Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1960, Blaðsíða 5

Fálkinn - 19.02.1960, Blaðsíða 5
FALKINN 5 MAÐURINN BAK VIÐ ORÐIÐ GROGG aðmlráll var vinsæll - eins og „groggiö" Það var 44. ágúst 1740, sem enski aðmírállinn Vermon gaf út dagskipun til allra skipherra í flotadeild sinni í Vestur-lndíum, og sú dagskipun var þess efnis „að takmarka hinn hœttulega drykkjuskap sjóliðanna að mikl- um mun“. Framvegis skyldi skammtur sá af rommi, arraki og brennivíni, sem sjóliðarnir fengu kl. 11 árdegis ag kl. 5 síðdegis, blandaður með vatni, þannig ein flaska áfengis skyldi blönduð hálfri flösku af vatni. Með öðrum orðum þriðjungur vatns. — Það má nœrri geta, að þessu var ekki vel tekið hjá skipshöfn- unum, enda var kurr í mörgum er þeir tóku við blöndunni. Ekki er óhugsandi að uppþot hefðu orðið á sumum skipunum út af þessu, ef aðmírállinn hefði ekki nokkrum dögum síðar gefið dátunv.m það heilrœði að blanda ekki áfengið með köldu vatni heldur heitu. Þessi drykkur bragðaðist mjög vel, sérstaklega ef nokkrir sykurmolar voru látn- ir út í. — Vermon aðmíráll var virtur ag vinsœll yfirboðari, og vegna þess að hann gekk venjulega í jakka úr „grogram“ — en það er efni úr silki oq úlfaldahári, — hafði hann fengið gœlunafnið „Old Grogg“. En það var skipslœkninum og skáldinu Thomas Trotter að kenna, að þetta nafn festist líka við hinn nýja drykk, sem nú var orðinn vinscell í flotanum. Thom- as Trotter samdi nefnilega langt Ijóðábréf um aðmírálinn og hina frcegu blöndunartilkynningu hans, og lýsti gagnsemi hins nýja heita drykkjar, sem væri marg- falt hollari en óblandað áfengi. í Ijóðábréfinu tók hann fram að drykkur þessi eða toddí hefði hlotið nafnið GROGG, aðmíráln- um til œvarandi heiðurs og veg- semdar. Nafnið lifði og er nú komið inn í mál flestra þjóða heimsins. Og uppruna sinum samkvœmt er það öllu meira notað á sjó en á landi. 5í5ö!i0íí0íi!50íiíií50í5i5«00ö0«!síítt0ísísíiíi0000ö«0ö0ttssiitiíiíiísíií5ísís',iíi0í5íi!iííí«iíi01 Þegar barnið vex hækkar höfuðið en verður óeðlilega mjótt. Með nokkurra daga millibili tekur móð- irinn höfuðfjötrana af barninu og nuddar það svo að blóðrásin stöðv- ist ekki og ekki komi sár á höfuðið. Höfuðið verður langt og mjótt, og ekki ei’ annað að sjá en heilinn sætti sig við þessa lögun og bíði ekki tjón af henni. Menbetufólkið málar andlitið á sér dökkblátt. Og kvenfólkið ber útskorin tréhnall aftan á sér í mittisól. Hann er ekki aðeins til skrauts heldur líka til að tylla sér á, þegar það vill hvíla sig. Eitt einkenni sem ég hef tekið eftir á afríkönsku kvenfólki, er bakhlutinn á konum búskmann- anna. Fitan safnast eins og ístra á lendarnar. Það er líklega náttúran sjálf, sem hefur séð konunum fyrir þessu forðabúri. Þær lifa í Kalahari- eyðimörkinni og svelta stundum dögum saman í matarleitinni. Líkamsmálin á þessum konum eru óvenjuleg. í safni í London er líkan af Mantebukonu og ummálin á henni eru: 86 — 66 — 106. En meðalhæðin er — 146 sentimetrar. NÆSTA: Þar sem konurnar éta mennina sína. £kritlur Alfreð skozki átti strák, sem spurði hann hvort hann mætti kaupa sér nýja gramófón-nál. — Nei, það er óþarfi, sagði Alfreð, — þú getur brýnt þá gömlu á steini. Stráksi fór út á dyrahelluna og fór að brýna nálina. — Nei, þetta máttu ekki, sagði faðir hans. — Þú getur farið yfir götuna og brýnt nálina á dyrahellunni þar. * Þeir voru báðir eigendur að sama fyrirtækinu og höfðu brugðið sér upp á Öskjuhlíð til að spila golf. Allt í einu segir annar: — Hvert í heitasta! Ég gleymdi að læsa pen- ingaskápnum áður en ég fór! — Gerir það nokkuð til, svaraði hinn. — Við erum hérna báðir. * Bílstjórinn var svo óheppinn að aka yfir hana á Flóaveginum, og konan kom út og jós yfir hann skömmum. — Hægan, hægan, ég skal bæta yður þetta upp, sagði bílstjórinn. — Þú gerir slag í því. Þá yrðirðu að vakna klukkan fimm á hverjum einasta morgni og gala til að vekja hænurnar. * Dómarinn: — Hafið þér kallað þennan mann fábjána og úlfalda? Ákærði: — Svei mér ef ég man það. En því meir sem ég horfi á hann, því líklegra finnst mér, að ég kunni að hafa gert það. * Píslarlegur karlmaður hnippir í manninn sem hafði setið við hliðina á honum í kvikmyndahúsinu. — Af- sakið þér, ekki munuð þér vera > ■ ’>'.................... * Greinarhöf. horfði á hessa ungu stúlku meðan þessi fegrun var gerð á henni. — SMÁ-MÚSIK. — Berlínarbúinn Martinn Zahl gert það að sérgrein sinni að smíða ofursmáar fiðlur, sem þó eru þannig gerðar, að hægt er að leika á þær. Hér sést hann vera að leika á eina af þeim smæstu, sem hann hefur smíðað. FALLEGUR HANI. — F. D. Walli er Englendingur og mesta ánægjan sem hann getur veitt sér er að ala upp fallega hænsni. Á því sviði er hann óþreytandi, enda fá Wallis- hænsnin oft verðlaun á sýningum. Hann hirðir hæsnin sín líka vel. Hér sést hann með hárþurrku og er að þurrka svolítinn hana eftir að hann hefur þvegið honum. Kristófer Jeremíasson? spyr hann. — Nei, af hverju spyrjið þér að því? — Ég er nefnilega Kristófer Jere- míasson, og það er ragnhlífin hans, sem þér eruð með í hendinni. -x Tveir kaupsýslumenn voru að tala saman á heimleiðinni af skrif- stofunni. — Fólk er alltaf með nef- ið ofan í því, sem mér kemur við, segir annar. — Hversvegna gerið þér ekkert við því? segir hinn. — Eins og ég geri það ekki. Ég sel snýtuklúta. * — Ekki skil ég að þú skulir ætla að giftast henni Moniku, jafn mis- jafnt orð og af henni fer. — Ég geri það einmitt þessvegna. Hún hlýtur að geta gefið mér efni í eina 5—6 reyfara. I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.