Fálkinn - 27.09.1961, Qupperneq 30
Eldsupptök akunn
Frh. af bls. 15
—_En ef hún er búin aS hengja sig
þarna inni, sagði maðurinn við dyrnar.
— Þá hún um það, svaraði kvenrödd
innan úr stofu.
Ég geri ráð fyrir að þetta hafi verið
unga fólkið sem kom með Jonnu. Og
maðurinn haetti að berja að dyrum.
Skömmu seinna hypjaði fólkið sig burt,
en það leið löng stund áður en ég áræddi
að opna og fara fram. íbúðin var eins
og svínastía en ekkert brotið að ráði.
Ég þreif og hreinsaði eftir því sem mér
var unnt og heitstrengdi að svara ekki
oftar dyrabjöllu. Til þess kom þó ekki.
Jonna lét sem betur fer ekki sjá sig fyrr
en pabbi kom aftur í land. Og þá hóf-
ust lætin að nýju og keyrði nú um þver-
bak. Það var drabb og drykkja heima á
hverju kvöldi. Ég minntist ekki á það
einu orði við pabba en ég sá það á svip
hans á morgnana að hann var kvalinn
af samvizkubiti og forðaðist að líta fram-
an 1 mig. Hann muldraði eitthvað í barm
sér um að nú skyldum við tvö fara 1
bíó þetta kvöldið, svo fór hann út til
vinnu sinnar og minntist ekki á það
framar, ég sá hann ekki aftur fyrr en
seint um kvöldið, er hann kom heim í
fylgd með Jonnu og hennar föruneyti.
í þetta sinn fór togarinn á miðin án
hans. Einhverjir skipsfélagar hans komu
rétt áður en togarinn átti að fara, þá
var pabbi með drukknasta móti og sagði
þessum félögum sínum að fara til fjand-
ans, hann kæmi ekki um borð í þennan
dall framar. Og með það fóru þeir. Þessa
nótt var hann með versta móti og sama
er að segja um þann óþokkalýð er hafði
safnast heim. Feiti svolinn sem oftast var
með þeim, kom inn í svefnherbergið mitt
hvað eftir annað og fór að káfa utan í
mig með fleðulátum, Jonna kom þó
— Hefur virkilega enginn mun-
aö eftir að táka bamið með?
26 FÁLKINN
oftast á eftir honum og rak hann fram.
Hún skipaði honum að láta mig í friði
og hann hlýddi henni en var óðar kom-
inn aftur. Að lokum var Jonna orðin
svo ölvuð að hún hafði enga hugsun
lengur, svolinn neytti færis og gerðist
sífellt nærgöngulli við mig. Pabbi var
orðinn ofurölvi og veitti mér enga
björg. Ég brauzt um og sparkaði í and-
litið á þessari andstyggð, tókst að
komast undan og notaði mitt gamla
ráð að loka mig inni á salerninu. Seinna
vissi ég að ég hafði brotið tvær tennur
úr karlskepnunni og hann var stokk-
bólginn um munninn lengi á eftir. Hann
sýndi mér aldrei neinn dónaskap eftir
þetta. Þvert á móti virtist hann hrædd-
ur við mig.
Þessi drykkja stóð samfleytt í fjóra
daga. Oft var mér skapi næst að hlaup-
ast að heiman og leita á náðir vinstúlkna
minna, biðja þær að skjóta yfir mig
skjólshúsi en úr því varð þó ekki. Ég
reyndi að harka af mér og vonaðist til
að pabbi tæki sönsum. Þessa daga létt-
ist ég um mörg pund, varð lystarlaus
og máttlítil, verkstjórinn tók mig aftur
tali og sagði að ég yrði að bæta mig. Og
vinkonur mínar voru farnar að gefa
mér grunsemdarauga, ég vissi seinna
að þær hefðu komist á snoðir um hvern-
ig ástatt var heima og sumar þeirra
stóðu á því fastar en fótunum, að ég
tæki fullan þátt í svallinu. En aldrei
minntust þær á þetta einu orði við mig,
nema vinkona mín, sú sem ég gat um
fyrr, hún gerði allt sem hún gat til að
hughreysta mig og bauð mér að vera
heima hjá sér á kvöldin.
Eftir fjóra daga linnti drykkjulát-
unum. Eitthvað fólk kom um kvöldið
og vildi fá pabba til að halda áfram, en
í þetta sinn sat hann fastur við sinn
keip og hleypti engum inn. Og hann
stóð við það. Hann fékk sér fljótlega
vinnu í vélsmiðju, kom heim reglulega
á kvöldin og sat oftast heima, las blöð-
in eða réði krossgátur. Það hafði verið
aðal áhugamál hans fyrir vestan.
Nokkrum dögum seinna kom hann að
máli við mig, bað mig fyrirgefningar á
framkomu sinni og sagði að þetta mundi
ekki koma fyrir aftur. Hann fór oft
með mig á bíó. Stundum fór hann einn
út á kvöldin og sagðist þurfa að hitta
mann, hann kom aldrei seint heim og
var ætíð allsgáður. Nú var orðið áliðið
sumars og ég fór að ympra á skóla-
göngu minni og hvenær systir hans
kæmi. Pabbi svaraði fáu og sagði að
kannski breyttist þetta eitthvað. Þó
skyldi ég búa mig undir skólann.
Jonna fór að venja komur sínar til
okkar aftur, en í þau skipti var hún
aldrei drukkin og mér sýndist hún líta
miklu betur út en áður. Hún var líka
miklu stillilegri og gerði sér far um að
vera alúðleg við mig. Hún færði mér
stundum smágjafir, mér þótti miður að
taka við þeim, en gerði það þó. Þau
pabbi virtust ágætir vinir og fóru stund-
um út á kvöldn, alltaf kom hann þó
ódrukkinn heim og var aldrei lengi.
Stundum buðu þau mér út með sér á
bíó og einu sinni á revýu, en ég bar
alltaf einhverju við. Þó Jonna væri orð-
in svona stillt og alúðleg, varð ég að
taka á öllu sem ég átti til að æpa ekki
að henni ókvæðisorðum. Ég gat ekki
gleymt því hvaða orð hún hafði látið
falla um mömmu.
Það var komið fram 1 september og
ég búin að sækja um skólavist þegar
pabbi sagði mér það einn daginn að
systir hans mundi ekki koma til að
hugsa um húshaldið.
— Þá verð ég að hætta við skólann,
sagði ég og reyndi að láta hann ekki
verða þess varan að mér þætti miður
að hætta við skólann.
— Þú getur haldið áfram við skólann,
sagði pabbi, ég býst við að Jonna komi
til okkar og haldi hús.
Nú var mér nóg boðið. í fyrsta skipti
reifst ég og skammaðist við föður minn.
Ég sagði honum frá því að ég hefði
heyrt hvað Jonna kallaði móður mína.
Pabbi minn sat gneypur og lengi vel
reyndi hann að malda í móinn. Þegar
ég hafði ausið úr mér ókvæðisorðum
og farin að háskæla, reyndi hann að
hughreysta mig. Hann sagði að Jonna
hefði alls ekki meint það sem hún sagði,
hún hefði aldrei sagt það nema af því
að hún var drukkin. Hann sagði mér
að Jonnu hefði þótt vænt um hann hér
áður fyrr og viljað fá hann fyrir mann
og hún hefði öfundað mömmu mína
þegar hann giftist henni. Ef til vill var
þetta allt skiljanlegt og eðlilegt að
pabbi vildi ekki una einlífi til lengdar,
þótt honum hefði þótt vænt um mömmu.
Og það var ekki fjarri lagi að Jonna
væri sæmilegasta kona ódrukkin. En
ég orgaði og grenjaði og hótaði því að
flytja burt úr húsinu þann dag sem
Jonna flytti til okkar. Pabbi tók þetta
mjög nærri sér, hann var þögull þetta
kvöld og eirðarlaus. Hann reyndi ekki
að telja frekar um fyrir mér. Ég held
ég hafi grátið alla þá nótt og mér kom
ekki dúr á auga.
Næstu daga var pabbi mjög þung-
lyndur, en þó nærgætinn við mig og
virtist alls ekki áfellast mig fyrir að
vilja ekki fá Jonnu. Hann hafði að vísu
ekki talað um að hann ætlaði að gift-
ast henni en ég þóttist þó skilja það
á öllu. Sennilega var það þetta þung-
lyndi í föður mínum sem að lokum
varð til þess að ég sagði honum, að nú
hefði ég hugsað málið: ég hefði ekkert á
móti því að fá Jonnu inn í húsið, hann
mætti giftast henni ef hann vildi og ég
skyldi reyna að vera almennileg við
hana. Mér virtist hýrna heldur yfir hon-
um við þetta, en hann gaf mér engin
bein svör. Daginn eftir spurði hann mig,
hvort ég væri enn sama sinnis og hvort
ég mundi þá ekki sjá eftir að hafa gefið
samþykki mitt. En ég sagðist mundi
standa við orð mín.
Jonna flutti heim í lok september.
Hún lagði sig alla fram um að vera
góð og blíð í minn garð, ég svaraði aldr-
ei vinarhótum hennar en var alger-