Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1961, Blaðsíða 8

Fálkinn - 20.09.1961, Blaðsíða 8
Þegar ég kom fyrst fram á sviöi Að ofan: Arndís í „Húm- ar hægt að kveldi“ og Brynjólfur sem Jón Hreggviðsson. Að neðan: Arndís og Brynjólfur í „Gullna hliðinu“. Hvernig yrði yður innanbrjósts, ef þér stæðuð allt í einu á leiksviði og ættuð að segja nokkur orð. Þér lítið yfir salinn og hann er þéttsetinn eftir- væntingarfullum áhorfendum, sem bíða þess í ofvæni, að þér opnið munninn, hreyfið yður, hagið yður í alla staði eins og sú persóna, er þér eigið að leika. Setjum svo, að þetta sé í fyrsta sinn sem þér komið fram opinberlega og það væri allt undir því komið, að þér stæðuð yður með ágætum, en hins veg- ar öllu að tapa, ef yður mistekst og sýningin fer illa, verður fiasko, eins og það heitir á máli leikhúsmanna. Enda þótt þér væruð bara að sýna gamanleik í skólanum fyrir skólafélagana og þetta væri leikur í orðsins fyllstu merkingu, væruð þér þá ekki hræddir við að glata því áliti, sem þér höfðuð fyrir og vera eftir þennan leik kallaður trúður af fé- lögunum? — Svo hefur verið sagt, að flestir fari að leika strax 1 æsku ýmis hlutverk, sumir leika á foreldrana og er að vísu list út af fyrir sig, og enn aðrir á strengi félaganna og enn aðrir leika á náungann. En þótt lítt sé af setningi slegið, þá hefur unga fólkið gam- an mikið af leikaraskap þessum, eða strákskap, eins og það er almennt nefnt. Fljótt er samt hæfileikafólk uppgötvað og byrjar þá að leika í barnaleikritum og sumir halda áfram á þeirri braut, sem þeir ruddu í bernsku og fara, þeg- ar þeim vex ásmegin, að leika á sviði frammi fyrir alþjóð, enda sannast brátt, að æfingin skapar meistarann. Fálkinn fór því á fund landskunnra leikara og bað þá að segja frá því, þegar þeir komu fyrst fram á sviði. ★ Við fórum því fyrst á fund Arndís- ar Björnsdóttur og báðum hana að segja frá fyrstu reynslu á leiksviði. Arndísi er óþarfi að kynna, því að flestir munu minnast hennar á leiksviðinu, en ef til vill munu margir seint gleyma henni í Gullna hliðinu, þar sem hún lék kerl- inguna. Arndís leikur einkum skapgerð- arhlutverk, þó sérstaklega þróttmiklar og ákveðnar, rosknar konur. Við gefum henni nú orðið: „Ég lék fyrst fyrir kvenfélagið Hringinn í nokkrum gam- anleikjum. Þetta var leikur, gaman og grín og maður fann ekki annað, ég lék af því að hafði gaman af því. Ég fór reyndar ekki að leika af alvöru fyrr en þrem árum síðar, og þá stóð svo á í Leikfélaginu, að ein leikkonan hafði veikzt og ég var beðin að hlaupa í skarð- ið fyrir hana. í fyrstu var ég treg til þess arna, en tók það nú samt að mér og hef ég síðan loðað í þessu starfi og þótt gaman að því. Það er að bera i bakkafullan lækinn að fara að segja nokkuð frá fyrstu árunum í Iðnó, en hitt get ég sagt yður, að það var ógur- legt erfiði. Ég vann 1 búð á daginn og æfði á kvöldin. Maður fórnaði á alt- ari Thalíu öllum tómstundum. Ég man sérstaklega eftir einni æfingu. Hún var á sunnudegi, nánar tiltekið á Þorláks- messu. Við ætluðum að vera fljót með

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.