Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1961, Side 35

Fálkinn - 27.09.1961, Side 35
Kurteisi. q L C —- Meðan hún mamma finnur ekki þennan, getur hún ekki skip- að mér að jara í bað. Þig grunar ekki, Olga mín, hvað ég hafði mikið fyrir að henda Pollo út í nótt. > -íx * > -IX <ÍX > > -ÍX >. * -ix > <{X * ^x -{X HX > 'vX * *{x 'íx > ■iX 5f -ÍX * Hx •*{x > HrútsmerkiS (21. marz—20. apríl). í þessari viku verða margvísleg vandamál á vegi yðar og yður mun ekki takast að leysa þau öll upp á eigin spýtur. Dragið ekki fram á elleftu stundu að leita aðstoðar vina yðar og velunnara. Þér þurfið alls ekki að skammast yðar fyrir það. NautsmerkiS (21. apríl—20. mai). Útlitið virðist dökkt í svipinn og það er talsverður uggur og kvíði í yður. En óttinn virðist ástœðulaus að mestu, því að það rætist ótrúlega vel úr flestum erfiðleikum yðar. Sýnið einkalífi yðar sérstaklega mikla alúð, og látið ekki ótta yðar þitna á því. TvíburamerkiS (22. maí—21. júní). Þér fáið meðvind strax í þyrjun vikunnar, en þér skuluð vera varkáár, eins og ævinlega þegar vel gengur. Lofið ekki meiru en þér get.ið staðið við og eyðið ekki meiri peningum en þér hafið ráð á. Þér lendið í þeirri aðstöðu, að sannleikur- inn verður yður óhagstæður. Varizt að grípa til sjálfsblekk- ingarinnar! KrabbamerkiS (22. júní—22. júlí). Skapið hefur verið með allra versta móti hjá yður upp á síðkastið. Þess vegna er mál til komið, að þér hristið af yður drungann og lítið örlítið hýrum augum á tilveruna. Þér hafið lent í ýmsum erfiðleikum eins og gengur, en þó ekki svo mikl- um, að þér hafið ástæðu til að leggjast í þunglyndi. LjónsmerkiS (23. júlí—23. ágúst). Þér hljótið harða gagnrýni úr mörgum áttum samtímis. Látið það ekki fá of mikið á yður! Gagnrýnin byggist að mestu leyti á einu glappaskoti, sem yður varð á, og hver er svo full- kominn, að hann geri ekki skissur? Ástamál yðar verða í góðu lagi og ættu að bæta skapið örlítið. JómfrúarmerkiS (2U. ágúst—23. september). Gamall vinur verður á vegi yðar. Enda þótt margt sé breytt, síðan þið sáust síðast, er vináttan ennþá jafn t.raust og hlý. Látið ekki ómerkilegt slúður gera yður gramt í geði. Reynið heldur að svara í sömu mynt. Vogskálarmerkið (2). sept.—23. okt.). Yður er farið að lengja eft.ir breytingum, sem að undan- förnu hafa staðið til og verið á næsta leiti. En sýnið þolgæði og hafið í huga, að ekki gerist allt á einum degi. Horfurnar í fjármálunum eru frekar góðar. Síðustu dagar vikunnar verða beztir. SporSdrekamerkiS (2U. okt.—22. nóv.). í þessari viku þurfið þér sérstaklega að hafa gætur á pen- ingamálum yðar. Ýmsar hættur munu verða á vegi yöar í þeim efnum. Hikið ekki við að tjá tilfinningar yðar þeirri manneskju, sem stendur yður næst og vill hag yðar sem bezt- an á flestan hátt. Bogmannsmerkið (23. nóv.—21. des.). Þér megið reikna með dálitlum leiðindum í vikunni og þau munu stafa fyrst og fremst frá öfundarmönnum yðar. Það er erfitt að vera lukkunnar pamfíll og njóta velgengni í lífinu. En þetta verða engan veginn erfið vandræði og þér verðið að reyna að gera yðar bezta. Steingeitarmerkið (22. des.—20. jan.). Umfram allt skuluð þér treysta eigin dómgreind og engra annarra. Oft getur verið happasælt að leita ráða hjá góðum vinum, en að þessu sinni hafið þér á réttu að standa, þótt margir af yðar nánustu haldi hinu gagnstæða fram. Tíminn mun leiða þetta í Ijós. VatnsberamerkiS. (21. jan.—19. febr.). Nú er mál til komið að þér hættið að þegja og þola. Það er ekki seinna vænna fyrir yður að segja meiningu yðar, sem þér hafið svo lengi dulið. Þetta mun hreinsa andrúmsloftið í kring- um yður og sá aðili, sem þér beinið skeytum yðar mest til, mun bera meiri virðingu fyrir yður á eftir. I Fiskamerkið (20. febr.—20. marz). Þér einblínið um of á hið háa takmark, sem þér hafið sett yður, og gerið yður ekki Ijóst, að þér verðið að byrja að hrinda smæstu steinunum úr vegi áður en þér takið að glíma við björgin. Allt. getur farið vel ef þér byrjið á byrjuninni og sýnið þolinmæði og þrautseigju. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.