Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1961, Side 3

Fálkinn - 25.10.1961, Side 3
Stærð ritsins er 64 + 461 bls. Verð: kr. 200.00 ób., 255 í skinn- líki, 290.00 í skinn- bandi. BLAÐAGREIMR JÓNS SH.IHCHSSOWIi Vikublað. Útgefandi: Vikublaðið Fálk- inn h.f. Ritstjóri: Gylfi Gröndal (áb,). Framkvæmdastjóri Jón A, Guömunds- son. Ritstjórn, afgreiðsla og auglýs- ingar; Hallveigarstig 10, Reykjavík. Sími 12210. — Myndamót: Myndamót h.f. Prentun: Félagsprentcmiöjan h.f. GREINAR: Carola, kafli úr skáldsögu eftir Joan Grant, sem kemur út nú fyrir jólin. Frú Steinunn S. Briem hefur þýtt bókina .... Sjá bls. 8 „Það er eitthvað á bak við þetta“. Rætt við Bjarna Þóroddsson póstmann, sem verið hefur liðs- maður í Hjálpræðishernum um árabil. — Þetta er fyrsta grein í greinaflokki, sem ber heitið „Á hvað trúi ég“......... Sjá bls 12 Svipmyndir frá veizlu í tilefni af afmæli Háskóla Islands að Hót- el Borg.................... Sjá bls. 20 ÍSLENZK FRÁSÖGN: Ást og læknisfræði. Jón Gíslason skrifar þátt um Jón Bergmann. Myndskreyting: Sigurjón Jó- hannsson ..................... Sjá bls. 10 SÖGUR: Hann kölski, snjöll saga eftir hinn fræga höfund Guy de Maupassant ................. Sjá bls. Draumur, sérkennileg saga eftir Theophile Gauthier.......... Sjá bls. ll^ Njósnarinn, fyrsti hluti nýrrar og bráðskemmtilegrar fram- haldssögu eftir kímniskáldið Mark Twain.................. Sjá bls. 22 Litla sagan .................. Sjá bls. 28 Eins og alkunnugt er flutti Jón Sigurðsson á hinu fyrsta alþingi eftir endur- reisn þess tillögu um þjóðskóla. Fyrir honum vakti, að hér yrði komið upp vísi að háskóla, er lagaður væri þörfum þjóðarinnar og aukinn smám sam- an, svo sem nauðsyn bæri til og föng væru á. Sú hugsjón varð að veruleika á aldarafmæli Jóns. Því heldur nú Háskóli Islands hálfrar aldar afmæli sitt þegar 152 ár eru liðin frá fæðingu foringjans inikla. Það er og alkunnugt, að Jón Sigurðsson barðist af frábærri elju og atorku fyrir hverju því máli, er hann taldi til hagsbóta og þjóðþrifa horfa. Umbætur í skóla- og menningarmálum sátu þar sízt á hakanum. Á alþingi, í veiga- miklum ritgerðum í Nýjum félagsritum og sæg einkabréfa kvaddi hann hljóðs fyrir hugmyndir sínar og skoðanir og ruddi þeim braut. Hitt hefur legið meira í láginni, að eftir hann birtist fjöldi greina í íslenzkum og erlendum blöðum, þar sem hann rökræðir hin margvíslegustu mál af fimni og þekkingu. Birti hann þær ýmist undir nafni eða kom fram í dulargervi, eftir því sem honum þótti bezt henta. Nú hefur blaðagreinum Jóns Sigurðssonar i fyrsta sinn verið safnað á einn stað og efnt til útgáfu þeirra. Verður sú útgáfa i þrem vænum bindum. Er hið fyrsta þeirra komið í bókaverzlanir. Hefur Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur búið ritið til prentunar og skrifað langa og stórfróðlega inngangs- ritgerð um blaðamennsku Jóns. Rit þetta varpar um margt nýrri birtu á Jón Sigurðsson og skýrir mynd hins einstæða þjóðarleiðtoga. Það er mikilvæg heimild öllum þeim, sem kunna vilja góð skil á endurreisnartímabilinu og íslenzkri þjóðarsögu allt frá 1840 og fram til vorra daga. GETRAUNIR: Fjórði hluti verðlaunagetraunar- innar. Verðlaunin eru glæsileg Praktica IV. myndavél að verð- mæti 50000 kr............Sjá bls. 16 Heilsíðu verðlaunakrossgáta. — Verðlaun 100 kr............ Sjá bls. 29 ÞÆTTIR: Dagur Anns skrifar um jarðgöng- in undir Miklubrautina..... Sjá bls. 27 Kvennaþáttur með kökuupp- skriftum eftir Kristjönu .. Sjá bls. 2Jj Glens, Pósthólfið, Heyrt og séð, Astró, Stjörnuspá o. fl. I NÆSTA RLAÐI VERÐUR M. a.: Kafli úr væntanlegri skáldsögu eftir nýjan höfund, Gísla Kolbeinsson, sjómann í Vest- mannaeyjum, — grein og myndir um kola- kranann í Reykjavik, — gamansaga eftir O. Henry, — spennandi saga eftir Relph Straus, „Herbergið á fjórðu hæð“, — fimmti hluti verðlaunagetraunarinnar og ótalmargt fleira. Bokaiiigáfa Meiiniiigarsiíods

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.