Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1961, Blaðsíða 22

Fálkinn - 28.06.1961, Blaðsíða 22
°9 óóíaíemuau Suraarið er tími sólskins og sól-gler- augna, og þá vaknar spurningin: Eru sólgleraugu skilyrðislaust holl fyrir aug- un? Er það raunverulega nauðsynlegt að hylja það fallegasta, í flestum til- fellum, í andliti okkar? Ekki verður þessu svarað með já-i eða nei-i. Séu sólgleraugu notuð skynsam- lega, eru þau til gagns fyrir augun og auka vellíðanina í heild. Séu þau hins vegar notuð í tíma sem ótíma, í þung- búnu veðri og innandyra, vegna þess að þau eru í tízku, geta þau spillt aug- unum. En hvenær á þá að nota sólgleraugu? Auðvitað um leið og við verðum þess vör, að sólarbirtan „skeri“ í augun, t. d. þegar legið er í sólbaði, þegar setið er við lestur í sól og birtan endurkast- ast af hvítum pappír, og þegar ekið er í bíl. Mest ber á nauðsyninni til að nota MYNDIRNAR: Fyllið augnglasið með baðvatni, setjið það við opið augað beygið höfuðið fljótt aftur og depl- ið auganu nokkrum sinnum. sólgleraugu fyrst á vorin, meðan sólin er lægra á lofti. Þá hættir manni við að píra, fá hrukkur í andlitið og ef til vill höfuðverk. Er þá skynsamlegt að nota sólgleraugu fyrri part sumars, en smátt og smátt venjast augun birt- unni, þegar sólin kemur hærra á loft. Þá skal nota sólgleraugu sparlega, ann- ars verða augun viðkvæmari fyrir birtu og þola sólskinið verr en skyldi. Ef sólgleraugu eiga að veita tilætl- aða vernd í sterkri sól, þurfa þau að vera nokkuð dökk, bezt eru dökk reyk- lituð, sem milda alla liti í kringum okk- ur án þess að breyta þeim um of. Reyn- ið gleraugun áður en þér festið kaup á þeim, og kaupið þau sem yður fellur bezt — ekki bara þau, sem eru „smört- ust“. Sólgleraugu úr auðrispuðu plasti eru nokkuð vafasöm, skaðlegt fyrir aug- un að horfa í gegnum þau. Fyrir þá, sem nota gleraugu að stað- aldri, fást sólgleraugu, sem hægt er að festa utan á gleraugun. En mörgum finnst þau þung og óklæðileg. Óneitan- lega er fallegra og þægilegra að eiga sérstök sólgleraugu með slípuðum glerj- um, sem hæfa augunum. Er hægt að fá slík hjá gleraugnasölum. Ef augun eru viðkvæm, er þeim eink- ar hætt á sumrin. Er þá gott að baða augun kvölds og morgna. Við augnbað- ið eru notuð þar til gerð augnglös, sem fást í lyfjaverzlunum. Augnglasið er fyllt af baðvatninu, sett fyrir augað og svo er höfðinu hallað aftur, svo að baðvatnið geti leikið um augað. Sem augnbaðvatn er ágætt að nota veika saltupplausn: 1 tsk. salt Y2 1 sjóðandi vatn. Einnig er ágætt að nota kamillute. En bæði það og saltvatnið á að vera við stofuhita, þegar það er notað. Bórvatn er líka ágætt. Athugið að skipta um baðvatn milli augna, annars gæti smit borizt á milli, ef um einhvern smitandi kvilla væri að ræða. ☆ eilrœ^L í skápum, þar sem langt bil er á milli hillna, er oft erfitt að nýta rýmið sem skyldi. En úr þessu má bæta, með því að koma þar fyrir grindum, sem renna má fram og aftur. Grindurnar er hægt að kaupa tilbúnar, og þeir sem hand- lagnir eru, geta auðveldlega komið þeim fyrir. Grindur þessar eria ágætar hirzlur undir ýmislegt smádót, eins og nær- fatnað og sokka. ★ Kúlupennablekblettir eru ein af plág- um nútímans. Það er á hinum ótrúleg- ustu stöðum, sem þeir birtast, ýmist á jakkanum, dúknum og jafnvel í hárinu, ef maður hefur þann óvana að sitja með hönd undir kinn og gleymir að leggja ritfærið til hliðar. En, sem betur fer, er hægt að ná slíkum blettum úr. Auðvitað er auð- veldast að fjarlægja þá úr hvítum efn- um, eins og t. d. dúkum eða rúmfatn- aði. Til þess þarf einfaldlega „spritt“. Nuddið blettinn með því, þá á hann að hverfa, en gleymið ekki undirlaginu, sem á að drekka í sig, og sem flytja á, eftir því sem litur kemur úr blett- inum. En spritt er dálítið róttækt á lituð efni, má því aðeins nota það við hvít og litarföst efni. Á viðkvæma liti og efni verður að nota tetraklórkolefni. Munið, að það er svæfandi, og því bezt að standa við opinn glugga eða í drag- súg, þegar hreinsað er með því. Einnig er hægt að nota hreinsað benzín. En það er mjög eldfimt, og verður ekki næglega brýnt fyrir fólki að reykja ekki, þegar það er notað, eða vera nálægt opnum eldi. Munið, að mörg hreinsiefni, eða öllu heldur eimurinn úr þeim, hefur meiri eðlisþyngd en andrúmsloftið og leita þess vegna niður að gólfi. Látið því aldrei smábörn vera nálægt ykkur, þeg- ar þið notið þau. 22 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.