Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1961, Blaðsíða 7

Fálkinn - 27.09.1961, Blaðsíða 7
-fc Lykkjuföll. Kæri Fálki. — Nýlega var ég staddur úti á Reykj avíkur- flugvelli. Þetta var snemma morguns og fáir voru á ferli, nema þeir, sem voru að kveðja ættingja og vini, sem voru að fara til útlanda. Allt í einu bregður þar fyrir stúlku nokk- urri, sem var að girða sig þarna frammi fyrir öllum og ekki nóg með það, heldur var lykkjufall upp eftir öllum sokknum. Það fannst mér al- veg hneyksli. Hvað ætli ferða- menn segi, ef þeir sjá svona nokkuð? SVAR: Ætli þeim þyki ekki bara gaman að horfa á granna fœt- ur, enda þótt lykkjufall sé á sokkunum, a. m. k. karlmönn- unum. -fc Hvítir menn. Reykjavík, 14. sept. 1961. Kæri Fálki. — Mér finnst, að blað yðar, sem er virðing- arvert í alla staði, ætti að gæta þess að láta ekki neitt kynþáttahatur koma fram í greinum og bréfum þess. Ég rakst á það í pósthólfinu síð- ast. Þar er verið að tala um sal- erni, og var sagt að þau væru fleiri en eitt, en þau væru ekki boðleg hvítum mönnum. ■— Hvernig er með svarta og rauða, eru þau boðleg þeim? M. R. A. Við vorum ekkert að bjóða þeldökkum mönnum. -fa 14 ára. Kæri Fálki. — Ég er fjórt- án ára og nýkomin í bæinn. Ég er alveg í stökustu vand- ræðum; með strákinn, sem ég er með. Hann segir, að ég sé svo sveitó, að hann ætli að hætta að vera með mér, ef ég hætti ekki að vera það. -— Hvað á ég að gera? Hvernig er skriftin? SVAR: Láta hann fara og skipta yður síðan ekkevt af honum. Skriftin er sú fallegasta kop- arstunga, sem við höfum séð. Réttritunin er ágœt. -fc Bílferðir. Kæri Fálki. — Ég er aðeins 17 ára, alla tíð hef ég verið stillt og siðprúð stúlka. Það er stutt síðan ég fór að ganga rúntinn og það kemur oft fyrir að bíll með gæjum stoppar og býður mér og vinkonum mínum upp í. Eigum við að þiggja bílferð eða ekki? Get- ur þetta verið hættulegt að fara upp í bíl til manna, sem maður þekkir ekkert? SVAR: Auðvitað er það ekki sak næmt að stíga upp í bíl, en þér eigið að láta piltana aka yður beint heim. Varla getur þe>tta verið hœttulegt, ef svo er eins og þér segið, að þér séuð sið- prúð stvilka. -fc Kokdillar. Kæri Fálki. — Ég er einn þeirra manna, sem hef yndi af því að drekka kokdilla, svona einn og einn á kvöldi. En gallinn er bara sá, að ég bý úti á landi og ég er ekki nógu hugmyndaríkur við að blanda saman. Nú langar mig til þess að spyrja, hvort þið getið eitthvað hjálpað mér í þessum málum. Er ekki til bók yfir alla mögulega kokdilla? SVAR: Við getum bent yður á bók, t. d., sem heitir The Art of mixing drinks. Hana getið þér pantað frá einhverri bókabúð í Reykjavík. í þessari bók er alla mögvilega drykki að finna, allt frá kokdilli, sem blandað- ur er úr frönsku koníáki til ýmissa drykkja, sem svarta- dauða má nota í. Bíilar. Kæri Fálki! — Mér finnst nú ekki úr vegi að þið birtið nokkra þætti um bíla og önn- ur tæki eða bara tækni svona almennt. Síðan innflutningur var gefinn frjáls. þá eru menn ákaflega spenntir fyrir bílum og vilja allt um þá vita. Það væri því mjög gott, ef þið tækjuð upp þennan þátt, því að fólk viu vita allt sem rétt- ast og sannast um bíla, um- boðsmenn þeirra tala aldrei um galla á þeim bifreiðum, sem þeir selja. Ég væri mjög þakklátur, ef þið vilduð sinna þessu eitthvað,. og ég er viss um að svo væri með fleiri. Vinsamlegast. P. V. SVAR: Okkur vœri sönn ánœgja að leysa úr þessu, en enn sem komið er, eruð þér fyrsti mað- urinn, sem biður um þetta. Ef fleiri beiðnir berast um þetta munum við að öllum lík- indum taka þennan þátt upp í blaðið. Meiri fjölbreytni! ÁSTARSÖGUR, ÆVINTÝRASÖGUR og fleira skemmtilegt lesefni ALLT MJÖG ÖDÝRT! Nokkur eintök eru enn óseld af hin- um geysivinsælu sögum Laugardags- ritsins og Vilcuritsins og fást nú fyrir helming verSs og minna gegn póst- kröfu. Höfum fengið meira af nýj- um, ódýrum bókum. Sögur þær, sem nú fást eru: □ Heitt blóð .... nú aðeins kr. 16 □ Vilji örlaganna — — — 20 □ Ógift eiginkona — — — 18 □ Ólgublóð.......— — — 16 □ Barátta læknisins— — — 18 □ Babs hin ósigrandi...kr. 12 □ Morðið í skóginum .........— 12 □ Leyndard. rauða hússins — 15 □ Ég sleppi þér áldrei .... — 15 □ Riddari ástarinnar ........— 24 □ Lífsgleði njóttu — 24 □ Ólíkir erfingjar........... — 24 □ Sjóræningjakonan Pu (i bandi).................... — 50 Vinsamlegast sendið mér undirrituS- um í póstkröfu bækur þær, sem ég hef merkt við hér að ofan. NAFN HEIMILISFANG BÓKAMIÐSTÖÐIN HOLTSGÖTU 31, REYKJAVlK.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.