Fálkinn


Fálkinn - 06.11.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 06.11.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA KtienkatariHH * * * Sonja hljóp eftir luktinni og nú fór læknirinn að rannsaka grátandi sængurkonuna. „Þetta lítur ekki vel út,“ sagði hann við ljós- móðurina. „Við verðum að gera uppskurð, og sjúklingurinn er ekki sterkur fyrir, er ég hrædd- ur um.“ Sonja hafði horft róleg á föður sinn á meðan, en allt í einu sagði hún: „Má ég fást við þetta, pabbi. Við höfðum hér- umbil eins tilfelli á sjúkrahúsinu fyrir viku, og ég held að ég geti ráðið við það.“ Harrison læknir hugsaði sig um sem snöggv- asþ Sonja hafði ekki tekið embættispróf ennþá, og ef eitthvað færi illa og sjúklingurinn dæi, var hægt að refsa honum fyrir að leyfa þetta. En jafnframt fannst honum á sér, að dóttir hans mundi ekki bjóðast til að gera þetta, nema hún væri viss um sig. „Jú, Sonja, þú færð klukkutíma," sagði hann og losaði úrið sitt úr festinni og lagði það á borðið. „Ef þér gengur ekkert með þetta á ein- um klukkutíma, verð ég að skera.“ „Já, pabbi. Ég tók slopp með mér, ef ske kynni að ég gæti orðið að liði,“ svaraði Sonja og vatt sér úr skinnjakkanum og bretti upp erm- unum. „Látið þér mig fá sjóðandi vatn, ungfrú Tompson, fljótt, fyrir alla muni, og farið ekk að malda í móinn þó ég geri eitthvað, sem yður finnst skrítið.“ Óafvitandi skipunartónninn í rödd Sonju hljómaði einkennilega í eyrum föður hennar. Þetta var ekki ung stúlka, sem var að tala, nei, á þessu augnabliki var hún kynlaus og hörð, hún var hvorki maður né kona en aðeins fæðingar- læknirinn. Mínúturnar liðu hægt og Ijósmóðirin og lækn- irinn héldu niðri í sér andanum. Það var líkast og einhver undramáttur væri í hinum smá- gerðu höndum Sonju. Þau hin tvö voru miklu eldri en hún, hlýddu þau umsvifalaust því sem hún skipaði. Þegar klukkutíminn sem Harrison hafði tiltekið var liðinn, minntist hann ekki neitt á uppskurð. í staðinn stakk hann úrinu í vasann og brosti, og í brosinu var bæði aðdáun og auðmýkt. Og hann lét hana halda áfram. Eftir tvo tíma rétti Sonja úr sér og varp önd- inni. í rúminu láu tvö spriklandi sveinbörn, sem orguðu átakanlega til að mótmæla þessari köldu veröld, sem þau voru komin í. En móðirin lá enn meðvitundarlaus eftir svæfinguna. „Þú ert dásamleg, Sonja min. Til hamingju,“ stamaði Harrison. Hann var svo klökkur að rödd- in brast. „Þetta var blátt áfram stórfenglegt, læknir,“ sagði ljósmóðirin og vafði króana inn í teppi áður en hún fór að búa út laugina handa þeim. „Þvílíkur læknir verður hún Sonja hérna í hér- aðinu, þegar þér dragið yður í hlé, læknir.“ „Hún er orðin læknir þó að hana vanti lækn- isnafnið ennþá,“ svaraði gamli læknirinn og studdi hendinni á öxlina á Sonju. „Ég vildi óska að ég hefði kunnað eins mikið og þú kannt núna, þegar hún móðir þín var að fæða þig í heiminn. Hefði ég gert það væri hún kannske lifandi enn þann dag í dag, og þú ættir bræður og systur til að vera með, í staðinn fyr- ir gamlan og geðvondan karlfausk, eins og mig. Hef ég nokkurn tíma sagt þér, að þú áttir tvíbura- bróður, Sonja?“ „Nei, pabbi, það hefurðu ekki gert,“ svaraði Sonja og hneig niður á stól úrvinda af þreytu. „Ég hef aldrei minnzt á það fyrr, því að það hefur alltaf kvalið mig að hugsa til þess,“ sagði Harrison loðmæltur. „Hún móðir þín gekk með tvíbura, en svo urðu svipuð tilvik eins og í þessu tilfelli núna. Ég gat vitanlega ekki hjálpað minni eigin konu, en stóð yfir henni meðan á þessu stóð. Þú fékkst lífið, en . ..“ Hann þagnaði. „Ég gleymi ekki þeirri hræðilegu nótt meðan ég lifi.“ „Veslings pabbi,“ sagði Sonja og klappaði hon- um á kinnina. „Þetta var ein ástæðan til þess að mér var svo umhugað um, að þú sérmenntaðist í fæðing- arhjálp,“ hélt hann áfram. Sonja kinkaði kolli. „En komdu nú pabbi,“ sagði hún, „það er mál til komið að þú fáir að fara að sofa. Við verðum að fara snemma á fætur í fyrramálið og vitja um sjúklinginn okkar.“ „Hún hressist sjálfsagt von bráðar," sagði Ijósmóðirin og brosti. Þau rákust á unga eiginmanninn frammi í þröngum göngunum. Hann sat og beið. Hann var kvíðandi og kindarlegur á svipinn. „Verið þér góður við konuna yðar,“ sagði Sonja og brosti svo vingjarnlega að áminningin varð ekki sár. „Hún hefur gefið yður tvo fallega drengi.“ „Já,“ svaraði maðurinn loðmæltur. „Ég skal ekki vera eins og ég hef verið.“ „Nú skil ég hvers vegna þú varst efst í próf- inu,“ sagði Harrison Jæknir, er þau voru komin á heimleið í bílskrjóðnum. „Það var ekki heppni heldur blátt áfram seigla og strit, sem olli því, og trúin á þig sjálfa. Sir James Wilcox fær bezta aðstoðariæknirinn, sem hann hefur nokk- urn tíma haft, þegar hann fær þig.“ „Ég á það allt þér að þakka,“ svaraði Sonja brosandi. „Án hvatningar og hjálpar þinnar hefði ég aldrei orðið efst. Þegar ég er orðin frægur læknir skal ég byggja sjúkrahús, sem ber nafnið þitt.“ Þegar Sonja kom á sjúkrahúsið á mánudags- morgun frétti hún að hún ætti að verða aðstoð- arlæknir hjá öðrum lækni. „Það verður erfiður uppskurður klukkan tíu á sjúklingi nr. 48,“ sagði yfirhjúkrunarkonan. „Þér verðið að fara með systur Elsie inn í skurð- — Ungfrú Ólsen, — viljið þér strax skrifa fyrir mig bréf til gluggafágarastofunnar . . . stofuna núna strax, og búa allt undir. Þetta er afarflókið tilfelli, svo að þér fáið að læra margt. undir eins frá byrjun.“ „Ég er með bréf til sir James frá honum föður mínum,“ sagði Sonja og tók bréf upp úr vasan- um. „Þeir lærðu læknisfræði saman, og faðir minn hélt að það væri gott fyrir mig að hafa meðmælabréf.‘“ „Sir James er hættur störfum," sagði yfirhjúkr- unarkonan. „Hann varð veikur allt í einu fyrir nokkrum dögum og er hættur að vinna. Það er ungur læknir frá Edinburg, sem hefur tekið við stöðunni — hann heitir Philip MacDonald. Hann kvað vera afar duglegur skurðlæknir." „En hvað það var leiðinlegt,“ sagði Sonja. „Ég hafði hlakkað svo mikið til að vinna með göml- um vini hans föður míns.“ „Það verður ekki við því gert,“ sagði Eve hjúkrunarkona og brosti. „Doktbr MacDonald er framúrskarandi duglegur, og það er mál til komið að þeir hleypi yngri mönnunum að. Ég er viss um að það verður gaman að starfa með nýja yfirlækninum." Elsie hjúkrunarkona var inni í skurðscofunni þegar Sonja kom þangað, umkringd af lækna- stúdentum. Elsie var langfallegasta stúlkan á sjúkrahúsinu. Hún var grönn og ljómandi fallega vaxin. Undir hettunni sá í ský af gullgljáandi hári. Bláu augun voru blíð og mild, en þau voru ekki spegill sálarinnar, því að Elsie var síngjörn og öfundsjúk. Eins og flestar hjúkrunarkonur af því tagi hataði hún og fyrirleit alla kvenlækna, því að í návist þeirra gat hún ekki beitt ástleitn- inni, sem var hennar líf og yndi. Hún heilsaði Sonju Harrison með súrsætu brosi. „Eruð þér búin að öllu?“ spurði Sonja og leit með eftirtekt á verkfærin, sem höfðu verið lögð fram á borðið. „Við ættum ekki að nota þessa hnífa. Þei.r litlu eru betri við magaskurði, serstaklega þegar þess er gætt að sjúklingur 48 er mjög magur.“ „Það er læknirinn, sem velur verkfærin," sagði systir Elsie stutt í spuna. „Ég hef aldrei vitað áður, að aðstoðarlæknarnir sletti sér fram í það.“ „Ég hef tekið þátt í svipuðum uppskurðum og þessum,“ sagði Sonja rólega. „Gerið þér svo vel að hafa skipti á hnífunum strax.“ „Ég skipti mér ekkert af því.“ Áður en Sonja fékk tíma til að svara opnuð- ust dyrnar og læknirinn kom inn. Samstundis kom einhvers konar óskiljanlegt fát á Sonju, er hún stóð andspænis þessum hávaxna manni, al- varlegum á svip og með hrafnsvart hár. „Góðan daginn, systir,“ sagði hann alvarlega með mjúkum skozkum hreim. „Hvar er nýi að- stoðarlæknirinn?“ „Það er ég,“ sagði Somja og gekk fram. „Talaði ég ekki nægilega greinilega? Ég spurði eftir nýja aðstoðarlækninum mínum, doktor Harrison.“ „Það er ég, sem heiti Harrison, Sonja Harri- son .. .“ „Hvað er nú þetta? Á ég að hafa kvenmann sem aðstoðarlækni?“ „Það var greinileg gremja í röddinni og Sonja roðnaði í kinnum. Ef læknarnir á stóra skozka sjúkrahúsinu, sem MacDonald læknir kom frá, hefðu frétt þessi orðaskipti, mundu þeir hafa skemmt sér dátt, að vita að jafn stækur kvenhatari og MacDonald var, hefði fengið stúlku sem aðstoðarlækni. Það fóru sögur af kvenhatri Philips MacDon- alds meðal félaga hans, en enginn þeirra vissi um hina raunalegu ástæðu, sem var þar að baki. Fyrir fjórtán árum, þegar MacDonald var fá- tækur stúdent ofan úr Hálöndum, hafði hann orðið ástfanginn af Marie Hary, kornungri dótt- ur sir Christophers Hardy. Sir Christopher var yfirlæknir sjúkrahússins, sem MacDonald var nemandi í þá. Marie hafði látist vera ástfangin af honum, aðeins til að espa í sér hégómagirnd- ina, en svikið hann svo upp úr þurru og gifst ríkum iðjuhöldi. Félagar hins unga, tilfinninga- næma manns spottuðust að honum. Þeir teikn- uðu skrípamyndir af hinum smáða biðli á allar svartar töflur, og sendu honum ástarbréf á lyf- seðlaeyðublöðum, án þess að hafa hugmynd um, hve nærri sér hann tók þetta. „Kvenmann sem aðstoðarlækni,“ endurtók

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.