Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1961, Blaðsíða 13

Fálkinn - 20.09.1961, Blaðsíða 13
NÆSTU MANUfll er þing Kommmúnistaflokks- ins í haust og góðar undirtekt- ir þeirrar stefnuyfirlýsingar, sem þar verður borin fram. Berlín. Það athyglisverðasta í Ber- línarkortinu fyrir 23. septem- ber 1961, er staða sólarinnar í tólfta húsi, sem er hús hindr- ana og girðinga. Þessi afstaða er því tákn um innilokun og hindranir og skerðingu at- hafnafrelsis stjórnarvaldanna. Úranus á geisla ellefta húss bendir til hagstæðra breytinga við erlend ríki, en Plútó í sama húsi bendir til þáttaskila hvað vináttu annarra ríkja á- hrærir og er þá átt við austr- ið. Með öðrum orðum má bú- ast við aukinni hernaðarlegri styrkingu Vestur-Þýzkalands, en að sama skapi fjandsam- legri afskipti Austurblakkar. innar. Afstaða Merkúrs og Úr- anusar bendir til aukins hag- stæðs áróðurs vinsamlegs ríkis og aðstoðar þaðan, einnig á hei-naðarsviðinu. Hér mun átt við Bandaríkin. Sérstaklega athyglisverð er einnig staða plánetunnar Marz um sjö gráðum frá hinu rís- andi merki, sem er 17“2S' í merki Vogarinnar. Marz er pláneta hernaðar og stríðs, og er tákn um slíkt þegar hann er í slæmum afstöðum við aðr- ar plánetur. í þessu tilfelli er ekki svo, heldur er hann í hag- stæðum afstöðum og er þá tákn aukins herútboðs og auk- innar hervæðingar. Þessi af- staða er talin mjög heppileg fyrir allt, sem að hernaði lýt- ur og fyrir hermenn. Staða Marz svo nálægt hinu rís- andi merki bendir til að at- hygli almennings beinist mjög að hernum. Staða marz í merki Vogarinnar, en það merki er öðru fremur tákn jafnvægis, bendir til að ekki komi til átaka, heldur haldist jafnvægi miðað við það ástand, sem skapazt hefur síðan um miðj- an ágúst. Af þessum sökum dreg ég þá ályktun meðal ann- ars, að ekki komi til hernaðar- átaka, þrátt fyrir mikla styrk- ingu herja Vesturveldanna í V estur-Þýzkalandi. Washinffton D.C. í fyrsta húsi eru Úranus og Venus, en hið rísandi merki er merki Ljónsins 8°30/, sem bendir til þess að Bandaríkin verði sterkasti aðilinn í áróð- urspólitíkinni fyrir næstu þrjá mánuði. Úranus og Venus benda til að þjóðarlíkaminn sé sterkur og allskonar hagn- aður ávinnist, sérstaklega hvað álit annarra þjóða áhrær. ir. Þetta er að öllum líkindum hinum snjalla áróðursmanni, Kennedy, að þakka,en stjörnu- spekingar hafa ritað um sam- anburð á fæðingarkortum Eis- enhowers, Krutchevs og Ken- nedys, og telja þann síðast- nefnda langsnjallasta áróðurs- mann, sem heimurinn hefur séð nú lengi, og að Krutchev stæði honum hvergi á sporði. Þessi afstaða á einnig vel við Kennedy, því ráðandi pláneta í korti hans er Úranus, pláneta umbóta- og byltingamannsins. Staða sólarinnar í þriðja húsi bendir til, að Kennedy verði mikið á ferðinni um Bandaríkin og jafnvel erlendis líka. Staða Marz og Merkúr bendir til umbóta á vegakerf- inu og í póst- og símamálum. Einnig má búast við talsverðri aukingu í blaða-, frétta- og bókaútgáfu. Máninn í áttunda húsi bend- ir til góðrar innheimtu skatt- anna og hagstæðra fjármála- tengsla við erlend ríki. Það, sem mér finnst athygl- isverðast í Washingtonstjörnu- kortinu, er staða Plútó í öðru húsi í merki Meyjar. Annað hús stendur fyrir fjármál rík- isins og Meyjarmerkið stend- ur fyrir hinar vinnandi stétt- ir, opinbera starfsmenn, sjó- her og landher. Að öllum lík- indum kemur þetta fram sem mjög aukin fjárframlög til þessara aðilja og jafnvel að Kennedy komi í gegn um þing- ið frumvarpi um atvinnuleys- istryggingar, en það er ósenni- legt. I öllu falli er þetta ör- uggt tákn meiri fjárveitinar til hersins, þar sem Plútó er ekki ólíkur Marz að áhrifum og eðli. Reykjavík. í Reykjavíkur-stjörnukort- inu fellur sólin í fyrsta hús. Sú staða eykur velgengni þjóð. arinnar, ríkisstjórnarinnar og Framh. á bls. 29. MOSKVA Stefnuskrá Kommúnista- flokksins vel tekið. BERLÍN Ólireytt ástand til áramóta. REYKJA- VÍK Engin verkföll vegna gengis- lækkunarinnar. Góð sala í bók- um fyrir jólin. WASHING- TON Bandaríkin sterkasti aðilinn í áróðurspólitík- inni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.