Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1960, Blaðsíða 12

Fálkinn - 19.02.1960, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA Htienkatarihh -x * 6 „Þetta er hræðilegt, Brenda,“ sagði hún þeg- ar þær urðu samferða út úr kennslustofunni. „Við vitum öll, að einhver á sjúkrahúsinu hefur gert þetta, og þetta grunsemdarloft er óhugnan- legt. „Já,“ svaraði Brenda, „en það hlýtur að kom- ast upp. Ég þori að vegja um, að einhver er með lífið í lúkunum núna.“ „Karlmaður, Brenda?“ „Já, vitanlega. Sá samseki, ef hægt er að orða það svo. Ég geri ráð fyrir að það sé hann, sem hefur gefið Kathleen lyfið.“ „Það kann að vera að þú hafir rétt fyrir þér,“ svaraði Sonja hugsandi. „Að minnsta kosti er eitt víst: hún hafði ekki fengið neitt klukkan tíu, þegar hún var að grátbæna mig um að gefa sér skammtinn.“ Sonja sagði henni í stuttu máli frá samtalinu við Kathleen daginn áður. „Það var leiðinlegt,“ sagði Brenda. „En það var þó bót í máli, að þú neitaðir henni svona ákveðið. Annars hefðir þú sjálf getað farið illa út úr þessu.“ „Já, það er víst um það, en það var ekki þess vegna, sem ég neitaði henni. Ég hugsaði um veslings stúlkuna, en ekki um sjálfa mig.“ Brenda leit snöggt á hana. Stundum var hún beinlínis hrædd við skapfestu Sonju. Það gat auðveldlega komið fyrir, að dirfska og fórnfýsi hennar stofnaði henni í voða. Systir Mary kom til þeirra. „MacDonald yfirlæknir biður yður um að koma inn á skrifstofuna undir eins, ungfrú Harri- son,“ sagði hún óvenjulega hvasst. „Það er mjög alvarlegt mál, sem hann þarf að tala við yður um.“ Sonja var sannfærð um að nú hefði hann feng- ið ráðningu á gátunni og flýtti sér inn í skrifstof- una til hans. , „Vilduð þér tála við mig, yfirlæknir?" sagði hún. „Hafið þér kannske komist að hver gaf ung- frú O’Hara meðalið?“ „Mig furðar að þér skuluð vera svo frökk að koma með svona spurningu, ungfrú Harrison. Setjist þér.“ Sonja hafði aldrei heyrt læknirinn tala svona hvatskeytslega. Hún settist á eina stólinn, sem var í skrifstofunni, auk stóls læknisins sjálfs. „Hvað eigið þér við, læknir?“ „Þér vitið þag ofur vel, og ég verð að biðja yð- ur skýringar á þessu bréfi, sem systir Mary fann í skáp systur Kathleen í dag. Ég skal lesa það fyrir yður, svo að það rifjist upp: „Kæra systir Kathleen: — Aðeins örfá orð til að staðfesta, að ég skal hjálpa yður. Treystið því að ég skal gera allt sem ég get. Verið hughraust og berið höfuðið hátt! Yðar einlæg Sonja Harri- son.“ Philip MacDonald lagði bréfið frá sér og hvessti' augun á Sonju, eins og hann reyndi að lesa innstu hugsanir hennar. „Voruð þér ekki ein í lyfjabúðinni í gær, ung- frú Harrison?“ hélt hann áfram. „Sú staðreynd í sambandi við þetta bréf, neyðir mig til að draga ákveðnar ályktanir, þó mér sé það nauðugt.“ „Og hvaða ályktanir, MacDonald yfirlæknir?“ Rödd Sonju var ekki nema hvísl. Nú fyrst skildi hún hve hættulega var ástatt fyrir henni. „Að það hafið verið þér, sem gáfuð systv. Kathleen meðalið.“ Sonja spratt upp og rak upp angistaróp. „Leyfið þér yður að bera svona sakir á mig, yfirlæknir. Með hvaða rétti ákærið þér mig fyr- ir svona glæp — mig, aðstoðarlæknir yðar, sem hef unnið með yður daglega í þrjá mánuði? Þér ættuð að vita, að mér hefði aldrei getað komið til hugar að gera þetta.“ „Þér hafið skilyrði til að verða góður læknir, ungfrú Harrison,“ sagði MacDonald og radd- hreimurinn orkaði ógeðslega á Sonju. -,,En yður hættir því miður talsvert til að verða æst og móðursjúk. Það stafar kannske af því að þér eruð kvenmaður — það er kannske þess vegna, sem þér hafið ekki það andlega jafnvægi, sem maður verður að krefjast af lækni. Fyrst var það þessi zigaunakona, sem þér hleyptuð inn í barna- deildina þvert ofan í fyrirskipanir mínar. Og í morgun gerðuð þér mjög áfellisverðar athuga- semdir um afstöðu mína til systur Kathleen, svo að Mary hjúkrunarkona hlustaði á.“ Sonja beit á vörina. Enn einu sinni hafði hún látið skapið hlaupa með sig í gönur. „Ég skil að ég sagði meira en ég hefði átt að gera yfirlæknir. En það er þessu máli óvið- komandi." Læknirinn sneri sér hægt í stólnum og horfði á Sonju einkennilegu, nærri biðjandi augnaráði. „Heyrið þér nú,“ sagði hann, „hvers vegna ekki að meðganga strax? Ég met yður mikils, ungfrú Harrison. Þér eruð óvenjulega duglegur aðstoðarlæknir við uppskurði. Mig tæki það mjög sárt, ef framtíð yðar sem læknis ætti að fara í hundana fyrir þetta víxlspor. Ég er viss um að það hefur verið löngunin til að hjálpa, sem hefur ráðið gerðum yðar, og nú hefur stúlk- an lifað þetta af, svo að ekki varð neitt tjón. Ef þér vilduð verða hreinskilin við mig mundi ég gefa yður drengskaparheit um, að þér verðið ekki fyrir neinum óþægindum af þessu. Systir Mary fengi ekki einu sinni að vita það. Ég get látið hana halda, að Kathleen hafi náð í meðal- ið utan sjúkrahússins, og þér getið haldið áfram störfum hérna, eins og ekkert hefði komið fyrir.“ Sonja var skelfingu lostin að hlusta á það sem læknirinn sagði. Það var svo óhugnanlegt, að hún vildi ekki trúa sínum eigin eyrum. Það gat ekki verið mögulegt, að MacDonald tryði að hún hefði gert sig seka um svona alvarlegan verknað. „Yður skjátlast, herra yfirlæknir,“ sagði hún — Ef ég finnst króknuð einhvern daginn, er það þér að kenna. og gerði sitt ítrasta til að tala rólega. „Það er satt, að þetta leiðinlega mál er mér algerlega óviðkomandi.“ „Hvers vegna skrifuðuð þér þá þetta bréf?“ „Til þess að reyna að hindra að ungfrú Kath- leen O’Hara gripi til þessara örþrifaráða. í gær- morgun, þega.r ég var í lyfjabúðinni, bað hún mig um að láta sig fá skammt af þessu sama lyfi. Fyrst sagði hún að það væri handa sjjúkl- ingi í einkadeildinni, en af því að hún gat ekki sýnt neinn lyfseðil eða beiðni, skildi ég hvei'nig í öllu lá. Ég reyndi að telja í hana kjark og taka afleiðingunum af því hvernig komið var. En ég vildi hjálpa henni eftir beztu getu og bauð henni að aðstoða hana sjálf þegar sá tími kæmi, svo að þetta gæti farið leynt. Hún var svo sáraum — þess vegna skrifaði ég henni um kvöldið og staðfesti að ég skyldi hjálpa henni. „Þér játið þá að systir Kathleen hafi beðið yð- ur um skammt af meðalinu, og það er sannað, að þér voruð sú eina, sem voruð í lyfjabúðinni fyrsta klukkutímann. Ungfrú Richards kom klukkutíma of seint. Og samt ætlist þér til að ég trúi þessum uppspuna. Nei, ungfrú Harrison — þetta tekur út yfir allan þjófabálk. Hvers vegna lögðuð þér málið ekki fyrir mig, úr því að yður var svona annt um ungfrú 0’Hara?“ „Það datt mér ekki í hug, yfirlæknir," svar- aði Sonja og augun í henni leiftruðu. „En ég er yfirlæknir hérna. Það er skylda yð- ar að gera mér aðvart um svona mál.“ „Ég hef skyldur gagnvart öðrum líka,“ svar- aði Sonja. „Þér eruð svo harðbrjósta og hjarta- laus, MacDonald yfirlæknir, að þér gætuð blátt áfram gert unga, veiklaða stúlku brjálaða. Ég veit það sjálf, að ég hefði verið fyllilega fær um að hjálpa stúlkunni.“ „Allt þetta, sem þér segið, sannfærir mig enn betur um, að þér séuð sú seka,“ sagði MacDon- ald dræmt. Sonja náfölnaði. Andardrátturinn var erfiður og líkast þvi að hún kveinaði. „En þegar ég segi, að ég hafi ekki gert það, yfirlæknir.“ „Ég heyri það, en staðreyndirnar tala á móti yður, ungfrú Harrison. Ég get ekki notað yður til að aðstoða mig fyrr en þér hafið komið með sannanir — óhrekjanlegar sannanir fyrir því að þér séuð saklaus. Verið þér sælar.“ Ef Sonju hefði fallist hugur og hún farið að gráta mundi MacDonald yfirlæknir eflaust hafa mildast. En hin móðurlausa dóttir Roberts Harri- son hafði aldrei tamið sér að beita því vopni. Hún spratt upp, augun voru gljáandi og varirnar fölar. „Þetta getur ekki verið annað en átylla af yðar hálfu til að losna við mig, MacDonald yfir- læknir,“ hrópaði hún. „Þér hafið frá því fyrsta haft óbeit á að hafa mig — kvenmanninn — yður til aðstoðar, og nú Sijáið þér yður leik á borði til að losna við mig. Jæja, það gleður mig mjög, að yður skuli hafa orðið þó þetta ágengt. Ég er ekki vön að starfa með lækni, sem ekki lítur efnislega á hvert mál, en lætur persónuleg- ar hvatir ráða gerðum sínum. Jafnvel þó að mér takist að sanna sakleysi mitt, ætla ég mér ekki að verða aðstoðarlæknir yðar deginum lengur." Sá seki. MacDonald sat hreyfingarlaus og starði út í bláinn eftir að Sona var farin út. Þessi maður, sem venjulega var svo rólegur, var allur í upp- námi. Jafnframt því sem hann tók sér nærri þær beinu ásakanír, sem Sonja hafði borið á hann persónulega, tók hann sér nærri að hún skyldi hafa verið viðriðin þetta leiðindamál. Hann var enn sannfærður um að það væri hún, sem hefði látið Kathleen O’Hara fá meðalið. En hann hafði jafnframt einkennilega löngun til að fá sann- anir fyrir hinu gagnstæða. Ungfrú Harrison var afbragðs aðstoðarlæknir, svo að það hefði glatt hann ef sakleysi hennar hefði sannast. En þessi óhemjuskapur, sem hún svaraði honum með, var ljós vottur um vonda samvizku. Þá heyrðist drepið varlega á dyrnar. Læknir- inn leit við, spyrjandi. Hver var nú að koma og trufla hann? En þegar hann sá Elsie á þröskuld- inum brosti hann. „Komið þér inn, Elsie,“ sagði hann. „Hvað er yður á höndum?“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.