Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1961, Síða 6

Fálkinn - 25.10.1961, Síða 6
Brokkgengir blaðamenn. Hér fer á eftir kafli úr bréfi, sem okkur barst ný- lega: . . . Þið eruð annars ljótu bögubósarnir þið sleppið úr heilum ljóðlínunum úr hinni ágætu vísu Jóns Arasonar um Móaling. Mér finnst þetta alveg fyrir neðan allar hell- ur að birta svona grein, sem morar af prentvillum. Því miður las ég ekki blaðið nógu fljótt, annars hefði ég skrifað ykkur lengra ogýtarlegrabréf. En þessi grein, sem bar nafnið „Á hægu tölti” er til stór skammar fyrir ykkar ágæta blað. Ég vona að þið bætið þetta bráðlega upp og ríðið ekki fantareið framar á hin- um ágæta vísnafáki. . . G. Svar. Þessu er til aö svara, aö prent- villupúkinn gerir okkur oft lífiö leitt og voru þess vegna því miöur anzi margar prentvillur í þessari grein. Hvaö hinu viö- víkur þá fórum viö í handrit greinarinnar og sáum þar, aö höfundur greinarinnar haföi alls ekki sleppt úr þessum tveim IjóÖlínum. En þetta vill oft brenglast i meöförum annarra og er oft ekkert hcegt aö gera viö því, einkum ef þaö liggur á, aö blaöiö komi út. Ó þessir karlmenn. .. . Og við sem erum nýgift. Þegar hann kemur heim á kvöldin, þá er ég venjulega búin með öll verkin og sömu- leiðis búin að elda matinn og þá bý ég mig upp. Svo er ég salla fín og vel til höfð, þegar hann kemur heim. En hann slettir bara í sig matnum, leggst upp í sófa og les blöðin og lítur ekki einu sinni á mig. Ó þessir karlmenn. Hvað á ég að gera? Stína. Svar. Þér skuluö bara hcetta aö halda yöur til fyrir honum, enda viröist þaö helber óþarfi úr þessu, þegar þiö eruö gift. Sveitamennska. Kæri Fálki. — Nýlega var ég á ferð í höfuðborginni okk-

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.