Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1960, Blaðsíða 4

Fálkinn - 19.02.1960, Blaðsíða 4
4 FALKINN „MaðUr verður að líða fyrir fegurðina,“ segja Frakkar. Þegav ég sá blóðið renna niður eftir kroppnum á ungri stúlku af Ass- ongo-Men'o kynkvíslinni, skildi ég að þetta sannast fyllilega á afrík- önsku fegurðinni. Gömul kona með klumbufót (fólk með líkamsgalla gefur sig einkum að andlitsfegrun, vegna þess að það getur illa unnið í görðunum) hafði gert hringi úr blautri ösku á ancjliti stúlkunnar og allskonar fáranlegar myndir á handleggina á henni. Ef nokkuð hefði brugðið frá öskuteikningunni mundi stúlkan hafa hlotið æfilöng líkamslýti, að áliti nágranna hennar. En ég sá fljótt að gamla konan var þaulæfð í listinni og skeikaði ekki. Hún var ekki skjálfhent meðan hún var að skera sundur bjórinn, svo að blóðið lagaði úr sárunum. Stúlkan var alveg róleg líka. Hún deplaði ekki augunum meðan kerl- ingin var að skera bjórinn á henni, hægt og hægt — það hefði líklega ekki þótt viðeigandi. Eftir að hún um ökla. Hin mikla eftirspurn eftir kopar, til þess að stúlkurnar fái sem ■best gjaforð, gengur stundum út yfir landsímann. — Karlmennirnir vilja auðvitað þóknast stúlkunum og heldur en að deyja ráðalausir fara þeir út í skóg og stela síma- vír til að sívefja kálfana, svo að þeir þrútnuðu, og þykir það mikill fégurðarauki. Annars held ég að upprunalegi tilgangurinn með kopar-öklahring- unum hafi verið sá, að hindra að konur strjúki frá bændum sínum, cg að þess vegna séu hringirnir haiðir svona þungir. Það eru fleiri kynkvísiir en þessi, sem nota þunga öklahringi — og líklega í sama til- gangi. Það er ekki aðeins þyngdin sem gerir kvenfólkinu erfitt um hlaup, heldur líka lögunin á hring- unum. Þegar við fórum frá Assongo- Menofólkinu héldum við til austur- hluta belgiska Kóngó. Þar eru kon- ur með ,,andarnef“ — þ. e. stórar tréplötur í vörunum. Ekki þótti mér þær fríðar, vesl- Unga kona af Assongo-Meno-fólki, sem áður var mannætur, er með sorfnar tennur. FEGURÐARDISIR Fegrunin hostnr hvulir - en wnihiö shnt til wnihits vinnn ☆ ☆ ☆ ÖNNUR GRJEIN ☆ ☆ ☆ var gróin var krukkað í hana aftur, svo að örin yrðu greinilegri. ,,Assongo-Meno“ þýðir eigin- lega: „sorfnar tennur“, og bæði karlar og konur af þessum stofni láta sverfa á sér tennurnar — það er gömul hefð frá þeim tíma er þetta fólk var mannætur. Ég fæ alltaf kvöl í tennurnar þegar mér verður hugsað til stúlku- aumingja þarna úr öðru byggðar- lagi. Ég horfði á meðan verið var að saga skarð í allar framtennurnar, alveg upp í góm. Það var gamalt bandsagarblað, sem læknirinn notaði. Aðrir ættstofnar hafa þann sið að mölva tennurnar úr fólki. Sum- ir láta duga að brjóta tvær fram- tennur í neðri góm, en aðrir halda því fram að ekki stoði að mölva minna en sex. Og ekki er hægt að segja að þessi „læknisaðgerð“ sé nærgætnisleg, því að tennurnar eru mölvaðar með steini, og venjulega standa brotin eftir upp af rótinni. Assongo-Meno fólkið heldur mik- ið upp á kopar til skrauts og geng- ur með klunnalega koparhringi um öklana. Einu sinni sá ég mann, sem var að taka koparhring af fætinum á litlu dóttur sinni. Hann lamdi á hringinn, sem var svo þröngur að hann hafði gert nagasár á fótinn. Við depluðum augunum, telpan og ég, í hvert skifti sem hann sló, en skeifhöggur var hann ekki, það mátti hann eiga, og ég held að telp- una hafi ekki verkjað mjög mikið. en ekki vildi ég láta nota fótinn á mér sem steðja, eins og þarna var gert. Svo setti hann annan stærri hring á telpuna, og sú fann til sín þegar þessu var lokið! Telpan sem við sáum hlýtur að þurfa að skifta oftar um öklahringi áður en hún verður fullvaxta. Þeg- ar ég sá hana munu hringirnir hafa verið miJli sjö og átta kíló á hverj- Að ofan: Bunia-kona með teygðar varir. — Að neðan: — Svona kop- arhlekki gengur kvenfólk Assengo- Meno-fólksins með um öklana. ingarnir, og mér þótt vænt um að frétta að þessi siður er að ganga úr tísku. Konur þessar tala svo þvoglu- lega að maður skilur þær ekki, og innfæddur maður varð að endur- taka allt sem þær sögðu. Maður sem var vanur þessu málfari. Slefan rann út úr munnvikunum á þeim, og þegar þær átu urðu þær að taka plöturnar úr vörunum og áta með varirnar hangandi niður á höku. Þær urðu hrifnar þegar ég tók upp varastiftið mitt og sýndi þeim hvernig kvenfólkið í Evrópu gerði sig fallegt. Það glamraði í plötun- um þegar þær voru að tala við túlkinn, og hann bað mig um að lofa þeim að reyna varalitinn. Ég gaf þeirn bút og þær voru ólmar af gleði er þær byrjuðu að mála var- irnar hver á annari. Mér fannst þetta ljót sjón, en þær hættu ekki fyrr en búturinn var búinn. Enda eru varirnar á þeim svo langar og teygðar, að þeim mundi ekki veita af heilu stifti á viku, ef þær færu að nota vararoða að staðaldri. Meðan telpurnar eru litlar er borað svolítið gat á efri vörina, og smáspýtu stungið í gatið. Síðar er spýtan gerð gildari smátt og smátt, uns gatið er orðið einar tveir þuml- ungar í þvermál og þá er kringlótt smáplata notuð í gatið. Þannig fer Buniafólkið að. Ég hef hitt konur af Ubangi-stofninum með plötur bæði í efri og neðri vör. Ég held að þessi afskræming eigi rót sína að rekja til þess, að Bunia- stúlkurnar voru sérstaklega falleg- ar. Þær voru svo annálaðar fyrir fegurð, að arabískir þrælasalar stálu þeim, fullvissir um að þeir fengi hærra verð fyrir þær en nokkrar ambáttir aðrar. Eina ráðið, til að forðast þetta var það, að af- skræma stúlkurnar sem mest, og þær hafa viljað það til vinna frem- ur en að lenda í klónum á þræla- sölunum. Varla hefði nokkuð ann- að dugað betur. Sumir svertingjar teygja úr eyrnaflipunum í stað þess að teygja úr vörunum. Eina konu hitti ég sem auðsjáanlega fann til sín þeg- ar hún var að sýna mér að hún gat stungið handleggnum gegnum gatið á eyrnaflippanum. Af því má les- andinn marka hve stórt gatið var. Þegar ég hitti Manbetu-fólkið sá ég eina róttækustu andlits-„fegrun“, sem hægt er að hugsa sér. Þetta fólk gerbreytir höfuðlaginu. Þegar barn fæðist er hauskúpan á því mjúk og meyr, vegna kalkleysis. Er þá bastlinda reyrt utan um höfuðið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.