Fálkinn - 27.09.1961, Side 24
„Pamela var að rífa hann í sundur
niðri á ströndinni. Hún var að skemmta
sér við það, skal ég segja þér. Og ekki
virtist skaplyndi hans batna við þann
verknað. Hann var eins og þrumuský,
þegar ég fór þaðan. Það er óveður í að-
sigi, trú mér til.“
,,Það er eitthvað, sem ég ekki skil,“
tautaði Poirot.
„Þetta er ósköp skiljanlegt,“ mælti
Sara. „En hvað verður úr því, það er
spurningin.“
Poirot hristi höfuðið og sagði lágt:
„Satt hjá þér, ungfrú — það er fram-
tíðin, sem er ráðgátan.“
„En hvað þetta var fallega orðað,"
svaraði Sara og gekk inn í hótelið.
í dyrunum gekk hún beint í flasið á
Douglas Gold, sem var að koma út. Var
hann fremur ánægjulegur í fasi, en þó
jafnframt ofurlítið sakbitinn.
„Góðan dag, herra Poirot,“ mælti
hann, og bætti við eins og hálf feiminn:
„Ég var að sýna frú Sjantry Krossfara-
múrana. Marjorí gat ekki hert sig upp
í að koma líka.“
Poirot lyfti örlítið brúnum, en hefði
ekki haft tíma til að svara, þó hann
hefði ætlað sér, því Valentína Sjantry
geystist út úr dyrunum og hrópaði hárri
röddu:
„Douglas — sterkt gin — ég verð
fortakslaust að fá sterkt gin.“
Douglas Gold fór til að sækja drykk-
inn, en Valentína tyllti sér niður í stól
hjá Poirot. Hún var hrífandi fögur í dag.
Þegar hún sé hvar maður hennar og
Pamela komu upp að húsinu, veifaðl
hún til þeirra og kallaði:
„Hefur þér liðið vel í baðinu, Tony,
elskan? Er þetta ekki guðdómlegur
morsunn?“
Sjantry flotaforingi svaraði henni
ekki orði. Hann snaraðist upp þrepin,
gekk þegjandi framhjá, án þess að líta
við henni, og hvarf inn í vínstofuna.
Hann kreppti hnefana niður með hlið-
unum og var áþekkastur górillaapa.
Valentína Sjantry gapti sínum fagra
en flónslega munni.
Svo sagði hún fremur tómlátlega:
„Óh!“
Af svip Pamelu mátti sjá, að hún
skemmti sér vel yfir því sem fram fór.
Reyndi hún þó að leyna því sem unnt
var fyrir manneskju með jafn hrein-
skilna lund og hennar, settist hjá Valent-
ínu og spurði:
„Hafið þér skemmt yður vel í morg-
un?“
Valentína var skjót til svars. „Bein-
línis undursamlega. Við . ..“ En nú reis
Poirot úr sæti og gekk rólega til vín-
stofunnar. Þar rakst hann á Gold hinn
unga, sem beið eftir gininu, eldrauður
í andliti. Virtist hann óánægður og ergi-
legur.
„Þessi maður er hrotti," sag'ði hann
við Poirot og hnykkti höfði í átt til
Sjantrys flotaforingja, sem var að gang'a
út.
„Það getur vel verið,“ svaraði Poirot.
„Já, það er vel mögulegt, en konur
20 FALKINN
kunna vel við hrotta, þér ættuð að
minnast þess.“
„Mig skyldi ekki furða þótt hann mis-
þyrmdi henni,“ tuldraði Douglas.
„Að líkindum kynni hún líka vel við
það.“
Douglas leit til hans eins og hann
skildi ekki baun, síðan tók hann drykk-
inn og fór með hann.
Herkúles Poirot settist á stól og pant-
aði sirop de cassis, sem var uppáhalds-
drykkur hans. Meðan hann var að sötra
þetta, kom herra Sjantry inn og hellti
í sig nokkrum sjússum af gini, hverjum
eftir annan.
Allt í einu sagði hann hátt og ofsa-
lega, öllu fremur eins og hann væri að
tala við allan heim en Poirot einan:
„Ef Valentína heldur að hún geti los-
að sig við mig, eins og hún hefur kast-
að hinum helvítis fíflunum frá sér, þá
skjátlast henni. Ég hef náð í hana og
ég ætla mér að halda henni. Ef einhver
annar náungi ætlar sér að ná í hana,
verður hann að stíga yfir lík mitt.“
Hann fleygði peningi á borðið, sner-
ist á hæli og gekk út.
Ný, örstutt
framhaids-
saga eftir
MATHA
CHRISTIE
3. KAFLI.
Það var þrem dögum síðar, að Herkú-
les Poirot gerði sér ferð upp á svonefnt
Spámannsfjall á eynni. Þetta var hress-
andi og þægilegur akstur, um grængull-
inn furuskóg, vegurinn lá í bugðum upp
hlíðina, ofar smáskítlegum krit og slúðri
mannanna. Loks nam vagninn staðar
við gildaskálann uppi á fjallinu. Poirot
steig út og reikaði inn í skóginn, þar
til hann stóð á hæð einni er virtist gnæfa
of heima alla. Langt fyrir neðan lá haf-
ið, tært og tindrandi blátt.
Hér gat hann loksins verið í friði, —
laus við áhyggjur ofar heimsins harki.
Hann fór úr yfirhöfn sinni, braut hana
vandlega saman og lagði á trjábút, síð-
an settist Herkúles Poirot niður.
„Vissulega veit sá góði guð hvað hann
gerir, ekki er að efa það. En skrítið er
þó, að hann skuli hafa leyft sér að
skapa sumar manneskjur. Nú, ekki er
um það að fást, hér er ég þó að minnsta
kosti útilokaður frá öllum vandamálum
um sinn.“ Þannig lét hann hugann reika.
Hann leit snöggt upp úr þessum hug-
leiðingum. Lágvaxin kona í brúnni
treyju og pilsi, kom hröðum skrefum í
átt til hans. Það var Marjorí Gold, og
að þessu sinni hafði hún varpað frá sér
allri uppgerð. Andlit hennar flóði í
tárum.
Poirot var ekki undankomu aúðið.
Hún var komin til hans.
„Herra Poirot. Þér verðið að hjálpa
mér. Ég er svo yfirkomin, að ég veit
ekki hvernig ég á að haga mér. Ó, hvað
á ég að gera? Hvað á ég nú að gera?“
Hún leit á hann og virtist alveg utan
við sig. Svo greip hún í boðanginn á
treyju hans. En þá var eins og hún sæi
eitthvað í svip hans, sem henni hnykkti
við, svo hún hopaði ögn á hæli.
„Hvað — hvað er þetta?“ stamaði hún.
3. HLUTI
„Þér viljið spyrja mig ráða, frú? Eig-
ið þér ekki við það?“
„Jú ... jú .. .“ stamaði hún á ný.
„Gott og vel — hér er þá mín ráð-
legging.“ Hann mælti þetta snöggt og
hörkulega. „Farið héðan undir eins —
áður en það verður um seinan.“
„Hvað þá?“ Hún starði á hann.
„Þér heyrðuð hvað ég sagði. Hverfið
brott frá eyjunni."
„Fara frá eyjunni?“ Hún glápti á hann
eins og fáviti.
„Það er það, sem ég var að segja.“
„En hvers vegna — vegna hvers?“
„Ég ráðlegg yður þetta — ej yður
er lífið kært.“
Hún saup hveljur.
„Ó! hvað eigið þér við? Þér eruð að
hræða mig — þér eruð að hræða . ..“