Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1961, Blaðsíða 9

Fálkinn - 20.09.1961, Blaðsíða 9
að fara í gegnum stykkið og byrjuðum klukkan tvö um daginn, en svo fór nú samt, að við vorum til klukkan þrjú um nóttina. Þetta var allt saman óttalegt basl í þá daga og tekur því ekki að fara að segja yður frá því öllu, enda hefur nóg verið ritað um það þegar. Einu skemmtilegu at- viki ætla ég þó að segja yður frá, en það var þegar ég lék í Gullna hliðinu. Svo var, að kola nokkur var yfir rúmi Jóns karls, en Brynjólfur lék hann. Allt í einu tekur kolan að loga helzt til glatt og var áreiðanlega ekki eins og hún átti að vera, svo ég hvísla að Brynjólfi: „Heyrðu, kolan er farin að loga heldur glatt.“ „Reyndu þá að slökkva á henni með svuntunni þinni,“ svaraði hann. Ég geri svo, en þá tekur ekki betra við, hún dettur ofan á rúm karls og ég verð að kasta mér ofan á rúmið. Þetta var allt á frumsýn- ingu, og ég var skjálfandi og titrandi allt kvöldið. Annars hafði einhver sýningargesta tekið eftir þessu og hafði farið fram til þess að hringja á slökkviliðið, en var víst aftrað á síðustu stundu. — Ég fann fyrst til ábyrgðar gagnvart höf- undi og áhorfendum í leikritinu Sex persónur leita höfund- ar. Þá fann ég hvað það var, sem ég hafði tekið að mér, þá fann ég ískalda alvöruna á bak við þetta, mér var þetta að fullu ljóst. Þá var skrekkurinn ekki lengi að láta á sér kræla. En áhuginn hefur alltaf verið samur og jafn, og maður reynir eftir fremsta megni að vera vandanum vaxin, en það er ekki mitt hlutverk að dæma um, hvort ég hef verið það eða ekki.“ Við þökkum Arndísi fyrir ánægjulegt samtal og höldum léttir í lund á braut. Við fórum því næst á vit Brynjólfs Jóhannessonar og báðum hann að segja okkur nokkur orð um þegar hann kom fyrst fram á leiksviði. Honum sagðist svo frá: „Ég man ekki hvaða dag þetta var, en það var árið 1916, og mun hafa verið 1 febrúar eða marz. Ég hafði verið við verzl- unarstörf í Reykjavík 1915, en fór þaðan seint í desember til ísafjarðar og hafði í það skipti ekki dvalizt þar lengi, er ég var spurður af hr. Helga Sveinssyni, þáverandi banka- stjóra íslandsbanka á ísafirði, hvort ég væri fáanlegur til þess að reyna að leika. Jú, ég hélt nú það. Og skal ég nú segja yður hvað olli því, að ég álpaðist inn á þessa braut. Frá því að ég sá danska leikflokkinn, sem Fritz Boesen kom með hingað til lands (Fritz Boesens Theater), hafði ég haft ákaflega miklu löngun til þess að komast á leik- sviðið, en þorði aldrei að hafa orð á því við nokkurn mann. Ég varð sendisveinn hjá leikflokknum og var látinn selja leikskrár og fara í sendiferðir fyrir leikarana. Ekki var ég fenginn til að vera statisti og voru þó nokkrir íslend- ingar fengnir til þess. Ég man hvað ég öfundaði þá kunn- ingja mína, sem fengu að vera statistar í Elverhöj. Ég held, að mér sé óhætt að fullyrða, að leiksýningar Boesens-flokks- ins hafi yfirleitt verið ágætar, enda var Boesen sjálfur tal- inn á þeim tímum einn af betri leikurum Danmerkur. Um þessar mundir hélt ég, að það væri ekki nokkur vandi að vera leikari. Það væri ekkert annað en læra hlutverkið nógu vel, þar með væri allt fengið. Ég komst fljótt að því, er ég fór sjálfur að fást við leikstarfið, að það þarf dálítið meira. Fólk gerir sér sjaldan ljóst, hve mikið starf það er 1 raun og veru að leika. Fyrsta leikritið, sem ég lék í heitir Nei, eftir Heiberg. Ég lék, eða réttara sagt reyndi að leika, Hammer stúdent. Við höfðum æft af kappi, ég man ekki núna, hvað við höfðum langan tíma til þess, enda skiptir það litlu máli, en það man ég, að ég var fljótur að læra hlutverkið og lögin, sem ég átti að syngja. Það vantaði svo sem ekki áhugann. Helgi var leiðbeinandi og leysti það starf prýðlega af hendi. Loksins leið að frumsýningunni, og nú átti maður þá að fara að troða upp og var heldur en ekki rogginn, Mér höfðu verið lánuð sallafín kjólföt, en í slíka Frh. á bls. 29 Arndís Björnsdóttír og Brynjólfur Jóhannesson segja frá því, er þau stigu fyrstu spor sín á leiksviði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.