Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1961, Side 8

Fálkinn - 27.09.1961, Side 8
HANN hafði gengið á með skúrum fram eftir degi, daginn sem leikurinn átti að fara fram. Útvarpið sagði í hádeginu, að hann ætti að byrja klukkan þrjú, en þeir hjá KSÍ höfðu ekki auglýst forsölu og það boðaði biðraðir við skúrana þarna í Laugardalnum. Um tvöleytið voru þeir áhugasömustu komnir á stjá og farnir að koma sér fyrir á góðum stöðum á pöllunum, og ég sá bæði Greip, sem heldur með Skagamönnum og Egil rak- ara, sem heldur með KR; stinga sér upp í stúkuna, Egill í KR-nýlenduna að sunnanverðu en Greip í miðstúkuna. Það var talsverður glímuskjálfti sjá- anlegur á forvígismönnum félaganna, sem ætluðu að keppa til úrslita, en þeir úr Fram og Val og Þrótti og Víkingi voru glaðhlakkalegir. Þeim þótti sýni- lega ekki eins mikið í húfi um úrslitin og hinum. En meðan spenntir áhorfendur röðuðu sér í stúkuna, fór undirbúningur leiks- ins fram undir fótum þeirra. Þarna niðri var Baldur Jónsson vall- arstjóri og allt hans lið á ferð og flugi því margt kallaði að; Síminn hringdi og úr mörgu þurfti að greiða. Menn voru á þönum. Svo innan um voru aðrir, sem ekki höfðu í eins miklu að snúast en voru þarna niðri af gömlum vana, því að enda þótt ísleifur hleypi ekki hverj- um sem er niður, þá slæðast alltaf marg- ir þangað, framámenn íþróttamála, blaðamenn og ljósmyndarar og stundum eiginkonur knattspyrnumannanna. Fyrir innan aðsetur Baldurs voru stúlkur að undirbúa kaffigildi að leikn- um loknum. Þótt hlutfallslega fáir viti, er oft prýðiskaffi hjá þeim þarna í kjall- aranum, ekki sízt þegar hann er kald- ur og rignir og leikurinn er daufur. En þennan sunnudag var eftirvænting og talsverð spenna í loftinu og enginn far- inn að hugsa til kaffisins, nema stúlk- urnar. Inni á ganginum bjuggu leik- mennirnir sig í tveim herbergjum, Ak- urnesingar í öðru og KR-ingar í hinu. Það er erfitt að lýsa andrúmslofti með- al keppenda fyrir leik. Á eftir er það auðvelt. Akurnesingar voru í fremra herberg- inu. Þeir sátu flestir á bekkjunum, en Þórður Jónsson lá á gólfinu með fætur uppi á bekk. Ríkharður Jónsson spjall- aði við leikmennina og Þórður Þórðar- son sat hjá Sveini Teitssyni, sem var að hnýta á sig skóna. Þórður meiddist í leik þessara sömu félaga á Akranesi og gat ekki verið með. Ríkharður hefur ekki getað leikið með Óli B. Jónsson þjálfari KR nuddar Gunnar Guðmannsson fyrir leik. í tvö ár vegna meiðsla. Tveir sterkustu sóknarmennirnir úr leik. Á miðju gólfi voru áhöldtil að lagfæra skóna oglngvar átti í baráttu við nagla, sem þó varð að láta undan. Donni sat á bekkjarendan- um og var tilbúinn. Jón Leósson var ekki kominn í peys- una og hann var með lítinn hlut í silf- urfesti um hálsinn. Verndargripur, hugs- aði ég á leiðinni yfir til KR-inganna í næsta herbergi fyrir innan. Eins og hinum megin lá einn á gólf- inu, Bjarni Felixson, og eins og Þórður hafði hann fæturna uppi í bekk. Bonni. Örn Steinsen. Sveinn Teitsson.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.