Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1960, Blaðsíða 8

Fálkinn - 19.02.1960, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN G. BRANDT: Leyndarmál Smiths Ifíttv embtcttistnaður — snuthjjét í t' i /i iss íjjértt ttrvéli n tt i - lietttsi tfSiv /t et'tt tt ðtt t'letftt tltt r- tttttl. *- Otf svtt... ARTHUR SMITH, hinn vinnu- sami embættismaður, var að- eins fertugur, en virtist eldri en hann var. Hann var ritari í utan- ríkisáðuneytinu — eitt örugga smá- hjólið, sem má ekki bregðast ef ríkisstjórnarvélin á að ganga. Hann og aðrir af sama tagi, önnuðust allan undirbúninginn og skiluðu málinu í hendur þess, sem var næst- ur fyrir ofan þá að virðingu, og yfirmennirnir krotuðu nafnið sitt undir bréfin, og vissu varla hvert efni þeirra var. Þeir fengu heiður- inn fyrir vel unnið starf, en Smith og félagar hans fengu skömmina, ef eitthvað var aðfinnsluvert. Arthur Smith var undirtylla ráð- herrans, Herberts Bryan, og upp á síðkastið hafði svo margt hlaðist á hann, að það gekk út yfir minnið. Hann gleymdi stundum ýmsu eða lagði málskjöl á skakkan stað, og á hverjum degi varð hann að hafa heim með sér ýms skjöl til að vinna úr þeim í tómlegu herbergjunum sínum í gamla húsinu, sem hann hafði átt heima í síðustu tíu árin. Þar sat hann og vann á hverju kvöldi og um hverja helgi, til þess að reyna að láta ekki safnast fyrir hjá sér öll þau ósköp, sem bárust að honum. Einn laugardag var hann að vinsa úr ýms skjöl, sem hann ætlaði að hafa heim með sér til að vinna úr um helgina, og var um leið að tala við viðfeldna ritarann sinn, Maud Miller, sem hann hafði haft mikla, en leynda aðdáun fyrir síðustu tvö árin. Að sú sama Maud geymdi al- veg samskonar tilfinningar i brjósti til hins vingjarnlega, iðna hús- bónda síns, hafði hann enga hug- mynd um, — honum var þvert á móti ómögulegt að hugsa sér að jafn falleg og dugleg ung stúlka gæti látið sér lítast á hann — og við það sat, vitanlega. Honum var yndi að hafa hana nærri sér, hún var bæði viðkunnanleg og dugleg — og hann vonaði innilega að hún yrði ekki flutt í aðra deild, eða tæki upp á því að giftast, því að þá hvarf honum eini ljósdepillinn í grárri tilverunni. — Viljið þér gera svo vel að ná í mál nr. 11.789 ásamt öllum fylgi- skjölunum, ungfrú Miller, sagði hann og læsti einni skúffunni i skrifborðinu sínu. — Ég verð að hafa það með mér heim. Ég er orð- inn svo ótrúlega gleyminn upp á síðkastið. — Ég hef lagt það allt í möpp- una yðar, svaraði hún og brosti. — Ég hef tekið eftir að þér eruð stundum dálítið viðutan. Eins og t. d. þegar þér höfuð með yður þrjú sápustykki í stað nestisböggulsins. Þér hafið alltof margt að hugsa. Mér finnst að ráðherrann gæti lát- ið yður fá aðstoðarmann. Hann brosti bara og hélt áfram: — Er það komið, þetta mál sem Gordon kapteinn bað mig um að líta á? Hann sagðist skyldi senda það, en hann hefur kannske gleymt því. . . . — Nei, það er komið. Það liggur líka í möppunni yðar. — Þökk fyrir. Hvernig ætti ég að bjarga mér án yðar? Ég óska yður alls góðs um helgina, ungfrú Miller, þér munuð ætla yður að nota góða veðrið? — Það ættuð þér að gera líka, sagði hún og horfði á hann. Hann hristi höfuðið, tók möppuna og gekk til dyra. — Það væri gaman, en því mið- ur, annríkið.... Hann kinkaði kolli og fór út og lokaði hurðinni var- lega. Svo bætti hann við, lágt en með áherzlu: Alltaf þessi bölvaða vinna! Hann leit skelkaður kring- um sig — nei, það voru aðeins gráir veggirnir í utanríkisráðuneyt- inu, sem höfðu heyrt þenna form- fasta og stillta embættismann bölva. . . . Kiukkan var háífellefu laugar- dagskvöld, og Arthur Smith hafði pælt gegnum ótal skjöl þegar hann loksins kom að erindinu frá her- varnarráðuneytinu, sem hann átti að lesa. Allt í einu leit hann undrandi á blað, sem lá á milli blaðsíðu 6 og 7 í skjölunum, sem hann sat með. Hann leit fljótlega yfir blaðið og sá að það var málinu óviðkomandi, það var ítarleg lýsing á nýja leynivopn- inu, sem verið var að reyna. Blaðið var merkt: ,,Top Secret — má ekki hreyfast úr skrifstofu ráðherrans.“ Þarna hlaut að hafa orðið leiður misgáningur, hugsaði Smith og varð órótt. Hann hringdi samstundis til ráðherrans, sem aldrei þessu vant var heima, vegna þess að hann var að halda samkvæmi. — Gætuð þér ekki fundið annan Hvernig í ósköp- unurn getur það týnst, heima hjá ráðherranum? spurði Arthur Smith. heppilegri tíma til að trufla mig', sagði ráðherrann önugur þegar Smith hafði sagt honum hver hann var. En þegar hann heyrði hvað í efni var, varð hann mýkri í máli og spurði skelkaður og uppvægur: — Hvernig í dauðanum hefur þetta plagg komist burt úr skrifstofunni minni? Það var svei mér gott að þér hringdu strax. Ég hlýt að hafa haft bæði málin á borðinu hjá mér samtímis og hef stungið skjalinu inn í skakkt mál til að fela það. . . . Hafið þér lesið um hvað þetta fjall- ar, Smith? — Já, því miður. Mig grunaði ekki að það væri eitthvað, sem ég mætti ekki sjá, mér þykir þetta mjög leitt en.... — Leggið' blaðið í umslag undir eins og innsiglið það! tók ráðherr- ann fram í, önugur. — Ég sendi bílstjórann minn til yðar með lög- reglufylgd eftir nokkrar mínútur, svo að ég geti haft skjalið í skjála- skápnum mínum í nótt. Svo gleymið þér því sem þér hafið lesið, Smith. Skiljið þér það? — Ráðherranum er óhætt að treysta mér, sagði Smith undirgef- inn. — Ég treysti engum, svaraði ráð- herrann kuldalega. — Og ég vara yður við að minnast á þetta við nokkurn mann. Ef þér ljóstið ein- hverju upp, getur það haft hroða- legar afleiðingar — fyrir yður líka! Þegar Arthur Smith kom í skrif- stofuna á mánudagsmorgun varð hann hissa að sjá Gordon kaptein sitja við borð Maud Miller. Gordon, sem Smith hafði oft lent í árekstr- um við og var mjög lítið um — var fölur og sjáanlega hræddur. Hann beið þangað til Smith hafði lokað eftir sér dyrunum, svo tafsaði hann: — Nú hefur tekist hræðilega til, Smith! Hroðalegt! — og þér eruð eini maðurinn, sem getur hjálpað okkur! Það er þetta skjal, sem yður var sent af misgáningi. — Þekkið þér nokkuð til þess? spurði Smith hissa. — Já. Ráðherrann sagði mér það snemma í morgun. Hann símaði og bað mig um að koma — og að hann trúði mér fyrir þessu, kemur af því að nú er skjalið týnt aítur, og finnst líklega aldrei. — Hvernig í ósköpunum getur það týnst heima hjá ráðherranum? spurði Smith. Ráðherrann tók þáð úr skápnum í morgun. Og á eftir týndi hann úr ýms skjöl í skjalaskápnum og fleygði því, sem var afgreitt og úr sögunni. Hann hefur líklega fleygt. skjalinu í bréfakörfuna, en það sem í henni var fór niður í kjallara og var brennt í miðstöðunni. Gordon tók málhvíld, kveikti i vindlingi og hélt áfram, nokkru rólegri: — Ráðherrann var á för- um, og átti að fljúga á áríðandi fund og kemur ekki aftur fyrr en í næstu viku. Hann lagði fyrir mig að annast þetta mál og tala við yður. Hér er um að ræða keðju af óhöpp- um. Aðeins þetta eina eintak var til af lýsingunni og Bolton yfir- verkfræðingur, sem samdi hana, er dáinn — hann dó í vikunni sem leið, eins og þér vitið. — Við gætum kannske fengið einhverjar upplýs- ingar hjá nánustu samverkamönn- um hans, en þeir vita hver um sig ekki um annað en eitt einstakt

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.