Fálkinn - 27.09.1961, Side 15
ÍSLENZK STÚLKA SEGIR LESENDUM FÁLKANS SÖGU SÍNA
með blómum úr því pabba langaði að
taka vel á móti gestunum. Ég keypti
tertur og kökur og bjó mig undir kvöld-
ið, því ég vissi ekki annað en pabbi ætl-
aði mér að ganga um beina. Þess vegna
varð ég dálítið undrandi þegar hann
rétti mér hundraðkall eftir kvöldmat-
inn og sagði mér að fara á bíó eða eitt-
hvað að skemmta mér með kunningja-
stúlkum mínum. Hann skyldi sjá um
gestina. Mig langaði ekkert á bíó, ég
hafði einmitt hlakkað til að pabbi kæmi
heim svo við gætum verð samvistum
tvo daga meðan togarinn væri inni. Þó
fór ég út með hundraðkallinn og sat
heima hjá vinkonu minni til klukkan
11. Lengur vildi ég ekki vera að heim-
an, bjóst við að pabba þætti ekkert var-
ið í það.
Mér brá í brún þegar ég kom heim.
Hafi gestirnir verið fleiri en einn í upp-
hafi, voru hinir að minnsta kosti farn-
ir. En þarna sá ég Jonnu í fyrsta sinni
og ekki get ég sagt, að mér hafi litist
á hana. Hún var um það bil jafnaldra
pabba, með litað hár og mikið ^meikuð",
mér fannst hún ólagleg en ef til vill hef-
ur verið eitthvað í fari hennar sem karl-
menn hrifust af. En í mínum augum var
hún gróf og allt að því fráhrindandi.
Þau höfðu haft vín um hönd og Jonna
var talsvert ölvuð, pabbi aftur á móti
ódrukkinn þótt hann hefði sýnilega
dreypt á glasi. Ég vissi ekki til að hann
hefði bragðað vín nema einu sinni á
gamlárskvöldi fyrir vestan og hafði þá
orðið ruddalegur við okkur mömmu.
Hann bað okkur báðar afsökunar á eft-
ir og iðraðist sárlega.
Ég vil ekki fullyrða að neitt hafi gerzt
þeirra á milli um kvöldið en pabbi var
hálf vandræðalegur líkast því sem
hann væri feiminn við mig. Hann sagði,
að hinir gestirnir væru farnir (raunar
voru ekki óhrein nema tvö glös og ekk-
ert hafði verið bragðað á tertunum) og
kynnti mig fyrir Jonnu, sagði að þau
hefði þekkzt hér áður fyrr í Reykjavík.
Það varð lítið úr samræðum okkar á
milli, nema hvað Jonna tönnlaðist sí og
æ á því hvað ég væri „sæt lítil stelpa“.
Skömmu seinna bjóst hún til að fara
og pabbi sagðist ætla að fylgja henni
áleiðis. Hann kom ekki aftur fyrr en
klukkan langt gengin fjögur um nótt-
ina.
Hann fór á sjóinn um hádegi næsta
dag og við minntumst ekki á kvöldið
áður. Ekkert ba.r til tíðinda fyrr en
hann kom aftur í land úr næsta túr. Þá
bauð hann mér í bíó um sjöleytið en
kvaðst þurfa út í bæ að finna mann á
eftir. Ég rölti heim ein míns liðs. Hann
kom heim skömmu eftir miðnætti og
var þá hreifur af víni og óvenju mál-
gefinn. Hann sagði mér að hann hefði
þekkt Jonnu vel hér áður fyrr og hún
hefði verið góð vinkona hans, spurði
mig hvort mér líkaði ekki vel við Jonnu,
hún væri skilningsrík og góðhjörtuð og
hefði talað fallega um mig. Ég svaraði
fáu, pabbi sofnaði fljótlega en ég vakti
lengi nætur og grét mig í svefn.
Pabbi var nokkra daga í landi í þetta
sinn, næsta kvöld kom hann heim með
Jonnu og í þetta sinn var með þeim
annar maður, feitur og hávær og var sí-
fellt að klípa mig í kinnina, hló hrossa-
hlátur og vildi gefa mér peninga. Hann
var vel drukkinn og það var Jonna einn-
ig, pabbi hafði smakkað vín en sá lítið
á honum. Ég dró mig fljótlega í hlé eft-
ir að ég hafði verið látin hita þeim
kaffi, úr svefnherbergi mínu fylgdist
ég með því sem fram fór. Þau höfðu haft
með sér eitthvað af áfengi sem þau tóku
upp eftir að ég var farin inn til mín og
skömmu seinna lognaðist feiti maðurinn
út af. Pabbi og Jonna töluðu lengi sam-
an og ég komst ekki hjá því að heyra
þegar hún hækkaði róminn og talaði um
,,hið brjóstalausa Jesúbarn, sem hefði
dregið pabba með sér vestur í raskat“.
Eftir ýmsu sem hún sagði síðar þetta
kvöld skildist mér að átt væri við móður
mína. Ég vil ekki gera tilraun til að lýsa
því, hvernig mér leið. Pabbi vann um
borð í togaranum þessa daga sem hann
var í landi en var úti í bæ fram eftir
kvöldi og kom gjarnan með Jonnu heim
að áliðnu kvöldi og stundum var fleira
fólk með þeim. Eina nóttina kom hann
ekki fyrr en undir morgun og sagðist
þá hafa verið á næturvakt. En það var
af honum stækur vínþefur og fötin
velkt, mér varð þá ljóst að pabbi skrökv-
aði að mér og það hafði verri áhrif á
mig en allt annað.
Ég átti orðið bágt með að stunda
vinnuna vegna svefnleysis og þreytu
þessa daga og daginn eftir að pabbi fór
aftur á sjóinn, var ég kölluð fyrir verk-
stjórann og áminnt. Verkstjórinn hafði
verið kunnugur mömmu frá því við
bjuggum, fyrir vestan og stóð sýnilega
í þeirri meiningu að ég hefði dregizt
inn í gjálífi höfuðstaðarins. Ég þagði
sem fastast.
Þegar pabbi hafði verið hálfan mán-
uð á sjónum og allt fallið í fastar
skorður á ný, varð ég fyrir óvæntri
heimsókn, þegar ég var nýlega háttuð.
Dyrabjöllunni var hringt óðslega og auk
þess barið á dyrnar. í einhverju fáti
hljóp ég fram og opnaði. Það hefði ég
átt að láta ógert.
Þarna var Jonna komin með fríðu
föruneyti eða hitt þó heldur. Með henni
var feiti maðurinn sem ég gat um áður,
dauðadrukkinn og svolalegur, enn frem-
ur ungur maður og kona, sem ég þekkti
ekki. Áður en ég fengi rönd við reist
hafði þetta fólk ruðzt inn í íbúðina, gerði
sig heimakomið í stofunni, dró flöskur
úr vösum sínum og heimtaði glös. Ég
leyfði mér að mótmæla en Jonna sagði
mér þá að pabbi hefði leyft henni að
hafa afnot af íbúðinni hvenær sem hún
vildi, þótt hann væri ekki landi. Hún
gerði sig ósköp blíða við mig, kallaði
mig elskuna sína en ég anzaði henni
ekki neinu. Ég sá fram á, að ég mundi
ekkert geta tjónkað við fólkið, svo ég
tók þann kostinn að fara inn í svefn-
herbergið og bíða átekta. Nú hófust há-
vær drykkjulæti frammi í stofu og ekki
leið á löngu áður en feiti svolinn var
kominn inn til mín og farinn að káfa
utan í mig þar sem ég lá í hnipri undir
sænginni. Ég þaut fram í hendings-
spretti, lokaði mig inni á salerni og
hírðist þar til morguns. Jonna kallaði
inn til mín öðru hvoru og bað mig að
koma fram, ég svaraði henni engu.
Drykkjulætin héldu áfram þangað til
ég heyrði ókunna rödd kalla inn til
mín. Ég var beðin um að opna. Ég þagði
sem fastast. Það var barið að dyrum
og kallað í ákafa.
— Láttu hana vera! heyrði ég að
kallað var innan úr stofu.
Frh. á bls. 26