Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1961, Side 12

Fálkinn - 27.09.1961, Side 12
Haust nokkurt á síðari hluta átjándu aldar, tók sér ferð á hendur til Vest- mannaeyja prófasturinn í Odda, Gísli Snorrason. Veturinn gekk í garð með illviðri. ísar lögðust á, svo að séra Gísli komst ekki til lands fyrr en seint um veturinn. Þegar hann var kominn heim að Odda og hafði litið yfir bú sitt, varð honum að orði: — Hér hefur allt verið stundað og hirt, nema drengurinn hann Guðmund- ur litli hefur verið fordjarfaður fyrir mér. Guðmundur var einkasonur séra Gísla. Hann var mikið eftirlætisbarn, sérstaklega föður síns, sem vildi ekki láta banna drengnum neitt eða hindra hann á neinn veg. Honum var leyft að láta öllum illum látum og brjóta og eyðileggja það, sem honum sýndist. Þegar Guðmundi var gefið kaffi, skvetti hann því ævinlega. Eitt sinn fleygði hann bollanum og braut hann. Þá sagði faðir hans: — Skoðið þið höfðingslundina í drengnum, þó hann sé lítill. Þegar Guðmundur var í vöggu drakk hann með silfurpípu og yfir vögguna var spennt ól með silfurhringju. Sum- ir segja einnig, að silfurbúinn tóbaks- baukur hafi verið smíðaður handa hon- um og hann látinn fara að taka í nefið sex ára gamall! Ekki varð eftirlætið minna, þegar strákur tók að stálpast. Allar ráða- gerðir voru miðaðar við það, hvílíkur landshöfðingi eða mektarmaður hann mundi verða. En eins og oft vill brenna við lánaðist þetta ekki. í tilefni af því var þetta kveðið sem grafskrift: Hér er til hvíldar færður, heiðraður fyrr en komst á legg, biskup, lögmaður, lærður landphysicus, þá gekk með vegg, barón á barndóms skeiði, burt reisti um lönd og geim, kauphöndlan kænn við þreyði, kannaði víðan heim, kom frá útlöndum aftur allan við skilinn prakt, spéskorinn kampakjaptur kokkur á fiskijakt. Allt gekk eins og í sögu með lær- dóm Guðmundar og fermingu, þar sem faðir hans réði fyrir því einn, og aðrir höfðu ekki með þau mál að gera. Þar kom að séra Gísli sendi son sinn í skóla. Hann útbjó strák ríkmannlega, lét hann til að mynda hafa meðferðis brennivínskút og fleira góðgæti, sem hann átti að gefa rektori. Þetta gerði séra Gísli í þeim tilgangi, að Guð- mundur væri ekki settur neðst í bekk- inn, því að auðvitað átti hann að út- skrifast strax. Þetta fór eins og til var ætlast. En ekki leið á löngu þar til Guðmundur vék úr skólanum, og var lærdómsbraut hans þar með á enda runnin. Gáfnatregða var fyrst og fremst ástæðan en einnig þoldi pilturinn hvorki aga né aðfinnslu. 12 FÁLKINN Um það leyti sem Guðmundur var fulltíða maður, eða nánar tiltekið 21 árs gamall 1780, lézt faðir hans og átti þá sonurinn að njóta tekna úr brauðinu það árið. Hann hafði nú frjálst forræði eigna sinna, sem ekki voru svo litlar, og lagðist samstundis í hóglíf og munað. Eitt sinn lét Guðmundur inn ungan hest og lét ala hann á beztu töðu allan vet- urinn. En svo bar til, þegar líða tók á mánuðinn, að hann var boðinn í veizlu. Hann klæddi sig þá í rauðan kjól og hafði mikið við í öllum klæðaburði. Hann lét söðla hestinn, steig á bak og stóð í báðum stigreipum. Hann vildi nú reyna eldið, og þegar hann ríður um hlaðið, keyrir hann hestinn. Milli tveggja húsa upp frá bæjarhlaðinu var breitt sund. Þar höfðu þvertré verið lögð yfir, og ýmislegt verið breitt a, sem þurfti. Endar þeirra voru frosnir niður á veggjunum og Guðmundur ræð- ur ekkert við hestinn. Hesturinn hleyp- ur í sundið og undir trén. Tré slæst þá á Guðmund miðjan, svo að hann fest- ist í söðlinum aftur á bak, og liggur hann þannig flatur, unz bæði trén hafa þar keflað hann. Féll hann þegar i óvit. En svo vel vildi til, að menn voru ná- lægir á hlaðinu, tóku -hann upp, báru í rúm og lá hann þar í margar vikur á eftir. Guðmundur hafði þumalfingur, sem voru óvenju miklir í liðum. Eitt sinn var hann spurður að því, hvernig stæði á þessu. Honum sagðist svo frá, að ein- hverju sinni sem oftar hefði verið emb- ættað í Odda. Hláka hafði verið og var blautt á jörðu og sleipt. Guðmundur var skrautbúinn, en leið hans lá um traðir og sund. Hann var á leið til kirkju, hafði staupað sig ofurlítið og var orðinn talsvert ölvaður. Hann studdist á víxl að veggjunum til þess að hann dytti ekki og skrautklæði hans saurguðust. En svo fast studdi hann þumalfingrun- um niður á göngunni, að þeir gengu úr liði á báðum höndum! Guðmundur kvæntist Önnu nokkurri Ólafsdóttur. Hún hafði verið í vist með Ólafi stiptamtmanni í Viðey. Oft lét hún sér þau orð um munn fara, að maður sá, sem hún giftist, ætti fyrst og fremst að vera í kjól eða frakka. Minna máli skipti það að hennar dómi, hvort hann yrði henni góður eða ekki. En ekki er ósennilegt, að Anna hafi iðrast þessara orða. Það vantaði ekki, að Guðmundur væri á rauðum kjól, en brátt kom í ljós, að Anna gat á engan hátt gert hon- um til hæfis. Hann var hinn versti heim- ilisfaðir, og lagði jafnvel hendur á konu sína. Sérstaklega var hann slæmur, þeg- ar hann var við skál. Anna var hin vænsta kona. Hún var myndarleg hús- freyja og kom sér hvarvetna vel. Einnig var hún hin bezta yfirsetukona. Guð- mundur bjó á eignarjörð sinni, Kalastöð- um, en sá böggull fylgdi skammrifi, að á hluta jarðarinnar bjó á móti honum maður að nafni Sveinn. Sá var mikill drykkjumaður, ágengur í meira lagi og hinn versti viðureignar á flestan máta. komst á legg ÍSLENZK FRÁSÖGN Hann hafði fé af Guðmundi í stórum stíl, en Guðmundur kunni lítt með pen- inga að fara og gerði flest, þegar brenni- vínið var annars vegar. Einhverju sinni voru þeir báðir ölv- aðir, Sveinn og Guðmundur. Þar kom í drykkju þeirra, að Guðmundur tók að óttast, að Sveinn berði hann. Þess vegna forðaði hann sér og faldi sig í skemm- unni. Sveinn leitaði dyrum og dyngjum, en fann hvergi Guðmund. Þegar Sveinn kemur að skemmunni, knýr hann dyra harkalega og spyr hvasst: — Er Guðmundur inni? Þá kallaði Guðmundur á móti: — Ég er ekki inni! Þannig gekk þetta nokkrum sinnum. Loks tók Sveini að leiðast þófið og hótar að mölva niður húsið. Þá kallaði Guðmundur grátklökkur: — í guðs nafni, Sveinn minn góður! Ég er ekki inni! Ekki fylgir sögunni, hvort Guðmund- ur lauk upp eða hvort Sveinn braut

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.