Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1960, Blaðsíða 14

Fálkinn - 19.02.1960, Blaðsíða 14
FALKINN ií XTC JLíð otf Etldie — Framh. af 7. síðu. Meðan skilnaðarmálið var á döf- inni fór Debbie til Róm, París, London og Madrid. Hún lék í mynd sem heitir „It started with a kiss“, með Evu Gabor og Glenn Ford. Debbie Reynolds er alger andstæða Liz Taylor. Hún er afar látlaus, reykir hvorki né drekkur og er laus við alla duttlunga. En þessari indælu konu tókst ekki að halda í Eddie Fisher. Hann töfaðist af glysi Liz. Debbie Reynolds fær 350 þúsund dollara ársmeðlag með börnunum. Auk þess fékk hún hús- ið með innbúi, bíla etc. Á síðasta ári lék hún í sex kvikmyndum, svo að hún hefur nóg að hugsa, ann- að en trega Eddie. Liz og Eddie fóru í langa brúð- kaupsferð. Þau komu til Barcelona 16. maí í 200 lesta lúxussnekkju og sigldu fram og aftur um Miðjarðar- haf. Vitanlega gengu ýmsar sögur um Eddie og Liz. Ein þeirra sagði, að Liz hefði verið orðin ólétt áður en hún giftist Eddie. Það reyndist ósatt. En Liz segist gjarnan vilja eiga eitt barn í viðbót. Þegar frétt- ist að þau væri á leið til Englands streymdu blaðamenn þangað með ljósmyndara sína. Þau höfðu leigt sér hús fyrir utan London og voru þar með þrjú börn Liz, og vonuðu að fá að vera í friði meðan hann væri að syngja á plötur og hún að leika í tveimur myndum. Hún hefur haft 500.000 punda tekjur á síðasta ári, auk þess sem hún græðir á Mike Todd-myndinni miklu: „Kringum jörðina á 80 dögum.“ Þegar flugvélin þeirra lenti fyrir utan London var fjöldi blaðamanna mættur þar. Og það leyndi sér ekki að köldu andaði til Liz. — Hverjar eru framtíðaráætlanir yðar? var fyrsta spurningin. — Eg ætla að hætta að filma. Ég óska mér heimilis og einskis annars í veröldinni. — Það sögðuð þér líka þegar þér voruð hérna fyrir 18 mánuðum með Mike Todd, sagði einn blaðamað- urinn. Liz hrökk við, en játaði að það væri rétt. — Ástæðurnar hafa breyst síðan þá, sagði hún dauf- lega. Og það vissu allir. Áður en blaðamaðurinn komst lengra fór umboðsmaður kvik- myndafélagsins á burt með hana. En undir eins og þau höfðu kom- ið sér fyrir byrjuðu heimsóknirnar. Montgomery Clift, sem er mikill aðdáandi Liz (sumir segja að hún hafi gerspilt æfi hans) var meðal fyrstu gestanna. Og fyrrverandi eiginmaður nr. 2, Mike Wilding, kom ásamt núverandi konu sinni, Susan Nell, hinni ríku, til að sjá drengina sína. Mike hefur alltaf tekið svari Liz, þegar hann hefur heyrt henni hallmælt. Þau eru góð- ir vinir enn. En þó að Liz væri nýgift Eddie var hún eirðarlaus. Einn laugar- dagsmorguninn heimtaði hún að fljúga til Parísar, „til þess að fá eitthvað almennilegt að éta.“ Og þau flugu til Parísar. Þar náði franskt vikublað tali af þeim. Og daginn eftir fékk fólk að lesa um barnið sem væri í vonum og ýmis- legt fleira, sem Liz segist aldrei hafa minnst á. Eddie og Liz stefndu blaðinu. En fyrir bragðið var enn meira talað um það, sem í því hafði staðið.... Nú vill fólk halda því fram að Liz sé til alls trúandi. Og ýmsu er spáð um hjónabandið Taylor—Fish- er. Liz hefur að vísu sagt að hveiti- brauðsdagar þeirra muni standa í þrjátíu ár. En hún hefur alltaf verið „svo hamingjusöm“ fyrstu vikurn- ar eftir að hún giftist, að enginn tekur hana alvarlega — nema Eddie. ☆ Mjólkurskál — * FRAMH. AF 11. SÍÐU Reyna að sjá til að þessar níu per- sónur þarna hreyfðu ekki fæturna. — Heyrið þið, sagði ég svo hátt að allir hlutu að heyra það. .... — Ég hef verið að hlusta á rökræður ykkar um hugrekki og þess háttar. En við getum verið sammála um að hugrekki er í því fólgið að hafa stjórn á sjálfum sér. Og nú skulum við að gamni okkar reyna hve vel okkur tekst það. Við skulum sitja alveg hreyfingarlaus og þegjandi í fimm mínútur. — Þegjandi.... át Gösta eftir, en ég tók fljótt fram í: — Ekki aðeins þegjandi heldur líka alveg hreyfingarlaus — fæturn- ir líka. Eins og myndastyttur. Ég skal segja ykkur ástæðuna þegar fimm mínútur eru liðnar. Gestirnir kinkuðu kolli og brostu. Því ekki það? Og svo gaf ég merki og allir þögðu. Þögnin eftir allt gamanhjalið var hræðileg. Þarna heyrðist ekki ann- að en suðið í loftsnerlunum. Ég sat þannig að ég gat séð dyrnar inn í húsið. Nú stóð indverski þjónninn bak við stól frá Maxon. Hann var grár í framan og einblíndi á dúkinn undir fótunum á okkur. Sá hann nöðruna? Ég leit á húsmóðurina og augna- ráð hennar var mér nóg þakklæti fyrir þetta, sem ég hafði lagt á mig. Hitt fólkið vissi ekkert hvað und- ir þessu bjó, og leiddist þögnin og fannst lítið til þessa samkvæmis- leik's koma. Ungfrú Gtilleux brosti HrcAAqáta 'JátkanA zo\guL * .i (’íll14 1” pfl t- 1 Hff 1-7 ið W ai, w r PiAi -mmr, ■ 1 ' ™ 55WjL(- 57 jnr 55 glgcí -fiF m i yir~ ™ bbs m LÁRÉTT SKÝRING: 1. Fiskur, 5. Þorandi 10. Blæs, 11. Ávíta, 13. Fangamark, 14. Karl- mannsnafn, 16. Útungun, 17. Grísk- ur stafur, 19. Þrír eins 21. Skap- raun, 22. Málmur, 23. Skjótt, 24. Guð, 26. Framkvæmir, 28. Fugl, 29. Skjögrar, 31. Kali, 32. Óbrotinn, 33. Opera, 35. Raðtala, 37. Fanga- mark, 38. Hljóðst., 40. Vesæll, 43. Einangrunarefni, 47. Tóntegund, 49. Hljóma, 51. Pár, 53. Nöldur, 54. Ágæti, 56. Gælunafn, 57. Karl- mannsnafn (ef.), 59. Hljóð, 61. Guð, 62. Ólíkir, 63. í fjósi, 64. Skora, 66. Fangamark, 67. Röltir, 69. Tak, 71. Ýkjur, 72. Með tölu. LÓÐRÉTT SKÝRING: 1. Stafur, 2. Sambandsheiti, 3. Falla, 44. Frægð, 6. Sleipir, 7. Borð- andi, 8. Verkur, 9. Samhljóðar, 10. 12. Mánuður, 13. Garn, 15. Vanga, 16. Skaka, 18. Suðurlandsbúi, 20. Sonur, 23. Brisið, 25. Kveikur, 27. Ólíkir, 28. Kaupfélag, 30. Rölt, 32. Reiðtýgi, 33. Sambandsheiti, 36. Askur, 39. Veikir, 40. Vopn, 41. For- skeyti, 42. Ræflar, 43. Fugl, 44. Planta, 45. Gort, 48. Sonur, 50. Tónn, 52. Skreið í gegn, 54. Hangsa, 55. Rusl, 58. Brotsjór, 60. Glundur, 63. Þrír eins, 65. Gælunafn, 68. Hljóðst., 70 Skammst. oCatiin á Iroiicjátu. í iíÉaita lUi. LARETT RAÐNING : 1. Sítar, 5. Afrek, 10. Eitur, 11. Rotin, 13. Nr. 14. Asía, 16. Dúsa, 17. Es, 19. Eir, 21. Lin, 22. Slot, 23. Slyng, 26. Meta, 27. Ilm, 28. Skálkar, 30. Pat, 31. Makar, 32. Slipp, 33. RR, 34. LS, 36. Hnífs, 38. Banda, 41. Kör, 43. Lunganu, 45. Frá, 47. Kría, 48. Ragna, 49. Smið, 50. Ais, 53. Ámu, 54. RN, 55. Flak, 57. Arfi, 60. MN, 61. Aular, 63. Kinda, 65. Mókir, 66. Viðar. LGÐRÉTT RÁÐNING : 1. Si, 2. íta, 3. Tusk, 4. Ari, 6. Frú, 7. Rosi, 8. Éta, 9. ÐI, 10. Erill, 12. Neita, 13. Nesið, 15. Aflar, 16. Dýnks, 18. Snatt, 20. Romm, 21. Lepp, 23. Skarfur, 24.Y1, 25. Gall- ana, 28. Skríl, 29. Risnu, 35. Okkar, 36. Hrís, 37. Snark, 38. Banki, 39. Afmá, 40. Náðun, 42. Örina, 44. GG, 46. Rimma, 51. Blak, 52. Ofið, 55. Fló, 56. Ari, 58. RKÍ, 59. Ina, 62. Um, 64. Dr.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.