Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1961, Blaðsíða 12

Fálkinn - 20.09.1961, Blaðsíða 12
ASTRÓ spáir í stjörnurnar fyrir FÁLKANN um heiztu viðburði bæði hér heima og erlendis Að ofan: Krutchev, Aden- auer og: Kennedy. — Til hægri: Gaddavírsglrðing í Berlín. HVAÐ MUN GERAST Yfirlit það, sem birtist hér á eftir, er miðað við haust- jafndægur, 23. september, þeg- ar sólin gengur inn í Vogar- merkið kl. 6.43 f. h. G.M.T. Þessi tímamót eru talin marka gang mála næstu þrjá mánuð- ina eða til 22. desember, en þá eru vetrarsólhvörf. Að beiðni Fálkans hef ég gert stjörnukort fyrir þennan tíma miðað við Berlín, sem er mið- depill deilumála heimsins í dag, Washington D.C., Moskvu og Reykjavík. Ég hef oft verið spurður að því undanfarið, hvort ég áliti að stríð hlytist af Berlínardeilunni, en ef dæma má eftir þeim stjörnu- kortum, sem ég hef gert fyrir ofangreint tímabil, er ekki út- lit fyrir vopnuð átök, hvað sem síðar kann að verða í þess- um heimshluta. Atburðirnir að undanförnu í Berlín, hafa orðið mörgum ærið umhugsunarefni. Því hef- ur verið haldið fram í blöðum hérlendis, að afgirðing vestur- hluta Berlínar hafi komið í kjölfar hinna miklu fólksflutn- inga vestur á bóginn að aflokn- um fundi K. og K. í sumar. Það getur auðvitað verið rétt, að svo sé, en það var nokk- uð merkilegt, hve verkið fór skipulega fram og hve vel und- irbúið það var. Af þessum sök- um mætti draga þá ályktun, að austurþýzk stjórnarvöld hefðu ákveðið afgirðinguna löngu fyrirfram og að verkið hefði átt sér langan leynilegan aðdraganda, sem átti fyrirfram að eiga sér stað á þessum degi eða um miðjan ágúst s.l., en ekki eftir fund fjórveldanna, eins og margir hafa haldið fram. Moskva: 23. september 1961. Stjörnukort það, sem gert er fyrir Moskvu næstu þrjá mán- uðina, gefur aðallega til kynna hina nýútkomnu stefnuyfirlýs- ingu Kommúnistaflokks Ráð- stjórnarríkjanna, en hún verð- ur lögð fyrir þing Kommún- istaflokksins í haust. Uranus, Venus og Plútó eru tákn um að henni verði vel tekið og að hún verði almenningi til góðs í Ráðstjórnarríkjunum. Uranus í tíunda húsi bendir til skyndilegra óvæntra breyt- inga, sem verða til hagsældar heima eða erlendis, þar sem Uranus er í samstöðu við Ven- us. Plútó í þessu húsi bendir til endaloka annarrar stefnu skrár Kommúnistaflokksins, en sú sem nú er lögð fram, mun vera sú þriðja í röðinni, sem birtir hafa verið útdrætt- ir úr og á að verða hagsæl fyrir íbúa landsins. Samstaða Venusar og Uranusar bendir til giftingar háttsetts embætt- isfólks. Sólin í ellefta húsi er hag- stætt fyrir Krutchev og Kom- múnistaþingið, styður að fram- gangi laga og landinu hagnast á viðskiptum vinsamlegra þjóða. Marz í tólfta sæti bendir til aukinna dularfullra glæpa, sem erfitt er að koma upp um. Einnig bendir hann til árása, morða og æsinga, vandræða í sambandi við fangelsi eða vinnuhæli, tilraunir til flótta, óhlýðni, margra dauðsfalla í fangelsum, vinnuhælum og spítölum. Landið bíður hnekki sakir leyndra óvina eða sam- blásturs erlendis. Staða Mánans í fjórða húsi bendir til aukinnar hagsældar almennings. Þetta á þó mest við um sjómenn, þar sem Mán. inn er staddur í merki Fisk- anna. í korti þessu eru flestar af- stöður hagstæðar og benda ekki til neinna hernaðarátaka af hendi almennings eða ríkis- stjórnar. Það sem mest ber á, mi: 12 fXlkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.