Fálkinn - 27.09.1961, Page 32
Heim fyrir myrkur
Frh. af bls. 17.
sitt og tók af henni loforð um að leita
til sín, ef hún þyrfti á hjálp hans að
halda. Jacob hafði byrjað með að kenna
í brjósti um Charlotte,' en meðaumkun
hans hafði snúizt upp í ást. Hún hafði
vald yfir honum, og hún vissi það. Ást-
úð hans og umhyggja snerti hana djúpt.
Hún hafði dansað svo mikið að hún
var orðin uppgefin, og þegar hljómsveit-
in tók sér hvíld, gekk hún til Arnolds,
sem hún annars hafði ekki séð mikið
um kvöldið.
— Það er of heitt fyrir mig hérna og
of mikill hávaði, sagði hún við hann.
— Ég ætla heim núna.
Hann leit á hana móðgaður. — Það
getur þú ekki gert, svaraði hann stutt-
lega. — Hvað heldur þú að fólk segi?
Hún dró að sér andann og sagði síð-
an með þeirri röddu, sem henni var alls-
hndis ókunn: — Veiztu, hvað þú getur,
Arnold? Þú getur farið ... til helvítis.
Þegar leigubíllinn hafði farið með
ihana heim, var hún enn svo reið, að
hún skalf. Hún sagði ráðskonunni upp,
Mattie hét hún, og óvinátta hennar í
garð Charlotte hafði alltaf farið í taug-
arnar á henni. Hún hafði alltaf staðið
með hinum meðlimum fjölskyldunnar
og auðmýkt hana og sært, því að hún
hafið ekki þorað að andmæla.
Þegar Arnold og Joan komu heim, var
langt liðið nætur, sat hún og beið þeirra,
og í fyrsta skipti, síðan hún kom heim
af sjúkrahúsinu, voru það þau, sem
voru hrædd, en ekki hún. Hún stóð fyrir
framan þau eins og lítill og grannur
dómari, ákveðin í að toga sannleikann
— Við skwlum hengja upp daga.
tal í ár. Það er svo bagalegt að
vita ekki hvaða mánaðardagur er.
út úr þeim, hversu slæmt sem það gat
orðið.
— Joan, byrjaði hún alvarleg, — áð-
ur en ég var lögð inn á sjúkrahúsið,
sagðir þú mér að grunur minn væri
ástæðulaus og að það væri ekkert á
milli þín og Arnolds. Þú laugst. Þú viss-
ir, að sá dagur hlyti að koma að Arn-
old yrði að viðurkenna fyrir sjálfum
sér, að hann elskaði þig. Þú þurftir
aðeins að bíða, og það skipti þig engu,
þó að það kynni að kosta mig vitið,
því að sannleikurinn píndi mig og kvaldi
og kom mér til að efast um sjálfa mig.
Joan svaraði ekki. Hún hafði engin
vopn gegn sannleikanum. Charlotte
sneri sér að Arnold, ;— Hvers vegna
sendir þú mig á ríkissjúkrahús fyrir
geðveika? Það hefði ekki kostað þig
neitt að láta duglegan sérfræðing ann-
ast mig. Ég átti nóg af peningum sjálf
til að borga honum. Hvers vegna sendir
þú mig ekki á gott einkasjúkrahús, þar
sem ég hefði getað fengið beztu hjúkr-
un og umönnun? Ég vil fá að vita, hver
ástæðan var. Ég vil ekki bíða lengur
eftir svarinu. Ég hef verið heima í meira
en þrjá mánuði.
— Okkur er alveg ljóst, hve lengi
þú ert búin að vera heima, sagði Arn-
old önuglega. Þú þarft ekki að minna
okkur á það.
— Ég krefst svars, hélt Charlotte
ákveðin áfram. — Segðu mér, hvers
vegna þú hugsaðir ekki betur um mig,
þegar ég var veik?
— Þú hefðir ekkert vitað af því sjálf
og engan mismun gert, svaraði hann
þvermóðskulega. — Þú vissir ekki einu
sinni, hvað gerðist, svo að það var sama,
hvert þú fórst.
— Hvernig bjóstu við að geðveikra-
hæli væri, spurði Joan háðslega. — Ein-
hvers konar lúxushótel?
Þau hjálpuðust að við að mynda varn-
argarð gegn henni, þessar tvær mann-
eskjur, sem henni þótti svo vænt um.
Þau voru harðneskjuleg og hatursfull
og hræðileg. Og hve samtaka þau voru!
— Ég hef fengið að heyra nóg, sagði
hún rólega, — og ég ætla mér ekki að
reyna að komast að, hvort ykkar á meiri
sök. Ert það þú, Arnold, sem hafðir
ekki nægilegt hugrekki til að viður-
kenna, að þú elskaðir mig ekki? Eða
varst það nú, Joan, sem bara beiðst
eftir að taka það eina, sem ég átti, frá
mér?
Hún stóð andartak og horfði á þau
eins og þau væru henni ókunn. Þá hélt
hún áfram. — Þú giftist í rauninni ekki
mér, Arnold. Þú giftist eftirmynd Joans.
Ég hef nefnilega allt mitt líf reynt á
allan hátt að líkjast Joan og vera eins
og hún. Þá hélt ég, Joan, að þú værir
yndislegasta mannveran á jörðunni. Ég
tilbað þig .... En nú elska ég þig ekki
lengur. Ég hata þig. Hata þig . . . eins
og ég hata Arnold. Og þið eigið ekki
betra skilið.
Hún sneri sér snöggt við og gekk út
í forstofuna og upp stigann til herbergis
síns. Þau stóðu kyrr og horfðu á eftir
henni, en skömmustan skein úr augum
þeirra.
Næsta morgun hringdi Charlotte til
Hamilton Gregory. — Hamilton, sagði
hún áköf,, um leið og hún heyrði rödd
hans í símanum. — Getur þú komið
því í kring, að ég geti talað við geð-
veikralækninn, sem þú stakkst upp á
við mig. En það verður að gerast í dag.
Ég verð að tala við hann í dag.
— Það skal ég gera, svaraði Hamilton
ánægður. — Mér þykir vænt um að þú
ætlar að fara eftir mínum ráðum.
Síðan hringdi Charlotte til Jacobs Dia-
mond, sem var fluttur á hótel. Hann
æt.laði að fara úr bænum einhvern næstu
daga.
— Þér sögðuð, Jacob,, að ég mætti
senda eftir yður, ef ég þyrfti á hjálp
yðar at^ialda. Ég þarfnast þess nú. Vilj-
ið þér aka með mig til Boston? Eins
fljótt og hægt er?
Vingjarnleg rödd hans kom henni
næstum til að gleyma því, sem hún
átti eftir ógert, áður en henni fyndist
hún vera frjáls.
— Ég kem á stundinni, ef þér í raun-
inni treystið mér og gamla bílskrjóðn-
um mínum fyrir lífi yðar.
Charlotte þakkaði honum fyrir og var
hamingjusöm, þegar hún lagði tólið á.
Þarna var manneskja, sem hún gat
treyst. Hann elskaði hana, það var henni
nú ljóst.
Hún gekk niður og barði á dyrnar
á vinnuherbergi Arnolds. Þegar hann
kom fram og opnaði dyrnar, sagði hún
fljótmælt:
— Ég fer núna. Ég kem skilnaðinum
í kring í Boston, og ég býst við að þú
flytjir þá úr húsi mínu, eins fljótt og
hægt er.
Hann kinkaði kolli reiðilega. — Ætl-
ar þú að selja húsið? spurði hann.
— Ég veit ekki til að ég þurfi að
standa þér reikningsskil gerða minna
framvegis, svaraði hún kuldalega. — Ég
held húsinu að minnsta kosti. Ég loka
því um stundarsakir, eða þangað til ég
veit, hvað ég tek mér fyrir hendur.
Húsinu skyldi lokað. Dyr, sem lágu
að fortíðinni, skyldu vera lokaðar, svo
að hún gægti lokað sig frá öllu, sem
minnti hana á hin óhamingjusömu ár
og hinn alvarlega sjúkdóm hennar. Fyrr
eða síðar yrði hún svo að opna aðrar
dyr að framtíðinni, að rólegri og ham-
ingjuríkri framtíð, þó að hún yrði ef
til vill að lifa lífinu einsömul héðan í
frá, einsömul.
Hugsunin um einmanaleika ætlaði að
ríða henni að fullu, þegar hún gekk út
úr húsinu, án þess að líta um öxl, og
lokaði á eftir sér.
Hér var enginn, sem mundi sakna
hennar, enginn, sem kærði sig um, hvað
um hana yrði. Hún grét hljóðlega.
En þá heyrði hún hávaðann í gamla
bílskrjóðnum, sem með erfiðismunum
var ekið upp brekkuna að húsinu. í
gegnum bílrúðuna sá hún hið vingjarn-
lega en áhyggjufulla andlit Jacobs. —
Hann stöðvaði bílinn og gekk út, tók
28 ÉÁLKINN