Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1961, Side 30

Fálkinn - 08.02.1961, Side 30
Hallarfrúin gat ekki haft augun af höndinni sem hvíldi á skildinum. Scar- let greifi hélt áfram að þvæla dóma- dags vitleysu, en frúin veitti orðum hans enga athygli. — Ó, sagði hún við sjálfa sig. — Þetta er tómt þvaður. Hvers vegna ætti ég að horfa á þetta. En um leið og hún leit undan, var eins og henni væri skipað að líta aftur á skjöldinn. Greifinn dró skemilinn nær henni og kreisti skjöldinn af öllum kröftum. Frú- in varð hrædd. — Hvers vegna eruð þér hræddar við mig?, sagði greifinn brosandi. Ég ætla ekki að gera yður neitt illt, þvert á móti. — Það væri máske betra að við skild- um þau eftir einsömul, sagði ein af þernunum bak við tjöldin. Svo heyrðist létt fótatak og hinar 33 þernur læddust burtu á tánum og studdu fingri á vör sér. — Ég hef elskað yður lengi, sagði greifinn þíðum rómi. Frúin saup hveljur, en reyndi að i- mynda sér að þetta væri allt saman tómur hugarburður. — Ég dáist að yður. Frúin gat ekki haft augun af skild- inum og sagði í bænarrómi: — Ef þér elskið mig, þá takið hönd yðar af sverðinu. — Aldrei, sagði greifinn og dró skem- ilinn nær henni. „Húsið er hræódýrt. Það hlýtur að búa eitthvað undir þessu.“ Óheiðarleg samkeppni. 30 FALKINN Frúin skalf eins og lauf í vindi. — Þú ert dásamleg, hrópaði greifinn. Þú ert dásamleg eins og morgunstjarn- an, og ég ætla að gera þig að ástmey minni. Hann tók fastar um skjöldinn. Hann ætlar ekki að sleppa honum, hugsaði frúin utan við sig af skelfingu. Hann ætlar ekki að sleppa. Það er úti um mig. Hún reyndi að standa á fætur, en í sama mund fann hún að greifinn þrýsti rauðu yfirvaraskegginu að vör- um hennar. Hann greip utan um hana með hægri hendinni, en þá vinstri kreppti hann utan um skjöldinn. Koss- unum rigndi yfir andlit hennar. — Nú hef ég þig, sagði greifinn og kreisti skjöldinn af öllum kröftum. — Verði þinn vilji, andvarpaði frú- in .... ★ — Hvernig er formúlan, spurði Blái baróninn hinn deyjandi Maestro tíu árum seinna, því að hann hafði keypt efnafræðinginn af Rauða greifan- um fyrir hundrað þúsund gullpeninga. Hann var mjög hrifinn og nú um tiu ára skeið hafði Rauði greifinn haft all- ar fegurstu konur í umhverfinu á valdi sínu fyrir kraft silfurskjaldarins. — Hvernig er formúlan? — Andskotinn eigi það, það er engin formúla, stundi Maestro í rúmi sínu. Það er ,sama hvort það er silfurskjöldur, buxnatala eða hestaskónagli. Það skipt- ir engu máli. Maður verður að vera ör- uggur í framkomu og treysta sjálfum sér. Það er formúlan. Það stenzt engin kona þann mann, sem treystir sjálfum sér og er öruggur. En þú verður að trúa á silfurskjöldinn, því að ef þú trúir ekki á hann, þá trúir kvenfólkið ekki á hann heldur. Jæja þá, hvort sem þú trúir á silfurskjöld, buxnatölu eða hestaskó- nagla, þá er það sjálfsöryggi þitt og djarfmannleg framkoma, sem máli skiptir. En fyrst ég hef nú sagt þér þetta, Blái barón, þá er þér árangurs- laust að leita hófanna hjá kvenfólki eft- ir þetta með silfurskjöldinn, því að þú trúir ekki á hann framar. Og konur finna það strax, ef þú trúir ekki á þinn eigin mátt. Og þú færð hvarvetna hrygg- brot, ó, aumingja Blái bar . . . Hann gat ekki lokið setningunni, því Blái baróninn sló hann í höfuðið. Hann hefði dáið hvort sem var á næstu mín- útum, en Bláa baróninum fannst viðeig'- andi að hjálpa honum inn í eilífðina á þennan hátt. Þannig dó Maestro Conrad Superpoll- ingerianus, hinn gráskeggjaði bragða- refur — með sannleikann á vörunum. — Lánaðu mér hundrað-kall, sagði Teddi við Bjössa. Ég gleymdi vesk- inu minu í skrifstofunni. — Og ætlarðu að láta það liggja þar á glámbekk? — Það gerir ekkert til. Það var ekkert í því. Á villigötum - Framh. af bls. 9. þessum stað. Hvers vegna? Hvað gagn- aði það? Hann horfði á sjálfan sig í speglinum fyrir ofan borðið. Hann sá miðaldra mann klæddan gráum fötum, dálítið þreytulegt andlit. En hvað sá María, þegar hún horfði á hann? Hún kom strax aftur og var nú á háhæluðum skóm, í rauðum, þröngum kjól og mál- uð í framan. Hún settist fyrir framan. hann eins og hún hafði séð Lisu sitja og hagræddi sér í stólnum. En henni tókst ekki að leika hlutverkið til enda: Hún slengdi fótunum fram eins og skóla- stelpa. — Lisa sagði, að ég mætti nota kjól- ana hennar, sagði hún og lagaði á sér kjólinn. — Hún sagði í dag, að ég gæti búið hér, þangað til ég væri búin að þéna nóg til að geta leigt mér íbúð sjálf. Hún sagði, að það yrði fljótlega. María stundi og hélt áfram. — Mamma yrði óð, ef hún vissi þetta. — Já, það er áreiðanlegt, sagði Jan- sen þurrlega. María lagaði enn á sér kjólinn, leit kurteislega til hans og beið þess, að hann skemmti henni. Lisa kom inn og horfði með sínum glaðlegu augum frá systur sinni og til Jansens á víxl. Loks brosti hún og sagði: — Ég þarf að skreppa dálítið. Látið þið bara fara vel um ykkur. Ég kem bráðum aftur. Vinur Lisu kom inn og tók undir hand- legginn á henni. Hann var stór og sól- brúnn maður, sem brosti ánægjulega til Maríu. Hún svaraði með augnaráði, sem lýsti slíkri aðdáun, að Jansen sá óðara, að hann hlaut að valda henni vonbrigðum með hegðun sinni. — Jæja, sagði ungi maðurinn við Maríu. — Ég sé að þú kemur til! Þau voru tvö ein eftir og hún reyndi að standa sig d þessu nýja og spennandi hlutverki sínu. En Jansen stóðst ekki mátið, gat ekki annað en reynt að leiða henni fyrir sjónir allan sannleikann. Hann byrjaði ofur varlega, en þegar hann sá að það dugði ekki, notaði hann sterkari og ljótari orð. En því hrein- skilnislegar sem hann talaði, því minna skildi hún. — Systir mín er á skrifstofu, sagði hún. — Hún skrifar á ritvél. — Haldið þér að hún hafi ráð á að lifa svona á lágum skrifstofulaunum? — Vinur hennar gefur henni svo margt. Hún segir, að hann sé svo flott í sér, sagði María, en nú var farið að kenna ærið mikils óstyrks hjá henni. — Hvað eruð þér gömul, María? — Átján. — Þegar þér eruð tuttugu og fimm

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.