Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1960, Blaðsíða 15

Fálkinn - 19.02.1960, Blaðsíða 15
FALKINN 15 — bráðum mundi hún skella upp úr, og þá mundu gestirnir ekki stilla sig lengur. Ég leit til hennar bænaraugum.. .. mundi hún skilja það? Ungi Svíinn var líka hættulegur. Hann var að fitla við glasið sitt og eirðarleysið skein úr honum. Hann mundi gera uppreisn þá og þegar! Bara að ég gæti gert honum skiljan- legt að þetta var alvara en ekki gaman. Ég horfði fast á hann. . . . Ég veit ekki hve langur tími var liðinn, en mér fannst hann afar langur. Ég leit aftur til huguðu konunnar sem sat við borðsendann og sá breytingu á andlitinu. Roðinn færðist smásaman aftur í andlitið. Augun horfðu í ákveðna átt — nú vissi hún hvar naðran var! Þá mundi hættan bráðum liðin hjá. Mjólkin hafði freistað nöðr- unnar og nú kom hún úr felu- staðnum sínum. Þjónn stóð með keyri á lofti.... eftir sekúndu væri naðran dauð. Hann færði stólinn sinn og leit á gólfið. Svo rak hann upp vein og spratt upp, felldi stólinn og hörfaði undan. Ég spratt líka upp, en í sömu svifum sveiflaði þjónninn keyrinu. Gösta riðaði eins og drukkinn maður. Hann varð að styðja sig við borðið. Augun voru starandi og andlitið fölt. — Mikill voði! stundi hann hásri röddu. Þessi hræðilega naðra lá undir stólnum mínum! Þjónninn tók dauðu nöðruna og fór út. Svo var viskíi helt í glösin — okkur veitti ekki af hressingu eftir þetta, og Gösta varð að svolgra í sig þremur glösum áður en roðinn fór að koma í kinnarnar á honum aftur. Nú fannst mér ekki úr vegi að tala um hugrekki, og þess vegna lagði ég nokkrar spurningar fyrir húsmóðurina. Allir hlustuðu á okkur, enda ætl- aðist ég til þess. Ekki síst ungfrú Cailleux, sem hafði byrjað að tala um'þetta efni. —: Frú Maxon. sagði eg — viljið þér gera svo vel að segja mér hvar cobran var þegar þér urðuð vör við hana og senduð eftir mólkurskál- inni? Frú Maxon brosti. Ég sé brosið hennar í anda ennþá. Það var ofur- lítið glott-kennt. Hún leit til Gösta. — Hún hafði hringað sig um fót- inn á mér, sagði frú Maxon. -x PICASSO sá mikli málari keypti sér höll eina í fyrra og settist par að. Skömmu síðar braust þjófur inn í höllina. Picasso sá hann í svip áöur en hann slapp og þegar hann kcerði þjófinn afhenti hann lögregl- unni um leið teikningu, sem hann hafði gert af honum. Var hún Ijós- prentuð ag send lögreglunni víðs- vegar um landið. Eftir einn sólar- hring hafði lögreglan handiekið tvo vatnskrana, einn kœliskáp, ryksugu og skoska belgpípu. Á skíðum um hásumar. Myndin er frá Tékkóslóvakíu og sýnir gerfiskíðabraut, sem gerð hefur verið úr pastik. Brautin er 500 m löng og það hál, að hægt er að ná allmiklum hraða. Siðfáguðu fólki verður meira ágengt. Það hefir gott útlit og auðvelt með að kynnast öðrum. Fólk, sem umhugað er um útlit sitt, verður að hirða tennur sínar reglulega og nota tannkrem sem hægt er að reiða sig á. Saxodent freyðandi tannkrem gefur tönnun- um mjallhvítan blæ. Hin þétta súrefnisbætta froða eyðir andremmu og hindrar húðmyndun á tönnum. Þeir sem vilja hirða tennur sínar samkvæmt nýjustu heilbrigðiskröfum mega ekki láta hið freyðandi Saxodent tannkrem vanta. Það hentar jafnt fullorðna sem börn- um, ungum sem gömlum. Heildsölubrigðir: Kristján Ó. Skagfjörð. Sími 24120. VEB sm SKILAR HVITASTA ÞVOTTI ■■■Hi X-OMO inn/FW.íflíc

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.