Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1961, Side 25

Fálkinn - 27.09.1961, Side 25
„Já,“ svaraði Poirot alvarlega, „það er tilgangur minn.“ Hún hneig niður og grúfði andlitið í höndum sér. „En ég get það ekki. Hann myndi ekki vilja koma. Ég á við að Douglas myndi ekki fást til að fara. Hún myndi ekki leyfa honum það. Hún hefur náð tökum á honum — bæði líkama hans og sál. Hann myndi ekki fást til neins gegn hennar vilja. Hann er brjálaður eftir henni. . . Hann trúir öllu sem hún segir honum — að maðurinn hennar misþyrmi henni — að hún sé særður sakleysingi — að enginn hafi nokkru sinni skilið hana . .. Hann er meir að segja stein- hættur að hugsa um mig. Ég er ekki talin með — ég er honum einskis virði. Hann vill að ég gefi honum frelsi — skilji við hann . . . Hann treystir því að hún skilji við manninn sinn og giftist honum. En ég er hrædd um að.. . Sjantry vilji ekki sleppa henni. Hann er ekki svoleiðis maður. í gærkvöldi sýndi hún honum marblett á handlegg sínum og sagði að hann væri eftir manninn sinn. Douglas ætlaði alveg að sleppa sér. Hann er svo riddaralegur ... O, ég er svo hrædd! Hvað skyldi verða úr þessu? Segið mér hvað ég á að gera!“ Herkúles Poirot stóð og starði út yfir hafið til blárra fjalla, sem djarfaði fyrir í fjarska hinum megin, Það var megin- land Asíu. Hann mælti; „Ég er búinn að segja yður það. Farið brott af eyjunni — áður en það er orð- ið oj seint . . .“ Hún hristi höfuðið. „Ég get það ekki — ég get það ekki — nema Douglas komi. ..“ Poirot varp öndinni. Svo yppti hann öxlum. 4. KAFLI. Herkúles Poirot sat niðri á ströndinni hjá Pamelu Lyall. Það var glettnishreimur í röddinni er hún mælti: „Og þrenningin er við beztu heilsu. í gærkvöld sátu þeir sinn hvor- um megin við hana og hvesstu haturs- augum hvor á annan! Sjantry hafði drukkið full mikið. Hann gerði sér bein- línis far um að móðga Douglas Gold. Gold var hinn prúðasti, og stillti sig sem bezt hann gat. Auðvitað þótti þess- ari Valentínu varið í allt saman. Hún urraði og kurraði eins og blóðþyrst tigr- isdýr, sem hún líka er. Hvað heldurðu annars að í skerist?“ Poirot hristi höfuðið. „Ég er hræddur. Ég er beinlínis laf- hræddur . . .“ „Uss, það erum við öll,“ sagði ung- frú Lyall í hræsnistón. Siðan bætti hún við: „Þarna er fyrst og fremst starf við þitt hæfi. Eða gæti orðið það. Getur þú ekki gert eitthvað?" „Ég er búinn að gera það sem ég get.“ Ungfrú Lyall hallaði sér að honum með ákafa. „Hvað ertu búinn að gera?“ spurði hún með nær skoplegri eftirvænting. „Ég ráðlagði frú Gold að fara áður en það yrði um seinan.“ „O-ó, svo þú heldur-----“ hún þagn- aði við. „Já, ungfrú?“ „Svo þú heldur þá að það geti komið fyrir!“ mælti Pamela með hægð og þunga. „En hann gæti aldrei — hann myndi aldrei fá sig til að gera neitt því- líkt. .. Hann er svo góður maður. Það er allt þessi Sjantry kvenmaður. Hann myndi aldrei — hann myndi ekki gera-------“ Hún þagnaði við en hélt því næst áfram í mjúkum rómi „Morð? Er það — er það í raun og vera orðið, sem þér hafið í huga?“ „Það orð hefur einhver í huga, ung- frú. Það skal ég segja yður.“ „Allt í einu fór skjálfti um Pamelu. „Ég trúi því ekki,“ sagði hún ákveðin. 5. KAFLI. Atburðarásin að kvöldi hins tuttug- asta og níunda október, var óslitin og glögg. Til að byrja með lentu þeir í hörku- rimmu, Gold og Sjantry. Flotaforinginn hækkaði róminn í sífellu, og síðustu orð- in, sem hann mælti, heyrðu að minnsta kosti fjórar menneskjur. Voru það gjald. keri hótelsins og forstöðumaður, Bar- nes hershöfðingi og Pamela Lyall. „Helvítis svínið yðar! Ef þið haldið, að þér og konan mín getið náð að koma þessu fram við mig, skjátlast yður hrap- allega. Valentína verður konan mín, meðan ég er á lífi.“ Síðan hafði hann snarast út úr gisti- húsinu, blýgrár í framan af reiði. Þetta gerðist fyrir hádegisverð. En upp úr hádeginu tókust sættir með þeim á ný, þótt engin vissi hvernig þeim hafði verið komið í kring. Valentína bað Marjoarí Gold að koma í ökuferð með sér, í tunglskininu. Sara og Pamela fóru með þeim. Þeir Gold og Sjantry léku knattborðsleik saman. Eftir það slógust þeir í hópinn með Poirot og Barnes hers- höfðingja, í setustofunni. Þetta var í fyrsta skipti er Sjantry sást í góðu skapi og glaður í bragði. „Voru þér heppnir í leiknum?" spurði hershöfðinginn. „Þessi náungi er ofjarl minn!“ sagði flotaforinginn. „Lauk leik með fjörutíu og sex yfir.“ Douglas Gold eyddi þessu hæversk- lega. „Hreinasta slembilukka. Ég fullvissa yður um að svo var. Hvað viljið þið drekka? Ég ætla að fara og ná í þjón.“ „Sterkt gin fyrir mig, þakka yður fyrir.“ „Rétt, hershöfðingi.“ „Með leyfi, ég vil helzt viský og sóda- vatn.“ „Sama og ég. En hvað handa yður, Poirot?" „Þér eruð ágætur. Mér þætti vænt um að fá sirop de cassis.“ „Sirop — hvað sögðuð þér?“ ,,Sirop de cassis. Safa úr svörtum kúr- ennum.“ „Nú, líkjör. Ég skil. Vonandi eiga þeir hann til hérna? Ég hef aldrei heyrt hann nefndan.“ „Já, þeir eiga hann. En það er ekki líkjör.“ Douglas Gold hló og mælti: „Einkennilega lætur þessi smekkur í mínum eyrum. En hverjum það, sem honum hentar. Ég fer og sæki drykkj- arföngin.“ Sjantry flotaforingi settist niður. í eðli sínu var hann hvorki ræðinn mað- ur né félagslyndur. En nú gerði hann sér bersýnilega far um að vera við- kunnanlegur. „En hvað maður getur vanizt þvi að fá engar fréttir," hóf hann máls. Hershöfðinginn rumdi við. „Ekki get ég sagt að ég hafi mikið gagn af Continental Daily Mail, fjög- urra daga gömlu. Náttúrlega læt ég senda mér bæði Times og Punch viku- lega, en þau eru bara svo helvíti lengi á leiðinni.“ „Skyldu nú verða kosningar út al þessu Palestínumáli?" „Þessu hefur öllu verið illa stjórnað,“ fullyrti hershöfðinginn í því er Douglas Gold kom aftur í ljós og þjónn með drykkina á hælum hans. Nú tók Barnes að segja sögu frá því er hann gegndi herþjónustu á Indlandi árið 1905. Englendingarnir tveir hlýddu á hana fyrir kurteisis sakir, þótt áhug- Framh. á bls. 29. FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.