Fálkinn


Fálkinn - 06.11.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 06.11.1959, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 hann missti Dixie konu sína nokkr- um árum áður. En það var Pete Martin vinur hans, sem kom hon- um á réttan kjöl aftur. Hann gerði sér ferð til Bings, lét sem hann vissi ekkert um hrakspárnar, en sagðist þurfa að verða hjá honum nokkra daga því að hann hefði verið beð- inn um að skrifa ítarlega grein um hann fyrir „Saturday Evening Post“. Bing þykir mjög vænt um Martin og telur það sem hann segir vera þungt á metunum, svo þungt, að hann hefur beðið hann um að betr- umbæta sjálfsæfisöguna, sem Bing hefur skrifað og kallað: „Call me lucky!“ Martin var einmitt maðurinn, sem Bing þurfti, þegar svona stóð á fyrir honum. Hann var orðhvass og neyðarlegur, svo að Bing neydd- ist til að andmæla honum og þeir fóru að rífast. Meðal annars um El- vis Presley og roc’n roll. — Mér finnst ruggið og vaggið einstaklega ómerkilegt, sagði Bing, — og frumlegt er það að minnsta kosti ekki. Þetta er gamall söng- dans, sem þeir tíðkuðu þegar ég var.krakki og var eiginlega líkast- ur gömlum stökkdansi. Nú hef ég séð hvernig þeir dansa hann í dag — unglingarnir eru eins og þeir hafi gersamlega misst vitglóruna . . . vagga sér eins og vitfirringar, kengbognir í hnjánum og hoppa svo eins og flær . .. Calypso er held- ur engin nýjung. Ég heyrði þá syngja calypso suður í Trinidad fyr- ir tuttugu og fimm árum, en þá leið alls ekki yfir fólk af að sjá hann, eins og það gerir núna, þegar Bele- fonte syngur. Hvað Presley snert- ir, skal ég aðeins segja þér eitt: hann hefur ekki rödd til að raula svo mikið sem ástarvísu, þó hann fái kannske rödd einhvern tíman, ef hann heldur nógu lengi áfram að skrækja svona, því að það þrosk- ar þó að minnsta kosti lungun. Það hafa alltaf verið svona fyrirbæri til í heiminum, en í gamla daga köll- uðu menn þau alltaf öðru nafni. ÉG ER SVÆFANDI .. . “ Martin var ánægður, hann fann, að hann var kominn á rétt spor með Bing: Gamla ljónið varði sig eins og hetja. Þess vegna hélt hann á- fram til þess að erta Bing: — Ég hef heyrt, að sumir „tánar og tán- ur“ vindi sér úr treyjunni og fleygi henni upp á leiksviðið til rokkar- anna... Þá hló Bing svo að glumdi í: — Ef þetta er satt, þá er' gaman að því. Aldrei hef ég upplifað slíkt! En svo varð hann grafalvarlegur og bætti við: — Hvað Sinatra snertir þá hafa fimmtán og sextán ára unglingar aldrei getað staðizt hann. Frank hefur tekizt að koma þeim í bál og brand .. . En mér hefur aldr- ei lukkazt að koma fólki í þess kon- ar ástand ... ég er nánast svæf- andi.. . Martin fann, að hann var að tapa leiknum: þarna skaut Sinatra upp, rétt einu sinni — manninum, sem Bing bar sig alltaf saman við. En þó tókst honum að lokum að koma Bing í skap. — En það var líkast og mótlætið legði Bing í einelti. Annað bar við, sem vakti mikla athygli í Holly- wood. Bing varð saupsáttur við Mitch Miller, aðalforstjórann í grammófónfirmanu, sem árum sam- an hafði séð um alla plötusöngva Bings. Miller er ef til vill einkenni- legasti maðurinn í listamannahópi Bandaríkjanna. í útliti er hann tals- vert sviplíkur Ernest Hemmingway, og óþolinn og áreitinn eins og hann. En hann hefur betra vit á músík en nokkur annar maður. Hann finnur undir eins á sér ef smekkur fólks- ins er að breytast, veit alltaf hvað bezt gengur og hvað fólk vill heyra. En það er alkunna, að honum lendir oft í brýnu við söngfólkið sitt — enginn, sem hann hefur átt Daði Guðmundsson í Snóksdal var mikill maður og stórauðugur, en þó er sagt hans foreldrar hafi ei stórríkir verið, heldur hafi hann auðgazt og yfir jarðir misjafnlega komist, sérdeilis eptir eina stórsótt, sem nefnd er Stóra-plága almenni- lega, þá hennar er getið, og fjöldi fólks úr andaðist, sem ungbörn eptir áttu; einnig er sagt sveitir hafi víða eyðst, en hann hafi þá bréf og jarð- ir að sér tekið, haft og haldið; einn- ig er sagt og skrifað: ein fróm, öldruð kona hafi jarðir átt, hver eð var rík; til hennar fór Daði og tók bréf þau hann vildi, kveikti eld og brenndi bréfin fyrir hennar augum, en hún átti að segja: „Guð skili þig við himnaríki, sem þú skilur mig við eignir og óðul.“ Hann tók, að sögn, rauða skildahúfu og kastaði til hennar, sagði hún skyldi hana fyrir sín bréf hafa. Svo hafa gamlir menn sagt, að allir þeir helztu menn, sem voru með Daða á Sauðafelli, þá biskup Jón og hans synir voru teknir, er þeir flúðu til kirkju eptir biskups boði, lét Daði rjúfa kirkjuna yfir altari, því svein- ar biskups létu aptur kirkjudyr og vörðust svo, og þá þar handtaka, að þeir hafi velflestir karlægir orð- ið og slegnir með undarlegu sóttar- ferli, áður önduðust, sem og sjálfur Daði bóndi, sem nokkur ár lá í rekkju, varð spítelskur, með öðru sem sagt er hann þvíngað hafi, úr hverju hann andaðist. Eitt sinn er hann lá svo þvíngaður, kom til Snóksdals sá bóndi er Haukur hét, hann sagðist gjarnan vilja fá að tala við Daða og sagði sveininum sitt erindi. Þeir gengu í litlu-bað- stofu, þar sem Daði lá, sögðu hon- um að Haukur vildi finna hann og hvað hans áform væri. Nú sem hann það heyrði, sagði hann svein- inum undir niðri hvernig þeir skyldu þennan Hauk tractera og sigra. Þeir komu út og sögðust eiga að fylgja honum inn, en er hann kom inn og hefur heilsað, og þá þeir hafa nokkra stund við talazt, segir Haukur: „Daði bóndi, eg er skipti við, hefur komizt hjá að verða ósáttur við hann. Sinatra hef- ur heldur ekki komizt hjá því, en það eru sterkari taugar í honum en í Bing Crosby. Hann hefur lifað af marga eldraunina um æfina — meira að segja getað umborið Ava Gardner. En Crosby er úr annars konar efniviði. Og missættið við grammófónfirmað, sem hafði gert hann frægan, varð honum um megn — það gekk fram af honum. Framh. nú kominn með bréf, að sýna yður, og mundu þér ei hafa látið taka jörð mína, ef séð hefðuð.“ Þá svar- ar Daði: „á morgun skal eg það skoða, en gakk nú til stofu með sveinum mínum, og lát þá gera þér til góða og gjör þig glaðan í hús- um mínum.“ Bóndinn Haukur gekk með þeim til stofu, þeir settu hann til borðs millum sín, hann fékk sér vel mat, og drakk trúlega með þeirra aðfylgi; en er þeir voru með stórri gleði, varð Haukur var við að hönd var höfð á púnginum, en er annar sveinninn fornam, að hann hafði var við slíkt pútzarí orðið, segir hann: „það er vondur dýr- hundur húsbóndinn á, hann gengur undir borðum og flangrast upp á ókunnuga menn“; tóku svo til að drekka, en það varð úr drykkjunni að Haukur sofnaði undir borðum. l’ð morgni kalla sveinar á Hauk, að hann skuli koma til bóndans Daða, en er hann kemur biður Daði hann skuli sýna sér bréfið; bóndi leitar í pungnum, þá er bréfið burtu; hann segir svo búið. Daði segist þá ekki kunna svara honum til um jörðina. Haukur glúpnaði og sagði: „Þetta er veröldin,“ og því er sá málsháttur: „Þetta er veröldin sagði Haukur, bréfið var tekið úr púngi hans.“ Hann fór burt og náði ekki jörð sinni. — Með það síðasta, eptir Daða andaðan, þá Eggert Hannes- son umboð síns bróðursonar, Hann- esar Björnssonar; vildu þá Danskir áklaga eignir Daða heitins fyrir nokkur misferli, hann skyldi hafa hent, en það samdist, að Eggert fékk þeim fimm hundruð Dali, en Hann- es fékk Eggert, þá hann kom til lögaldurs, í staðinn Sæból á Ingj- aldssandi í Dýrafirði. ísrael hejur fleiri lœkna að til- tölu við fólksfjölda} en nokkuð ann- að land í heimi. Þar er einn lækn- ir fyrir hverja 390 íhúa. í Aden er öðruvísi ástatt, því að þar er einn lœknir látinn duga 80.000 íbúum. Daði í Snóksdal * ^krítlur — Segðu mér nú hreinskilnislega — er það nokkur annar? —- og ef þér eigið börn á skóla- aldri, er ágœtur skóli aðeins stein- snar héðan frá! — Eilífðarkrullurnar á þér halda sér svo vel — hvar lœtur þú gera þœr? Herlœknir með „ordenssans“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.