Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1961, Side 24

Fálkinn - 08.02.1961, Side 24
SMJOR OG SMJORDEIG Smjördeig er hægt að nota til margs og því fer víðs fjarri, að erfitt sé að búa það til eins og allt of margir virð- ast halda. Búið til dálítið stóran skammt — því sjáið þið ekki eftir, -— þar sem hægt er að geyma deigið 8—14 daga á köldum stað, sé það vafið inn í málm- pappír eða smjörpappír. Úr deiginu er hægt að búa til litlar tartalettur eða stóra botna, kökur eða annað, ýmist fyllt með aldinmauki, ávöxtum, fiski eða kjöti. Og nýta má á skemmtileg- an hátt afganga frá miðdegisverði með því að bera þá fram í smjördeigsmóti. 500 g hveiti 500 g smjör eða smjörlíki 2—3 dl vatn 1 tsk. edik 15 g salt. Sáldrið hveitinu á borð, búið til holu í miðjuna. Setjið saltið þar í og hellið vatninu í smátt og smátt og hrærið því saman við hveitið með fingrunum. Deigið má ekki vera of blautt. Látið deigið bíða nál. 10 mínútur, áður en þið berjið það út með hendinni. (Md. 1). Leggið smjörið á mitt deigið og brjót- ið deigið utan um það. (Mynd 2). Keflið deigið varlega út, þar til smjör- ið fer að brjótast út. Brjótið deigið saman 3svar á hvern kant, og látið það bíða í 15 mínútur á köldum stað. Endur- takið þetta 4—5 sinnum og látið deig- ið bíða í 15 mín. hverju sinni. (Mynd 3). Smá linsumót eða tertumót, ósmurð, þakin með deiginu og þjappað vel í mótin með vísifingri. Smjörpappír lagð- ur yfir deigið og mótin fyllt með baun- um, svo að deigið hrökkvi síður sam- an. Bakað nál. 15 mínútur, séu lítil mót notuð og nál. 20—35 mínútur séu tertu- mót notuð, við 200°C. (Mynd 4). Úr þessu deigi fást um 60 tartalett- ur eða 3—4 tertubotnar. Ath. Afgangar, sem skerast utan af, skal leggja í búnka og fletja þannig út. Ekki hnoða saman, eins og venja er um deig. Með hverju á Þrátt fyrir hin mörgu efni, sem fást núna og ekki þarf að strjúka, verður ekki hjá því komizt sem fyrrum, að stífa og strjúka sum efni. Það getur því verið þægilegt að kunna skil á þeim helztu efnum, sem hægt er að stífa með. Ekki er þó hægt að setja ákveðnar reglur fyrir því, hversu mikið skal stífa. Verður hver og einn að þreifa sig fram um styrkleika þeirrar sterkjuupplausn- ar, sem notuð er, einnig ræður smekkur mikið. En vert er að muna, að þeim mun grófar sem efnið er, þeim mun meiri sterkju krefst þess. Kartöflumjölssterkja hæfir einkum grófari efnum, t. d. bómullarefnum, hör og rayon. Margar ungar stúlkur notast við kartöflumjöl, ef ætlunin er að und- irpilsin njóti sín fyllilega, og kæra sig kollótta, þótt pilsin verði með tímanum gráleit af völdum kartöflumjölsins. Eigi stífingin að vera mikil eru 2 msk af kartöflumjöli hræðrar út með 2 dl af köldu vatni. Hellið svo 2 1 af bullsjóð- andi vatni út í, þeytið vel í um leið. Myndin hér að ofan: Svona er hægt að bera smjörið fram á skemmtilegan hátt. Athugið, að smjörkeilurnar verða jafnari, sé smjörstykkið skorið í jafna bita, áður en verkið er hafið. Smjörspaðana skal bleyta í köldu vatni. aö stífa? Eigi að stífa í hófi er ágætt að taka helminginn af þessari upplausn og bæta út í hana 1 1 af volgu vatni. Vætið flíkina, sem á að vera hrein og harðundin, vel í sterkjuupplausninni, vindið hana og hengið til þerris. Þegar stífa á mikinn þvott, þynnist sterkju- upplausnin smátt og smátt, og þarf því að bæta út í upplausnina við og við. Ríssterkja hæfir þunnum glugga- tjöldum, útsaum, hvítum skyrtum og öllum hvítum og þunnum efnum í heild. Fyrir hálfstífaðan þvott skal ætla 3 mks. af ríssterkju í 2 1 af vatni. Fyrir mjúkstífaðan þvott skal ætla 3 msk. af ríssterkju í 5 1 af vatni, og eigi að- eins að hressa upp á flíkina, er hæfi- legt að ætla 3 msk. af ríssterkju í 10 1 af vatni. Hrærið sterkjuna út í dálitlu af köldu vatni, afgangnum af vatninu hellt sam- an við. Gætið þess, að sterkjan sé leyst vel upp í vatninu. Vætið hinn þurra þvott í ríssterkjuupplausninni, vindið og vefjið inn í hrein stykki, svo að

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.