Fálkinn - 27.09.1961, Page 11
sat Atli á Mogganum og Einar á Alþýðu-
blaðinu og í efstu röð Hallur á Tíman-
um. Knattspyrnumaður úr Reykjavíkur-
liði í annarri deild, sat hjá þeim og lét
ljós sitt skína og var hálfur.
★
Það var liðið að leikslokum og áhorf-
endur farnir að yfirgefa völlinn. Það
var talsverð harka í leiknum og þeir
voru farnir að kippa í buxnastrengi mót-
herjanna þegar barizt var um boltann.
Rétt fyrir leikslok kom einn leikmað-
ur Akraness gangandi út af og fór inn
í búningsklefann.
Það lenti í hálfgerðri bendu við K.R.-
markið og fyrst sagði dómarinn, Hauk-
ur Óskarsson, að það væri horn, og síð-
an aukaspyrna.
Áhorfendur í stúkunni vissu ekki sitt
rjúkandi ráð og mönnum kom ekki sam-
an um hvað hefði gerzt.
„Hann brá Bjarna,“ sagði einn.
„Bjarni hékk í honum,“ sagði annar.
Svo voru þessar níutíu mínútur liðn-
ar og dómarinn flautaði af. Leikmenn
tókust í hendur tókust í hendur og K.R.-
ingum var afhentur bikarinn eftir sigur
í leiknum, fjórum mörkum gegn engu.
Þeir voru fljótir í baðið á eftir og
allir töluðu um leikinn. Einn sagði:
„Hvers vegna dæmdi Haukur fyrst horn
og svo fríspark?“ „Hann sá ekkert hvað
skeði,“ sagði annar. „Hann dæmdi frí-
spark þegar Hörður hljóp til hans og
sagði að Skúli hefði hrint Bjarna bróð-
ur sínum, og svo rak hann Skúla út af.“
Þeir skeggræddu um þetta fram og aft-
ur og inni hjá K.R.-ingum var fullt af
gömlum félögum, sem óskuðu liðinu til
hamingju með góðan leik og íslands-
meistaratitilinn.
Þeir voru mjög glaðir og flýttu sér
Grein og myndir
íslandsmótsins í
Það leynir sér ekki, að mark hefur
verið skorað, þegar efsta myndin var
tekin. Að þessu Sinni var um fyrsta
mark KR að ræða. Á myndinni þar
fyrir neðan er Sigurður Sigurðsson
við hljóðnemann, og loks ein mynd
af liðunum við lok úrslitaleiks fimrn-
tugasta Islandsmótsins í knattspyrnu.
í fötin, því kaffið be!ð og stúlkurnar
voru byrjaðar að koma fram með könn-
urnar. Og þegar þeir komu fram á gang-
inn í sparifötunum, var hiti leiksins rok-
inn burt og fyrrverandi mótherjar fóru
saman í kaffið. Þeir eru líka flestir
gamlir kunningjar, og eftir viku yrðu
þeir sumir hverjir samherjar, sendir til
Bretlands til þess að halda uppi heiðri
íslenzkrar knattspyrnu í móðurlandi
knattspyrnunnar. — Við óskum þeim
góðrar ferðar.
Sv. S.
frá úrslitaleik
knattspyrnu