Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1961, Blaðsíða 14

Fálkinn - 20.09.1961, Blaðsíða 14
— Þú ýkir, kæra Charlotte, svaraði Arnold óþolinmóður. — Nei, það geri ég ekki, mótmælti hún áköf. — Sjáðu til dæmis þessa veizlu fyrir kennaraliðið og ættingja þess í háskólanum í kvöld. Joan og móð- ir hennar fara, en enginn hefur boðið mér. En nú langar mig með, þú mátt vita það, Arnold. En þér finnst nýi kjóll- inn minn kannski ekki nógu góður til þess? Hann leit hvorki á hana né kjólinn. — Þú hefur aldrei áður sýnt þessum veizlum slíkan áhuga, sagði hann, og svipur hans bar þess greinilegan vott, að hann óskaði þess að hún yrði heima. — Rétt eftir að við giftum okkur, var alltaf ætlazt til þess að ég færi með þér, þegar eitthvað var um að vera í háskólanum, sagði hún vonsvikin. — Þá varstu ekki að spyrja mig, hvort ég kærði mig um það. — Þú varst öðruvísi þá, svaraði hann stuttlega, stóð upp og yfirgaf hana. Charlotte ákvað að neyða Arnold ekki til að taka hana með í veizluna. Hún var ein heima, og þegar það dróst að þau kæmu heim, lagði hún sig í öllum fötunum á legubekkinn í vinnu- stofu Arnolds. Hún ætlaði að bíða hans þar. Skömmu seinna var hún sofnuð. Hún vaknaði við það að einhver breiddi umhyggjusamlega teppi yfir axlir hennar. Hamingjusöm greip hún í handlegginn, tók utan um hálsinn og fann að hún var kysst svo blíðlega og ástúðlega, að hún hafði ekki lengi þekkt annað eins, nema í draumum sínum. Arnold var hennar aftur, alveg hennar. Hann elskaði hana aftur. Að lokum var hann kominn til hennar.. 2. KAFLI. En á sömu stundu vissi hún að eitt- hvað var öðru vísi en það átti að vera. Það var ekki Arnold, sem kyssti hana. Charlotte leit óttaslegin á manninn, sem hafði beygt sig yfir hana og kysst hana. Það var ekki eiginmaður hennar, eins og hún hafði haldið í fyrstunni, heldur Jacob Diamond. Augu hennar fylltust tárum, svo djúp voru vonbrigði hennar og auðmýking. Jacob þótti þetta einnig leiðinlegt. Hann hafði komið inn í vinnustofu Arn- olds til að leita að bók, og þá hafði þetta komið fyrir. — Þér megið ekki gráta, sagði hann rólega. — Mér er ljóst, að þér hélduð að þetta væri Arnold, og ég notfærði mér það í andartaks hugsunarleysi. Þér verð- ið að fyrirgefa mér þetta. Charlotte hljóp grátandi upp á loft og inn til sín. Þegar Arnold kom heim með Joan, fór hann að vísu upp og bauð konu sinni góða nótt, en koss hans var kaldur og tilfinningalaus. Hann fór strax frá henni aftur og skildi hana eina eftir, liggjandi og starandi út í myrkrið, sem hún var svo hrædd við og var svo einmana í. Næsta dag, þegar Charlotte var að gera innkaup í Boston með stjúpmóður sinni, hitti hún Hamilton Gregory af til- viljun. Þegar hún var ung, hafði hann verið mjög hrifinn af henni, en hún flæmt hann í burtu, þegar hún kynnt- ist Arnold Bronn, háskólakennara, sem var eitthvað eldri. Hamilton vildi skilyrðislaust bjóða henni í hádegisverð, og hann var svo hugulsamur og nærgætinn, að hún fór allt í einu að segja honum frá veikind- um sínum. — Það kom eftir inflúenzu, sagði hún. — Það var eins og ég ætlaði ekki að ná mér aftur, og stjúpmóðir mín, og dóttir hennar, Joan, fluttu heim til okkar og hugsuðu um Arnold og húsið. Á meðan lá ég bara í rúminu og það var eins og ég svifi frá öllu saman. Það var hræði- legt, skal ég segja þér, eins og að drukkna, án þess að geta kallað á hjálp eða reynt að komast í land. Ég fékk hin- ar og þessar hugmyndir, fyrst og fremst hélt ég að Joan væri mér fjandsamleg. Hún varð mér sterkari og sterkari, en ég varð sífellt þróttlausari, og ég fór að gruna hana um að hún væri að taka Arnold frá mér. Hamilton Gregory, sem var orðinn hátt settur í einum af stærstu bönkun- um í Boston, þrátt fyrir tiltölulega lág- an aldur, sat hljóður og hlustaði á hana. Hann virti hana fyrir sér, eins og væri hún honum draumsýn. — Ég hef aldrei gleymt þér, Charlotte, sagði hann að lokum. — Ég hef aldrei elskað aðra en þig ... og ég elska þig enn eins og áður. Hún hristi undrandi höfuðið. — Það getur ekki verið alvara þín, Hamilton, mótmælti hún. — Jú, sagði hann og kinkaði kolli, — og ég hefði aldrei átt að láta hann gift- , ast þér. Þú varst mín. Maðurinn þinn vanrækir þig, er það ekki? — Maðurinn minn tilbiður mig, svar- aði Charlotte með slíku stærilæti að ef- r azt varð um hreinlyndi hennar. Hún vissi vel að hún sagði ósatt og að hún hafði lengi barizt tilgangslaust gegn því að horfast í augu við sannleikann. Hinn óhugnanlega og óskýranlega sannleika, sem var að gera hana að einni tauga- hrúgu aftur. Þegar Hamilton kvaddi hana, sagði hann alvarlegur: — Þú getur kannske gabbað alla aðra og jafnvel sjálfa þig, Charlotte. Þú ert ekki hamingjusöm, það er ég þegar búinn að sjá. Gleymdu ekki að koma til mín, ef þú skyldir þarfnast góðs vinar, sem hvorki ber fram spurn- ingar né kröfur. — Því skal ég aldrei gleyma, svaraði hún hrærð og barðist við grátinn. Eftir því sem dagarnir liðu fannst Charlotte hún vera meira kvalin og yf- irgefin á heimili sínu, án þess þó að geta bent á neina ástæðu. Arnold hafði sagt svo greinilega að hún ætti að vera í næði og vera eins mikið ein og hún

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.