Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1961, Page 31

Fálkinn - 08.02.1961, Page 31
ára, gangið þér um götuna í leit að mönnum til þess að fara með á hótel. Við orðið „hótel“ rak hún upp stór augu. Sennilega hafði hún aldrei verið á hóteli. Hótel var eitthvað ævintýra- legt, sem maður sá á bíó. — Þegar þér eruð þrjátíu ára, eruð þér gömul kona. María var orðin dauðhrædd yfir þessu kuldalega tali hans, sem hún skildi reyndar lítið 1. Loks g^fst Jansen upp, stóð á fætur, án þess að segja nokkuð, safnaði saman fötunum, sem hún hafði verið í á járn- brautarstöðinni, gekk því næst inn í svefnherbergið, fann þar ferðatösku og lét föþin hennar ofan í hana. — Ég set þig í lestina í kvöld, sagði hann. — Systir mín gefur yður aldrei leyfi til þess, hrópaði María. — Systir yðar er vond stúlka, sagði Jansen og loksins hafði hann sagt orð, sem María skildi til fullnustu. Hún varð óttaslegin. Þessi tvö orð höfðu meiri áhrif á hana en allar siðferðis- predikanirnar sem á undan voru gengn- ar. — Þér ættuð ekki að segja svona lag- að, sagði María og fór að kjökra. •— Þér ættuð ekki að segja svona ljótt um neinn. Hún stóð hreyfingarlaus, grét og veitti enga mótspyrnu. Hann tók undir handlegginn á henni og leiddi hana niður tröppurnar. —Þér giftist bráðum myndarlegum manni, sagði hann. Þér þurfið ekki að búa alla ævi við járnbrautarteinana. — Ég sé aldrei neina karlmenn nema pabba, sagði hún og reyndi að draga höndina að sér. En hann hélt henni fast, þar til þau voru komin í leigubifreið. Þar sat hún í hnipri og sá þessa gullnu ævintýraborg líða hjá. Á járnbrautar- stöðinni keypti hann miða handa henni, gaf henni fimm pund og setti hana upp í réttan járnbrautarklefa. Hann sagði að skilnaði: — Ég veit, að þér hatið mig núna. En einn góðan veðurdag verður yður ljóst, að ég hafði á réttu að standa og hugsið til mín með þakklæti í huga. — Hún brosti dauflega, smeygði sér í næsta sæti og var eins og hrætt dýr. Að því búnu varð hann að hlaupa til þess að missa ekki af sinni eigin lest. Það mátti ekki tæpara standa. Þegar lestin rann út af stöðinni, sá hann hvar María rölti á brautarpallinum á háu hælunum sínum. Hún leit óttaslegin við. Augu þeirra mættust, hún brosti til hans afsakandi, en hljóp síðan á- fram. Með peningana samanvöðlaða í annarri hendi hljóp hún og hvarf í mannhaf stórborgarinnar . .. AAtró Akrijjat FRÁ SJÓNARHÓLI STJÖRNUSPEKINNAR Takmark Rómantíkurinnar. Ég á við tvö vandamál að stríða og vildi biðja þig um að leysa úr þeim. Ég er fædd 10. nóvember 1921 klukkan 4,30 fyrir hádegi. Mig hefur ávallt langað til að verða rit- höfundur. Ég hef haft lánið með mér stundum á því sviði, en ekki alltaf. Vandamálið, sem ég á mest í stríði við byrjaði, þegar ég fékk bréf 26. nóvember 1938, frá manni, sem býr erlendis. Hann er fæddur 27. maí 1919. Vinátta okkar jókst í gegnum bréfaskriftir. Þegar árin liðu fór hann oft að reyna að kom- ast til mín til að hitta mig, en í hvert skipti varð eitthvað, sem aftraði því. Eftir að við höfðum skrif- azt á í tuttugu ár, flaug hann loksins alla leið þaðan sem hann starfar, eingöngu til að hitta mig. Síðan sneri hann við heim á leið. Ég þarf ekki að taka það fram, að við álítum að örlög- in hafi mótað 'hina langvar- andi vináttu okkar. Við erum því að hugsa alvarlega um að skapa okkur hamingjuríka til- veru saman. Svo vildi ég vita hvort heppnin mundi verða mér hliðholl á rithöfundarasviðinu og hvort ég ætti að halda mér að smágreinum, ævintýrum eða dramatískum verkum? Kort þitt er mjög óvenju- legt, og það gefur góð fyrir- heit um fyllingu óska þinna. Hin ákveðna Sporðdrekasól er í öðru húsi ríkidæmisins og í þrenningarafstöðu við Plútó í níunda húsi, sem ræður rit- verkum og útgáfustarfsemi. En þitt rómantíska líf hlýt- ur að hafa lent í mörgum erfið- leikum. Allt í allt ertu með fjórar plánetur í giftingar- merkinu Vogarskálin, en þrjár þeirra eru grafnar í tólfta húsið. Það var ekki fyrr en þær fóru út úr því húsi, sem þú fórst að sjá að rofaði eitt- hvað til. Það, sem gerði ástamál þín enn erfiðari, var Satúrn í Hrútsmerkinu gagnstæður öll- um Metaskálaplánetunum. En sem betur fór, var Venus í Sporðdrekamerkinu, sem er einnig sólmerki þitt. í sólskorti mannsins eru þrjár plánetur í tólfta húsi takmarkananna og hindran- anna. Þar sem ein þeirra er Marz, býst ég við, að hann hafi orðið að dvelja í fanga- búðum meðan á stríðinu stóð eða þá, að hann hafi verið í neðanjarðarhreyfingunni. En hin Karmisku bönd ykkar eru mjög sterk, þar eð Plútó korts þíns er nákvæmlega yfir Ven- us í hans korti og nálægt Júpí- ter. Bréf þitt skapar fagra sögu frá bæjardyrum stjörnuspek- innar séð, því að nú er hinu langa tímabili hindrananna, sem orsakaðist af áhrifum tólfta hússins í báðum kort- um ykkar, bráðum lokið. Á- framhaldandi Marz þinn mun hafa náð samstöðu árið 1960 við Venus fæðingarkorts þíns. Þetta eru venjulega tákn um giftingu. í áframhaldandi korti hans verður Marz nákvæmlega yfir Venus. Máninn verður nálægt Sól fæðingarkorts þíns og Sól hans nálgast góða afstöðu við Júpiter—Venus. Vegna alls þessa álít ég, að örlögin hafi ritað hamingjusaman endi á sögu ykkar. Ennfremur mun hamingja í ástamálum þínum skapa Þér orku frá Neptún í fæðingar- korti, en hann er í tíunda húsi í Ljónsmerkinu. Þér mun farn- ast mun betur á næstu árum á sviði ritlistarinnar, meira að segja ætti forspilið að þessu að skapast árið 1961. Reyndu dramatísk ritverk, því að Nep- tún er í því húsi, sem ræður þessari hlið á hinum skapandi listum. Astró spáir í stjörnurnar fyrir lesendur Fálkans. Þeir, sem vilja nota sér tækifærið, þurfa að skrifa honum, hvar, hvenær og klukkan hvað þeir eru fæddir, og sömuleiðis þurfa þeir að segja sem mest af lífs- sögu sinni og vandamálum. Utanáskriftin er FÁLKINN, pósthólf 1411, Rvík, Astró. FALKIN N 31

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.