Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1961, Blaðsíða 12

Fálkinn - 25.10.1961, Blaðsíða 12
Gömul kona, sem var óvön mörgu því, sem fólk notar í bæjum og borg- um til stáss eða hlífðar, hrópaði sunnudag nokkurn fyrir framan dyrnar hjá vinkonu sinni, sem bjó upp á lofti í gömlu húsi í Reykjavík: „Hjálp, hjálp, Guðný mín blessuð. Ég sit nú hér föst með höfuðdjásnið af hefðarfrúnni”. Vinkonan opnaði og var þá gamla konan í stiganum með uppspennta regnhlíf, sem hún hafði fengið lánaða og kunni ekki að hleypa niður. ★ Gömlu og heyrnarsljó kona bjó í enskum hafnarbæ. Einhverju sinni var skotið af nokkrum fallbyssum á skipi skammt frá bústað hennar. Gamla konan reis þá á fætur, gekk áleiðis til dyranna og mælti blíðlega: „Kom inn” ★ Harold Macmillan forsætisráð- 'herra og Lord Home hafa mikið yndi af því að segja skotasögur, enda rennur örlítið skozkt blóð í æðum þeirra. Hér kemur uppáhaldssaga Macmillans: Maður nokkur í Aber- deen hafði pantað 12 flöskur af frönsku kampavíni hjá vínsalanum á staðnum. Vínsalinn afhenti honum auðvitað flöskurnar, en það leið mán- uður en hann fengi eitt einasta penny frá þessum skota, sem hafði pantað þessar 12 flöskur. Fór þá vínsalinn heim til mannsins og sá þar nokkrar flöskur úti í einu horninu. „Hvað er þetta maður, þér eruð búnir að drekka úr flöskunum og ekki farnir að borga eyri fyrir. Hvað meinið þér eigin- lega með þessu? Og hvers vegna skilið þér ekki tómu flöskunum aftur? „Já, en hvað borgið þér fyrir tómar flöskur?“ spurði Skotinn þá. ★ Nú er aftur farið að skammta kjöt í Austur-Þýzkalandi og vesalings húsmæðurnar verða að standa í endalausum biðröðum til þess að fá einn munnbita eða svo. Nýlega mættust tvær húsmæður í Leipzig og sagði þá önnur: „Þetta er alveg 12 FÁLKINN gjörsamlega ómögulegt. Nú verður maður að fara til Dresden til þess að fá sinn kjötskammt”. „Til Dresden, eiga þeir meira kjöt þar?” „Nei, en þar byrja biðraðirnar við sláturhúsin hér.” ★ Tveir skotar mætast á götu í Aber- deen. Þá segir annar: „Heyrðu, þú getur ekki lánað mér tíu pund?” „Ertu vitlaus, heldurðu að ég gangi með svo mikið á mér?” „En heima?” „Þakka þér fyrir, en hvað það var fallegt af þér að spyrja að þessu”. ★ Fyrir utan verzlunina var stórt skilti, sem á stóð: „Allt fyrir veiði- manninn”. Viðskiptavinur gekk inn í búðina og spurði: „Eigið þér til svissneskan ost?” „Svissneskan ost”, endurtók búð- armaðurinn, „hafið þér ekki lesið það sem stendur á skiltinu: „Alltfyrir veiðimanninn”. „Jú, það hef ég, en getur veiði- maður ekki borðað svissneskan ost?“ ★ Liðþjálfi og óbreyttur hermaður voru leiddir fyrir herrétt, ákærðir fyrir að hafa báðir sparkað í foringja sinn. Liðþjálfinn svaraði þannig til saka: „Foringinn gekk fram hjá mér og steig viljandi ofan á líkþorn á tánni á mér. Ég sparkaði því í hann í nauð- vörn”. — Hann var sýknaður. Óbreytti hermaðurinn sagði: „Þegar ég sá liðþjálfann sparka í foringjann, hélt ég að stríðinu væri lokið.” ★ Pabbi hans og mamma voru að slíta samvistum fyrir fullt og allt, en þau deildu um, hvort þeirra ætti að hafa soninn hjá sér. „Hjá hvoru viltu vera, hjá pabba þínum eða hjá mér”, spurði mamman. Drengurinn varð dálítið hugsi við, en spurði svo: „Hver á að hafa bílinn og sjónvarpið?” \ hvað trúi ég? „Þetta er allt mjög hversdagslegt, menn dýrka sinn Guð, eða trúa á mátt sinn og megin. Ég drakk þetta í mig með móðurmjólkinni, foreldrar mínir voru í Hernum og ég fór í hann, jafn- skjótt og ég hafði aldur og þroska til og hef verið í honum síðan. Aðallega hefur söngurinn og tónlistin heillað mig, enda hefur söngur og hljómlist jafnan verið mitt yndi, ég spila á tenórhorn." „Hvenær kom herinn hingað til lands?“ „Hann mun hafa komið hingað árið 1895 og ári seinna gengu foreldrar mín- ir í hann. Það lá því beint við að ég gengi í hann. Við vorum þrjú systkinin og voru systur mínar tvær báðar for- ingjar, í Danmörku, en eru nú látnar.“ Póstmenn hafa margvísleg áhuga- mál og einn þeirra er Bjarni Þórodds- son, sem starfað hefur við bréfburð í áratugi og auk þess sorterað bréf í fjöldamörg ár. Því er nefnilega þannig varið, að þegar aldurinn færist yfir þá menn, sem starfað hafa við bréfburð lengi, eru þeir teknir í léttari störf innanhúss. Bjarni Þóroddsson mun nú vera einn af þeim mönnum, sem lengst hafa fengizt við þessa þjónustu og tók- um við hann því tali og báðum hann að segja okkur frá starfinu og áhuga- málum sínum. Allmargar sögur höfum við heyrt og lesið um hrakninga póstanna fyrr á öldum. Póstar urðu úti, þeir lentu í svaðilförum og mannraunum, allt vegna þess að þeir þurftu að bera mönn- um tíðindi og fregnir, enda má segja, að póstarnir hafi verið nokkurs konar fréttablöð í gamla daga. Póstarnir voru og eru enn vinsælir menn. því að yfir- leitt hafa þeir eitthvað að færa mönn- um. sem gleður þá, enda þótt þeir bringi manni ekki annað en Lögbirting eða Hagtíðindi, það skiptir engu máli, því að tíðindi eru það samt sem áður. Stundum kom og bréf frá nákomnum ættingja, og voru þau oftast nær til ein- hverrar ánægju og yndisauka í fámenn- inu.“ „Hvenær eruð þér fæddur, Bjarni?“ „Ég er fæddur 15. september 1903 í Reykjavík, og er í þennan heim bor- inn í kvistherbergi nokkru í Suðurgötu 10, eða húsinu, sem kallað var Andrésar- hús. Foreldrar mínir bjuggu þar í einu litlu herbergi Það var ekki verið að hlaða undir fólkið í þá daga.“ „En hvenær byrjuðu þér að bera út póst?“ „15. október 1925, þá fór ég að vinna að þessu fyrir alvöru. Ég hafði að vísu hjálpað föður mínum, þegar ég var smástrákur. Þegar ég hóf þetta starf, þá vorum við fimm bréfberarnir. Starfið var mjög erfitt, ótakmarkaður vinnutími og maður varð að vinna, þar til öllu var

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.