnum, og hafi því þessi sett heimsmet í — hvort á maður að kalla það lang- sundi eða þolsundi. hissa I Það sannast enn eins og forðum, að margt er undarlegt í náttúrunn- ar ríki. Bóndi einn í Massachusetts, ráðvandur heiðursmaður og meira að segja í bindindi, kom út í fjós einn morguninn, og brá ekki lítið í brún þegar ein kýrin gelti framan í hann eins og hundur. Bóndinn hélt, að hann væri orðinn geggj- aður og sótti konuna sína, og allt fór á sömu leið: Kýrin gelti aftur. Bóndinn hafði ekki annað ráð en að sækja byssuna sína og skjóta beljuna. * Hundsaldur og mannsaldur. Hve gamall verður hundurinn? Og hvernig er hlutfallið milli hunds- æfi og mannsæfi? Danski dýralækn- irinn P. Anker Hansen svarar þessu þannig í félagsblaði Dansk Kennel- klub: Reyndin er söm um hunda og menn, að meðalævin lengist hjá báðum. Fyrir tuttugu árum var meðalævi hundsins ekki nema 8 ár, en nú er hún 12 ár. Þetta staf- ar fyrst og fremst af því, að minna drepst af hvolpum en áður, en svo hefur dýralækningunum líka farið fram. — Samanburð á hundsævi má gera þannig: Ævi þriggja mánaða hvolps svarar til 10 ára barns. En 6.—13.mánuður hundsævinnar svar- ar til 10—13 ára barnsævinnar. Fjögra ára hundur getur talizt 32 mannsára gamall, og verði hundur- inn 16 ára, svarar það til 85 ára mannsævi. * Haile Selassie Eþíópíukeisari hefur stofnað nýja orðu, sem nefnist: Orða trúrra eigin- manna. Enginn fær þessa orðu nema hann hafi verið kvæntur í 25 ár og geti leitt líkur að því, að hann hafi aldrei verið konunni sinni ótrúr. -K Dýpsti hellir veraldar er Puits Berger, við Grenoble í Frakklandi, 2959 fet. Sumarið 1955 komust sex Frakkar við illan leik niður á hell- isbotninn við illan leik og þótti það mesta þrekvirki. * íþróttir eru iðkaðar af miklu kappi í Vestur-Þýzkalandi. Þar eru iðkaðar 41 íþróttagreinar, en íþróttafélögin eru 24.000 með 5 milljónum félagsmanna. Við þetta bætast fimleikafélögin. Þau eru 7.800 og hafa 1.200.000 meðlimi. * Svo telst til, að Bandaríkjamenn eyði kringum 125 milljón dollurum á ári í spákerlingar og fyrir „horo- skop“, sem þeir kaupa af „stjörnu- spekingum“. Fjöldi fólks gengur að staðaldri til spákerlinga! ALVEG -k Konan í bátnum undir Rialto-brúnni í Venezia er engin önnur en hin dáða filmdís Gina Lollobrigida á Ieið á kvikmyndahátíðina á Lido-rifi fyrir utan borgina. Blaðaljósmyndararnir elta hana í hópum, hver á sínum bát, og Gina amast Iíklega ekkert við því. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.