Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1961, Side 20

Fálkinn - 08.02.1961, Side 20
wmírnmmm TIL AUGLYSENDA! Aug-Iýsingagetraun sú, sem hefur göngu sína í þessu blaði, er algjör nýlunda hér á landi. Gerir blaðið sér vonir um, að getraunin veki athygli lesenda. Með þessari gerð auglýsinga vonum við, að okkur hafi tekizt að leysa að verulegu leyti þann vanda að gera auglýsingarnar hvort tveggja í senn skemmtilegar og áhrifamiklar. Blaðið vill því hvetja þá kaupsýslumenn, sem hug hafa á að auglýsa á þennan hátt að hafa samband við blaðið og fá upplýsingar um auglýsingarnar. Elltíma iiitiiii Skýringar við auglýsingagetraun Lesendum til leiðbeimngar skal þess getið, að þegar fyrsti stafur hvers orðs, sem finna skal er tekinn og skrifaður í fremri auðu lín- una, myndast lóðrétt nafnið á verðlaunagripnum. Sú undantekmng er þú, að í síðasta orðinu á að nota annan staf orðsins, sem spurt er um. Verzlunarfyrirtæki hér í bæ hefur sýnt blaðinu þá rausn að gefa glæsileg verðlaun að andvirði milli 1 og 2 þúsund krónur. Lausnir verða að hafa borizt fyrir 8. marz og þurfa að vera skrif- aðar á getraunablaðið. Utanásknftin er: Fálkmn, Pósthólf 1411, Rvík, Auglýsingagetraun. Eins og venja er verður dregið, ef margar réttar lausnir berast. 20 FÁLKINN VINUR MINN PÚLLI - Framh. af bls. 7. voru engir af herbergisfélögum okkar mættir. Er við vöknuðum eldsnemma næsta morgun og litum í kringum okk- ur, sáum við hrjótandi hausa í hverju rúmi. En nú var líðan okkar ólík því, sem verið hafði kvöldið áður, mesti glansinn farinn af tilverunni. Eins og vitað er, þá eru timburmennirnir einu íslenzku iðnaðarmennirnir, sem ávallt mæta stundvíslega á vinnustað, og stundum svo að óhugnanlegt verður að teljast, Umræddan morgun voru þeir sér- staklega árrisulir og athafnasamir, og var engu líkara en þeir ynnu í ákvæðis- vinnu eða upp á uppmælingu. Var nú aðeins eitt ráð fyrir hendi til þess að reyna að lama starfsgetu þessara þokka- pilta, og það var að stramma sig af. Vegna þess hvað við Púlli vorum 'báðir ráðþegnir að eðlisfari, létum við okkur hafa það og hófum afströmmunina af mikilli elju og ódrepandi dugnaði. — Er við höfðum stundað okkar skemmti- legu og þjóðlegu iðju um stund, varð Púlli þess var, að járnsmiður var að skríða ofan á sænginni hans. Hann strauk hann í burtu svo lítið bar á, enda kannske ekki alveg viss um raunveru- lega tilveru skriðdýrsins. Ef tveir menn sitja að drykkju og annar sér annarleg- ar pöddur en hinn ekki, þá er sjaldn- ast gott í efni. En innan stundar var annar járnsmiður kominn þarna, og nú var ekki um neitt að villast, því við sá- um hann báðir. Þó Púlli væri rólegasti og þolinmæðasti maður veraldar, þá of- bauð honum þessi óvænti átroðningur, enda rann honum svo í skap, að hann sló dýrið ofan af sænginni um leið og hann sagði: „Hvaða helvítis járnsmiðir eru þetta?“ Þá reis maður upp við dogg í einu rúminu og sagði afar hæglátlega: „Við erum úr Héðni.“ Síðustu ár ævi sinnar dvaldi Púlli hér í höfuðstaðnum. Hann var tíður gestur í Austurstræti, enda elskaði hann þann blett ættjarðarinnar meira en nokkurn annan. Eitt sinn sagði hann við mig: „Það er hvergi í heiminum eins fallegt landslag og hér í Austurstræti.“ Púlli varð bráðkvaddur í Austurstræti fyrir fáeinum árum. Ég mun ávallt sakna vinar míns Púlla, og ég hlakka til að hitta hann aftur, er ég hverf yfir hina miklu móðu. Hann var eflaust sá rólyndasti, nægjusamasti og hæglátasti íslendingur, sem nokkru sinni hefur verið uppi. En hann rann skeið sitt á enda þó hægt færi, enda sagði hann eitt sinn: „Sumum finnst ég fara mér hægt, en ég hugsa nú að ég muni lifa til æviloka, rétt eins og hinir, sem hafa meiri hraða á“.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.