Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1961, Síða 11

Fálkinn - 25.10.1961, Síða 11
menn færðu ekki síður fórnir á altari ástarinnar við fyrstu kynni við ást- leitna og glettna stúlku í skoti eða krók. Þeim var ekki alltaf fengur til hamingju, þó að stundarsæla og gaman veittist. Á stundum bar ástarleikur við vinnukonu af lágum stigum þá af leið. Ef ungur námssveinn eignaðist barn í lausaleik, varð það hefting á embættis- frama hans og olli einnig í flestum til- fellum missætti við foreldrana. Stund- um kynntust ungir menn þokkalegri heimasætu, sem heillaði þá svo, að þeir gleymdu henni aldrei. En hún vildi ekk- ert með þá hafa, nema til skyndi faðm- laga og kossa á rökkvuðu kvöldi á leynilegum stað. Heimasætan eða vinnu- konan fríða og föngulega fann ef til vill annan síðar, sem henni leizt betur á. En sveinninn ungi gleymdi henni aldrei. Kynni hans af ástinni urðu hon- um þungur harmur, sem skildi eftir djúpt sár, sem ef til vill greri aldrei. Svo er ástin sterk í mannlegum örlög- um. Jón Steinsson, biskupssonurinn á Hólum varð snemma bráðgjör og efni- legur. Hann var lífsglaður og kaus helzt að njóta lífsins í hópi glaðra félaga og í faðmi ástþyrstra kvenna. Hann notaði sér vel hin mörgu tækifæri sem veitt- ust á Hólastað til að ná ástarfundi við ástþyrstar konur. Lífsglaðar meyjar og þroskamiklar vinnukonur staðarins veittu honum ástir sínar í leyni, og hafa ábyggilega talið sig meiri af að eiga slíka fundi við biskupssoninn. En Jón Steinsson varð ekki hamingjumaður í ástum eins og brátt verður sagt. 3. Eins og áður var sagt, varð Jón Steinsson heyrari við Hólaskóla að loknu stúdentsprófi. Foreldrar hans hafa ábyggilega gert sér miklar vonir um frama hans og búist við að hann yrði leiðandi maður um menntir og menningu landsins á komandi tímum. En brátt kom í ljós, að hann var heims- maður í meira lagi, svo að menntir og lærdómur viku brátt úr huga hans. Hann eignaðist barn með roskinni vinnu konu á Hólum. Barnsmóðir hans hét Þórunn Ólafsdóttir, Erlendssonar. I móðurætt var Þórunn af ætt hins fræga annálaritara, Björns á Skarðsá. Barn Jóns og Þórunnar var stúlka og var skírð Sigríður. Hún komst vel til manns og giftist presti, síra Illuga Halldórs- syni á Borg á Mýrum. Frá þeim eru komnar ættir, mjög gáfað og farsælt fólk. En eins og nærri má geta varð ekki úr meira sambandi milli þeirra Jóns biskupssonar og Þórunnar. Það var lítt að skapi biskupshjónanna, að sonur þeirra ætti rétta og slétta vinnu- konu, sem þar að auki var talsvert eldri en hann. En alvarlegast var, að hann hafði með þessu barnseignarbroti glatað réttinum til þess að vígjast til prests, þó að bæta mætti úr því með tíð og tíma með uppreisn, en það var mikill álitshnekkir eftir tíðaranda aldarinnar. Var þetta því ekki mjög alvarlegt, ef ekki hefðu fylgt fleiri ástarævintýri í kjölfar þess. En það leið ekki á löngu, að Jón bisk- upsson rataði í ný ástarævintýri, sem áttu eftir að hafa enn þá meiri áhrif á líf hans og örlög. í þennan mund var í Skagafirði einhver fegursta og glæsi- legasta yngismey á íslandi. Hún bar kvenlegan þokka svo mikinn, að allir ungir menn urðu gagndofa sem litu hana og frá sér numdir af hrifningu og ást. Hún hafði hlotið hið bezta uppeldi og var vel menntuð bæði til munns og handa, var til dæmis frábær hannyrða- stúlka. Hún hlaut einróma aðdáun allra ungra sveina og var almennt kölluð sól, en slíkt viðurnefni fengu þær yngis- meyjar einar, sem voru rómaðar af feg- urð og yndisþokka, og var þá gjarnan skeitt framan við sólarnafnið sveitar- eða héraðsheiti. Kona þessi hét Guðrún Jónsdóttir, Arasonar prests í Vatnsfirði við Djúp. Hún ólst upp hjá föðursystur sinni Ragn Frh. á bls. 30 FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.