Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1961, Blaðsíða 31

Fálkinn - 20.09.1961, Blaðsíða 31
Læknirinn var sóttur og hann spurði hana hægt og þolinmóður, eins og hún væri treggáfað barn. Hún skildi, að hann gat dæmt hana til að verða lok- uð inni aftur, og hún varð lömuð af hræðslu. — Ég skal vera í þessu herbergi, sagði hún svo fljótmælt, að hún lauk varla við sum orðin. — Ég skal hvílast og hvílast, eins lengi og nauðsynlegt er, og ég skal vera róleg og valda engum vandræðum. Hún þagnaði, en svo hélt hún áfram með sjálfri sér, án þess að nokkuð hljóð heyrðist: — Ég skal gera allt, allt, bara að þið sendið mig ekki aftur á sjúkra- húsið. Eftir þetta lokaði Charlotte sig frá öllu og öllum og fór aldrei út úr her- bergi sínu, nema þegar enginn var heima í húsinu. Annars gekk lífið sinn vana- gang í kringum hana, en hún tók eng- an þátt í neinu, sem gerðist í húsinu. Hún barðist í örvæntingu sinni til að reyna að halda vitinu, og hún gat al- veg eins tapað í þessu stríði, því að nú þarfnaðist hún meiri umhyggju og ást- úður en nokkru sinni fyrr. En eigin- maður hennar, sem hefði átt að hjálpa henni, annað hvort gat eða vildi ekki gera það. Það var nú hægur vandi að sjá að Arnold hataði konu sína, þó að hann væri ekki nógu hreinskilinn til að við- ur kenna það, — ekki einu sinni fyrir sjálfum sér. Nú voru jólin í nánd, og Charlotte gat með erfiðismunum talið Arnold á að fara með sig til Boston. Það var síð- asta örvæntingarfulla tilraunin hennar til að vinna ástir hans. Hún vildi vera ein með honum, þar til eftir hátíðis- dagana, og hún varð að gera allt til að vinna sigur. Annars var ekkert nema að viðurkenna vonlausan ósigur sinn. Þetta jólaferðalag varð þó æ þyngri og óþolanlegri prófraun fyrir þau bæði, Arnold fór frá hótelinu snemma á morgnana og var í burtu mestan hluta dagsins. Og þegar hann kom aftur á kvöldin, gramdist honum það svo tak- markalaust, að hún skyldi hafa setið og húkt í hótelherberginu allan daginn. Hún hafði ekki einu sinni pantað fyrir þau mat, og þá varð hann æfur, því að honum var farið að finnast hann eiga sök á þessu sinnuleysi hennar. Og hún hafði hlakkað svo ósegjanlega til þessa ferðalags. — Hvers vegna ertu aldrei vingjarn- legur við mig? sagði hún, þegar hann kom óvenju seint heim eitt kvöldið. — Dagurinn hefur verið svo óttalega langur, án þín, og ég hef verið svo hræði- lega einmana, Arnold. — Um leið og ég er kominn inn úr Frh. á næstu síðu. > > & > * > > * * > > > & > > & > > > > > & * & > > & > & * t * Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl). í þessari viku munu ekki gerast neinir stóratburðir, en vik- an mun færa yður gleði og þér munuð njóta þess að vera til. Bæði heima fyrir og út í frá munu þér mæta ríkum skilningi og margir munu hafa saknað þess, að þér hafið ekki verið í návist þeirra. Fimmtudagur er sérlega happasæll. Nautsmerkið (21. apríl—20. maí). Stjörnurnar segja, að þessi vika sé full af tækifærum, sem þér skuluð nota af mikilli varfærni og rasa ekki um ráð fram. Þér ættuð ekki að láta lokkandi tilboð frá ýmsum aðilum hafa nein áhrif á yður, en snúa yður að verkefnum þeim, sem bíða yðar heima fyrir. Laugardagur er fremur ánægjulegur. Tvíburamerkið (21. maí—21. júní). Samkvæmt afstöðum stjarnanna mun vikan einkennast af misheppnan og slæmu skapi, að vísu mun þetta ekki vara alla vikuna, því að þegar vikulokin nálgast mun birta til og þér get-ið gefið yður gleðinni á vald, Annars getið þér litið með svolítilli meiri bjartsýni til framtíðarinnar. Krabbamerkið (22. júní—22. júlí). Ef þér sýnið alúð og hjálpsemi á vinnustað, munuð þér að öllum líkindum geta leyst vandræði nokkur, sem þar hafa komið upp. Mikill æsingur og órói bíður yðar heima fyrir og þar er að vænta dálítilla breytinga, en þó mun allt fara vel, ef þér sýnið röggsemi og viljaþrek. Á sunnudag fáið þér óvænta heimsókn. Ljónsmerkið (28. júlí—22. ágúst). Þessi vika kemur t.il með að vera uppfull af gleði og ánægju fyrir marga, sem fæddir eru undir þessu merki, sumir munu lenda í ýmsum skemmtilegum smáævintýrum, en aðrir munu gleðjast yfir minnsta tilefni. Ættingi yðar, sem þér hafið ekki lengi séð, mun koma í heimsókn og gleðja yður mikið. Jómfrúarmerkið (28. ágúst—22. sept.). Þessa dagana munu koma upp vandræði nokkur, sem þér þurfið að leysa strax. Þér verðið að vera ákveðinn í málum þessum og sýna viðkomandi persónum festu og hopa hvergi á hæli. Annars mun útlitið verða got.t í þessari viku og þér munuð finna ástríki og vinsemd alls staðar frá. Vogarskálamerkið (28. sept.—22. okt.). Þér verðið að láta af því að vera að nugga yður utan í hvern sem er. Þér ættuð heldur að beina athygli yðar að fjöl- skyldunni og heimilislífinu, enda er mál til komið að þér farið að sinna þeim málum eit-thvað, því eins og í gömlum skræðum stendur, þá er hollt heima hvað. Happatala yðar er 8. Sporðdrekamerkið (28. okt.—21. nóv.). í þessari viku hafið þér tækifæri til þess að rétta fjárhag- inn við, en til þess þurfið þér að taka á honum stóra yðar. Hins vegar skuluð þér ekki fara að neinu óðslega, því að eftir öllum sólarmerkjum að dæma mun yður takast að koma fjár- hag yðar á réttan kjöl. Bogmannsmerkið (22. nóv.—22. des.). Þér megið ekki eyðileggja þau tækifæri til þess að koma málum yðar í rétt horf með fljótfærni yðar. Ef þér hafiö frið og ánægju í einkalífi yðar, þá skuluð þér nota diplómatshæfi- leika yðar t.il hins ýtrasta, því að öðruvísi getur illa farið. tjja&círr.:''. - Steingeitarmerkið (23. des.—20. jan.). Þér getið öðlazt vináttu manns nokkurs, ef þér lítið með svolítið meiri samúð á galla hans, því að vissulega eruð þér ekki gallalaus heldur. Stjörnurnar segja, að ungu fólki sem fædd sé undir þessu merki, sé ráðlegast að láta skynsemina ráða í öllu því, sem viðkemur tilfinningum. V'atnsberamerkið (21. jan.—19. febr.). Ef þér verðið duglegir og iðnir, er útlit. fyrir að þér hækkið í tign í starfi yðar. Þau áform, sem þér og vinur yðar höfðu á prjónunum, munu komast í framkvæmd von bráðar. Þessi vika er afar heppileg til þess að byrja á einhverju nýju, og er um að ræða verzlun og viðskipti. Fiskmerkið (20. febr.—20. marz). Þér hafið lengi verið önnum kafnir við að leysa vandamál, sem snertir yður og fjölskyldu yðar og þér verðið neyddir til þess að taka skjóta ákvörðun í málum þessum. Þér ættuð samt. að stilla skap yðar og láta ekki duttlunga yðar og aðra skap- bresti bitna á yðar nánasta samstarfsfólki. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.