Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1960, Blaðsíða 11

Fálkinn - 19.02.1960, Blaðsíða 11
FALKINN 11 ☆☆☆ litla sagan Carl Sabin: Xijólh tta'slith l ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Við sátum úti á breiðum svölun- um, nokkur saman og vorum að rabba og reykja eftir miðdegisverð- inn. Hitabeltismyrkrið hafði lagst yfir landið, en þegar litið var út í skóg- ann næst húsinu mátti sjá eld- flugurnar á sveimi, eins og ofur- lítil stjörnuhröp. Ég dreypti á glasinu og tók lítinn þátt í samtalinu. Hafði engan áhuga á því, sem verið var að tala um. En allt í einu var breytt um efni. Ég held að það hafi verið ungfrú Cailliux, belgiski blaðamaðurinn, sem byrjaði. Hún minntist eitthvað á hugdirfsku kvenfólksins. Einn gesturinn andmælti henni og von bráðar voru allir farnir að pexa. Karlmennirnir hlóu og sögðu neyðarlega brandara um kvenfólk- ið, og ungur maður, Svíi sem hét Gösta, gerðist sérstaklega hávær. Hann var rithöfundur og samdi einkum ferðabækur og var nú að leggja í ferð hringum hnöttinn. Hann hafði talsvert álit á sjálfum sér, en á hugrekki kvenna. .. . Já, hann sagði berum orðum: — Kvenfólkið er bleygur! Þær vita ekki hvað hugrekki er. Sarillo, ungi spánski stjórnar- erindrekinn, varði kvenfólkið. — Er ekki hugsanlegt að þor gangi í erfðir eins og margt annað? Og þá hlýtur það að ganga í erfðir til kvenna ekki síður en karla. Ég held að kvenfólkið geti verið afar hugdjarft. Ég get nefnt dæmi um það. En Gösta gaf sér ekki tíma til að hlusta á nein dæmi. — Ástæðan er sú, að kvenfólkið hefur kynslóð eftir kynslóð komist hjá að leggja lífið í hættu. Kven- fólkið hefur lifað við öryggi, en karlmennirnir við áhættuna. Þess vegna er kvennaþorið horfið, þó það hafi kannske einhverntíma verið til. Allir vita, að það sem aldrei er notað, visnar og verður að engu. Frú Maxon, frúin í húsinu, hló. Hún var ung, rúmlega þrítug, falleg og gáfuð. — Þetta er ekki beinlínis kurteisi, sagði hún við Gösta. Gösta roðnaði og nú hallaði á Gösta. Ég dáðist að andlitinu á frú Maxon. En allt í einu hvarf glettnin úr andliti hennar, þó að varirnar brostu enn. Hún rétti fram höndina og þrýsti á rafbjölluhnappinn. Indverskur þjónn kom að vörmu spori. Frú Maxon sagði eitthvað við hann á hans máli, sem ég skildi ekki. Hann hvarf en áður en minúta leið kom hann aftur með flata skál í hendinni. Ég hnyklaði brúnirnar. I skálinni var mjólk. Frúin benti og hvislaði eitthvað og þjónninn setti skálina á gólfið, svo sem tvo metra frá stól frúar- innar. Þegar þjónninn hvarf inn í húsið aftur sá eg að andlitið á honum var ekki jafn sviplaust og áður. Þar var skelfing. Ég starði aftur á frú Maxon. Fólkið var enn að pexa um þor kvenfólksins. Enginn hafði tekið eftir þjóninum og mjólkurskál- inni.... Frúin brosti eins og áður, það er að segja varirnar brostu. í augum hennar las ég bæn um hjálp. Mér varð óglatt. Ég skildi samhengið í þessu þeg- ar frú Maxon hafði beðið um mjólk- ina. Ég vissi að eiturnaðra mundi vera einhversstaðar á svölununi rétt hjá okkur. Líklega kobra, en bit hennar drepur samstundis. Þegar ég hafði litið kringum mig þóttist ég vita að naðran mundi vera undir stóra borðinu. Ég gerði mér í hugarlund, að hún hefði hringað sig þar. Ef einhver gestur- inn hreyfði fótinn mundi hún bíta hann undir eins. Eitthvað varð ég að gera. . . . Framh. á bls. 14. tfp títri tíeröld Sveitabrúðkaup Makedóníu i Það er glatt á hjalla í kránni .... Gamall bóndi býður útlenda Jerðafólkinu vín og sauðamjólk- urost, því að í kvöld er hátíð í þorpinu. Dansað í alla nótt, því að á morgun verður brúðkaup. En gamli maðurinn segist ekki skilja hvernig unga fólkið skemmti sér núna.... Þetta var allt öðru vísi í gamla daga. Þá voru öll hjónaefni í sveitinni gift sama daginn, á Pétursmessu. Gamli maðurinn útskýrir á hrogna- þýsku hve hátíðlegt það hafi ver- ið að sjá tuttugu ungmeyjar í brúðarkjól samtímis — með gull- dúkata saumaða í beltið. Þá var slátrað tuttugmu dilkum og þeir steiktir á teini, og allt þorpið va.r í veislunni og drakk og dansaði Þá var efnafólk í sveitinni. Nú er sultur og seyra, og kommúnisminn hefur upprœtt gömlu venjurnar. Það voru aðeins tvenn hjón, sem átti að gefa saman á morg- un. Og engir gulldúkatar voru á brúðarkjólunum. Kirkjubrúðkaup voru bönnuð. En samt var haldin veisla, sem stóð tvo daga. Daginn fyrir brúðkaupið sel- flutti unga fólkið í þorpinu alla muni brúðarinnar og heiman- mund hennar til brúðgumans, sem hafði fengið tveggja her- bergja íbúð hjá foreldrum sínum. Tengdamóðirin og annað kven- fólk á heimilinu raðar öllu niður í ibúðunni, því að brúðurinn má ekki koma á heimilið fyrr en hún er gift. Flutningafólkið fœr sœta- brauð Oig brennivín og gengur syngjandi milli húsanna. Daginn fyrir brúðkaupið verð- ur brúðurin að ganga undir próf — sýna hvort hún sé fœr um að gegna húsmóðurstörfum. Hún á að sœkja vatn í brunninn, í við- urvist þorpsbúa, sem dansa kring- um hana og blása í flautur og berja trumbur og fylgja henni heim. Snemma morguninn eftir fer brúðguminn ásamt fjölskyldu sinni í kirkjugarðmn. Þau hella víni á grafir framliðinna œtt- ingja, kveikja á löngum kertum og tilkynna að ný persóna bœt- ist við fjölskylduna. Síðan er brúðguminn rakaður, þveginn og klœddur í sparifötin í votta við- urvist. Svo sezt hann á hestbak og ríður heim til brúðarinnar og flokkur manna fylgir honum. Unga stúlkan sem hefur beðið . eftir honum kveður nú foreldra sína kiökrandi. Hún er með slœðu fyrir andlitinu. Þegar hún er komin hálfa leið heim til brúð- gumans hœttir hún að vola. Og þegar kemur heim að húsinu á hún að sýna tengdaforeldrunum auðmýkt og hollustu. Hún hneigir sig fyrir hverjum og einum í fjölskyldunni, án þess að fara af baki. Tengamamma gengur á móti henni með stóran stafla af flatkökum, sem brúðurin kyssir. Og nú fœrir hópurinn sig frá henni, hún hoppar af baki og kyssir allt tengdafólkið á hönd- ina og kinnina. Slœðan er tekin af henni en höfuðbúnaður giftra kvenna settur á hana í staðinn. Svo er henni ýtt inn í bœinn og að hlóðunum. Hún á sjálf að mat- reiða fyrstu máltíðina, í viður- vist allra gestanna. Það er aðeins í afskektum fjallabyggðum sem þessir siðir eru enn við lýði. En nú er bœnda- menningin forna að hverfa og iðnaðarmenningin kemur í stað- inn. Útlendar stúlkur, sem hafa haft tœkifœri til að sjá sveita- brúðkaup í Makedoníu, hrósa happi að þœr skuli ekki eiga að giftast þar .... En gamli bóndinn, sem talar um hnignunina, minntist síns eigin brúðkaups. Það, var nú veisla í lagi. Þá var gaman að eiga heima í Makedoníu. Axlabönd Montgomerys Sú saga hefur gengið að í miðri orustu í Normandie hafi axlabönd Montgomerys bilað og að hann hafi orðið að fá að láni axlabönd undirliðsforingja Richards Pawl- ing. — Þetta er ekki rétt, segir Pawling í bréfi, sem fylgdi axla- böndunum, sem hann hefur gefið herminjasafninu breska. — Ó- hapyið vildi til þegar marskálk- urinn var á leið í leikhús. Hann skilaði mér axlaböndunum aftur og hafði skrifað á einn sprotann: Þakka yður fyrir að þér léðufí mér axlaböndin yðar. Montgom- ery af Alamein, hermarskálkur, 30. mars 1945. Vitið þér ...? að Rússar ætla að byggja „Sputnik-bæ“? Hann á að standa 40 km. fyrir ut- an Moskva og verður fyrsti bærinn, sem á að draga úr mannfjöldanum í sjálfri höfuðborginni. Þessir ,,plánetubæir“ eiga að rúma 65.000 íbúa hver, og skiptast í tíu hverfi, með 6500 íbúum. — Verksmiðjur í þessum bæjum eiga að standa 2 km. frá íbúðarhverfunum. að ratsjáin er orðin mikils virði fyrir veðurspárnar? Radiobylgjur, sem sumar veður- stöðvar senda gegnum ratsjá, geta örugglega útvegað mynd af veðrinu í 150 kílómetra fjarlægð, í allar átt- ir. Með góðum tækjum og æfðu fólki er hægt að ná myndum af fellibyljum og hellirigningu, en snjókomu er ekki hægt að sjá á lengra færi en 175 km. — Þetta kemur einkum að notum við spár fyrir næstu klukkutímana. að flugvélar eru rannsakaðar með röntgen-geislum? Um farþegavélar gilda ákveðnar reglur um hve oft þær skulu skoð- aðar. Stóru flugfélögin láta þá röntgenljósmynda ýmsa hluta vél- arinnar Og á myndinni sjást smæstu sprungur er þar kynnu að vera. Að þessu er vinnusparnaður og skoðun- in leiðir í ljós bilanir, sem ella kynnu að dyljast.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.