Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1961, Blaðsíða 25

Fálkinn - 20.09.1961, Blaðsíða 25
í /. Meiri safi fœst úr sítrónn, sé hún látin í heitt vatn. 2. Stráið sykri í sárið á sundur- skorinni sítrónu. 3. I>urfi aðeiins að nota nokkra dropa af safa, er nóg' að stinga gat á sítrónuna með eldspýtu og kreista svo. —jctroi ronan er Oi 'dárt eamnaríiAj Sítrónan er ágætt fegrunar- lyf. Hún er full af C-fjörefni, hún er blóðhreinsandi, styrkj- andi og sótthreinsandi. Byrjið á því að drekka sítr- ónusafa á morgnana. Setið saf- ann úr V2 sítrónu í glas af soðnu vatni — volgt eða kalt eftir smekk — og drekkið það á fastandi maga. — Drykkur þessi er grennandi, auk þess ómetanlegur fyrir meltinguna. Þetta er blóðhreinsandi drykk- ur, hlaðinn af C-fjörefni. Sé kvef í uppsiglingu, er ónusafa til að væta hárið með, áður en það er lagt. Þá end- ist lögnin betur. Hafið þér tilhneigingu fyrir rökum höndum og fótum, get- ur það hjálpað nokkuð að núa inn í þá sítrónusafa. Látið sundurskorna sítrónu liggja við hliðina á eldhúsvasknum. Sítrónan leysir upp margs kon. ar bletti af höndum og fingr- um. Núið hrjúfa olnboga með sítrónuafgangi, berið síðan á þá nærandi krem. Ef maður reykir mikið, svo að fingurnir gulni^ getur það hjálpað nokkuð að nú fingur- gómana með sítrónu, einnig styrkjandi fyrir neglurnar. Sítrónusafi er hressandi og styrkjandi fyrir eðlilegt og feitt hörund, — á að notast með varúð á þurrt hörund og aldrei nema þynnt. Vætið hörundið með sítrónu- safa, þegar dagkrem hefur ver- ið borið á, og þér munuð verða var við eins og stungur í hör- undið og blóðrásin örfast. skynsamlegt að skola hálsinn með vatni, sem í er sítrónu- safi. Einnig er glas af sjóðandi sítrónuvatni úr 1 sítrónu góð lækning. Sami drykkur, kæld- ur með ísmolum, og ef til vill dálítið sykraður, er ljúffengur svaladrykkur á heitum sumar- degi. Látið tæmda sítrónuberki liggja í vatni yfir nótt, þá fæst yngjandi og hressandi baðvatn bæði fyrir andlit og hendur. Setjið einu sinni í mánuði sítr- ónusafa í skolvatnið, þegar hárið er þvegið. Einnig er hægt að nota óblandaðan sítr- ddúhhula&L- kaha 75 g suðusúkkulaði 175 g smjörlíki 175 g sykur 2 egg 2 msk kakaó 1 dl rjómabland 150 g hveiti 1 tesk lyftiduft. Súkkulaðið brætt við gufu. — Smjörlíki og sykur hrært létt og Ijóst. Eggjunum og brædda súkkulaðið hrært saman við. — Hveiti, 'kakaó og lyftiduft sáldrað saman, hrært í deigið ásaml rjómablandinu. Sett í velsmurt, brauðmylsnu- stráð mót. Bakað við vægan hita, nál. 200°, í 45 mínútur. Kakan tekin úr mótinu meðan hún er volg. Ef vill má hylja kökuna með flórsykurbráð, sem í er blandað kakaó. FALKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.